Skáli byggður yfir nýja tvöfalda brú yfir Stóru Laxá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. janúar 2023 16:06 Skálinn sem hefur verið byggður yfir brúna svo hægt verði að steypa gólfið í vikunni við það hitastig, sem þarf. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ökumenn, sem aka yfir brúna yfir Stóru Laxá í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum verða margir undrandi þessa dagana því við hlið brúarinnar er búið að reisa stærðar skála með plasti yfir, sem nær yfir nýja tvíbreiða brú, sem er verið að byggja á staðnum. En af hverju er búið að byggja yfir? „Það er bara veðrið, sem býður ekki upp á það að steypa gólf brúarinnar öðruvísi. Við ætlum að kynda og halda hita hér svo við getum steypt í vikunni en hitinn inn í skálanum verði um 10 gráður þegar steypt verður en plast er sett yfir allt þakið. Mikið frost hefur verið hér á svæðinu síðustu vikur og mikill klaki í ánni,“ segir Lárus Þorsteinsson, verkstjóri hjá Ístaki við brúarsmíðina. Brúin er 145 metrar á lengd og um þúsund tonn af járni fara í gólfið á nýju brúni, sem verður tvíbreið og fín. Lárus Þorsteinsson er verkstjóri hjá Ístak yfir smíði nýju brúarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lárus segir að hitinn inn í skálanum verði um 10 gráður þegar steypt verður en plast er sett yfir allt þakið. Mikið frost hefur verið á svæðinu síðustu vikur og mikill klaki í ánni. Lárus segir að stefnt sé að því að byrja að steypa nýju brúnna næsta fimmtudag. En hvað verða þeir lengi að steypa. „Það þarf 36 klukkutíma í verkið, en það á að steypa hana alveg í heilu lagi, má ekkert stoppa. Þetta eru 1260 rúmmetrar, sem fara í þetta,“ bætir Lárus við. Það þýðir að það verða um 130 fullir steypubílar frá Steypustöðinni á Selfossi, sem koma með steypuna á staðinn. Um 1260 rúmmetrar af steypu fara í gólfið, sem þýðir 130 steypubílar frá Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lárus segist ekki vita hvenær umferð verði hleypt á nýju brúna en ekki þykir ólíklegt að Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra opni brúna með borðaklippingu en hann er búsettur í næsta nágrenni við nýja mannvirkið. Í dag er brúin einbreið yfir Stóru Laxá en nýja brúin verður tvíbreið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
En af hverju er búið að byggja yfir? „Það er bara veðrið, sem býður ekki upp á það að steypa gólf brúarinnar öðruvísi. Við ætlum að kynda og halda hita hér svo við getum steypt í vikunni en hitinn inn í skálanum verði um 10 gráður þegar steypt verður en plast er sett yfir allt þakið. Mikið frost hefur verið hér á svæðinu síðustu vikur og mikill klaki í ánni,“ segir Lárus Þorsteinsson, verkstjóri hjá Ístaki við brúarsmíðina. Brúin er 145 metrar á lengd og um þúsund tonn af járni fara í gólfið á nýju brúni, sem verður tvíbreið og fín. Lárus Þorsteinsson er verkstjóri hjá Ístak yfir smíði nýju brúarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lárus segir að hitinn inn í skálanum verði um 10 gráður þegar steypt verður en plast er sett yfir allt þakið. Mikið frost hefur verið á svæðinu síðustu vikur og mikill klaki í ánni. Lárus segir að stefnt sé að því að byrja að steypa nýju brúnna næsta fimmtudag. En hvað verða þeir lengi að steypa. „Það þarf 36 klukkutíma í verkið, en það á að steypa hana alveg í heilu lagi, má ekkert stoppa. Þetta eru 1260 rúmmetrar, sem fara í þetta,“ bætir Lárus við. Það þýðir að það verða um 130 fullir steypubílar frá Steypustöðinni á Selfossi, sem koma með steypuna á staðinn. Um 1260 rúmmetrar af steypu fara í gólfið, sem þýðir 130 steypubílar frá Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lárus segist ekki vita hvenær umferð verði hleypt á nýju brúna en ekki þykir ólíklegt að Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra opni brúna með borðaklippingu en hann er búsettur í næsta nágrenni við nýja mannvirkið. Í dag er brúin einbreið yfir Stóru Laxá en nýja brúin verður tvíbreið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira