Skáli byggður yfir nýja tvöfalda brú yfir Stóru Laxá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. janúar 2023 16:06 Skálinn sem hefur verið byggður yfir brúna svo hægt verði að steypa gólfið í vikunni við það hitastig, sem þarf. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ökumenn, sem aka yfir brúna yfir Stóru Laxá í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum verða margir undrandi þessa dagana því við hlið brúarinnar er búið að reisa stærðar skála með plasti yfir, sem nær yfir nýja tvíbreiða brú, sem er verið að byggja á staðnum. En af hverju er búið að byggja yfir? „Það er bara veðrið, sem býður ekki upp á það að steypa gólf brúarinnar öðruvísi. Við ætlum að kynda og halda hita hér svo við getum steypt í vikunni en hitinn inn í skálanum verði um 10 gráður þegar steypt verður en plast er sett yfir allt þakið. Mikið frost hefur verið hér á svæðinu síðustu vikur og mikill klaki í ánni,“ segir Lárus Þorsteinsson, verkstjóri hjá Ístaki við brúarsmíðina. Brúin er 145 metrar á lengd og um þúsund tonn af járni fara í gólfið á nýju brúni, sem verður tvíbreið og fín. Lárus Þorsteinsson er verkstjóri hjá Ístak yfir smíði nýju brúarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lárus segir að hitinn inn í skálanum verði um 10 gráður þegar steypt verður en plast er sett yfir allt þakið. Mikið frost hefur verið á svæðinu síðustu vikur og mikill klaki í ánni. Lárus segir að stefnt sé að því að byrja að steypa nýju brúnna næsta fimmtudag. En hvað verða þeir lengi að steypa. „Það þarf 36 klukkutíma í verkið, en það á að steypa hana alveg í heilu lagi, má ekkert stoppa. Þetta eru 1260 rúmmetrar, sem fara í þetta,“ bætir Lárus við. Það þýðir að það verða um 130 fullir steypubílar frá Steypustöðinni á Selfossi, sem koma með steypuna á staðinn. Um 1260 rúmmetrar af steypu fara í gólfið, sem þýðir 130 steypubílar frá Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lárus segist ekki vita hvenær umferð verði hleypt á nýju brúna en ekki þykir ólíklegt að Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra opni brúna með borðaklippingu en hann er búsettur í næsta nágrenni við nýja mannvirkið. Í dag er brúin einbreið yfir Stóru Laxá en nýja brúin verður tvíbreið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
En af hverju er búið að byggja yfir? „Það er bara veðrið, sem býður ekki upp á það að steypa gólf brúarinnar öðruvísi. Við ætlum að kynda og halda hita hér svo við getum steypt í vikunni en hitinn inn í skálanum verði um 10 gráður þegar steypt verður en plast er sett yfir allt þakið. Mikið frost hefur verið hér á svæðinu síðustu vikur og mikill klaki í ánni,“ segir Lárus Þorsteinsson, verkstjóri hjá Ístaki við brúarsmíðina. Brúin er 145 metrar á lengd og um þúsund tonn af járni fara í gólfið á nýju brúni, sem verður tvíbreið og fín. Lárus Þorsteinsson er verkstjóri hjá Ístak yfir smíði nýju brúarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lárus segir að hitinn inn í skálanum verði um 10 gráður þegar steypt verður en plast er sett yfir allt þakið. Mikið frost hefur verið á svæðinu síðustu vikur og mikill klaki í ánni. Lárus segir að stefnt sé að því að byrja að steypa nýju brúnna næsta fimmtudag. En hvað verða þeir lengi að steypa. „Það þarf 36 klukkutíma í verkið, en það á að steypa hana alveg í heilu lagi, má ekkert stoppa. Þetta eru 1260 rúmmetrar, sem fara í þetta,“ bætir Lárus við. Það þýðir að það verða um 130 fullir steypubílar frá Steypustöðinni á Selfossi, sem koma með steypuna á staðinn. Um 1260 rúmmetrar af steypu fara í gólfið, sem þýðir 130 steypubílar frá Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lárus segist ekki vita hvenær umferð verði hleypt á nýju brúna en ekki þykir ólíklegt að Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra opni brúna með borðaklippingu en hann er búsettur í næsta nágrenni við nýja mannvirkið. Í dag er brúin einbreið yfir Stóru Laxá en nýja brúin verður tvíbreið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira