Segir faraldurinn hafa breytt viðhorfi til fjarnáms Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2023 12:39 Margrét Jónsdóttir Njarðvík er rektor Háskólans á Bifröst. aðsend Faraldur kórónuveirunnar breytti viðhorfi til Háskólans á Bifröst að sögn rektors skólans sem segir fjölga í þeim hópi nemenda sem kjósa fjarnám. Hún segir fjarnám mikið jafnréttismál en nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri. Þegar heimsfaraldur skall á með tilheyrandi samkomubanni lömuðust margir háskólar sem byggja starf sitt á staðnámi, tímasókn og viðveru. Á sama tíma breyttist viðhorf til fjarnáms að sögn Margrétar Jónsdóttur Njarðvík, rektors Háskólans á Bifröst, en skólinn hefur árum saman boðið upp á fjárnám í ýmsum greinum. „Áður fyrr þá voru ákveðnir fordómar, og þeir eru enn í ákveðnum aldurshópum, gegn því að læra fjarnám. Alveg eins og að einhvern tímann héldu allir að allir yrðu vitlausir á því að horfa á sjónvarp, en við getum lært heilmikið af því að horfa á sjónvarp. Covid leiddi okkur fyrir sjónir þá staðreynd að það er hægt að kenna svo til allt í fjarnámi og það gengur bara ljómandi vel.“ Rætt var við Margréti í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Jafnréttismál Nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri en nú og segir Margrét fjarnám henta lífi nútímafólks vel. Fjarnám þurfi þó að vera vel skipulagt og útfært af metnaði. „Og svo sjáum við líka hversu mikilvægu hlutverki fjarnám gegnir því í raun og veru er fjarnám mesta jafnrétti til náms sem hægt er að hugsa sér því fólk alls staðar að á landinu, alls staðar að frá heiminum getur sótt fjarnám og þá sparar fólk ferðir í tíma og allar þær flækjur sem því fylgja.“ 41 prósent nemenda skólans búa utan höfuðborgarsvæðisins. „Og þú getur ímyndað þér hvað það gerir fyrir samfélög úti á landi að geta sótt nám algjörlega án þess að þurfa að fara úr sinni heimabyggð. Ef við tökum þá ákvörðun að halda Íslandi í byggð þá þurfum við að gæta þess að fólk geti ávallt sótt sér nám til að verða sterkari í nýsköpun á landsbyggðinni.“ Háskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Borgarbyggð Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þegar heimsfaraldur skall á með tilheyrandi samkomubanni lömuðust margir háskólar sem byggja starf sitt á staðnámi, tímasókn og viðveru. Á sama tíma breyttist viðhorf til fjarnáms að sögn Margrétar Jónsdóttur Njarðvík, rektors Háskólans á Bifröst, en skólinn hefur árum saman boðið upp á fjárnám í ýmsum greinum. „Áður fyrr þá voru ákveðnir fordómar, og þeir eru enn í ákveðnum aldurshópum, gegn því að læra fjarnám. Alveg eins og að einhvern tímann héldu allir að allir yrðu vitlausir á því að horfa á sjónvarp, en við getum lært heilmikið af því að horfa á sjónvarp. Covid leiddi okkur fyrir sjónir þá staðreynd að það er hægt að kenna svo til allt í fjarnámi og það gengur bara ljómandi vel.“ Rætt var við Margréti í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Jafnréttismál Nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri en nú og segir Margrét fjarnám henta lífi nútímafólks vel. Fjarnám þurfi þó að vera vel skipulagt og útfært af metnaði. „Og svo sjáum við líka hversu mikilvægu hlutverki fjarnám gegnir því í raun og veru er fjarnám mesta jafnrétti til náms sem hægt er að hugsa sér því fólk alls staðar að á landinu, alls staðar að frá heiminum getur sótt fjarnám og þá sparar fólk ferðir í tíma og allar þær flækjur sem því fylgja.“ 41 prósent nemenda skólans búa utan höfuðborgarsvæðisins. „Og þú getur ímyndað þér hvað það gerir fyrir samfélög úti á landi að geta sótt nám algjörlega án þess að þurfa að fara úr sinni heimabyggð. Ef við tökum þá ákvörðun að halda Íslandi í byggð þá þurfum við að gæta þess að fólk geti ávallt sótt sér nám til að verða sterkari í nýsköpun á landsbyggðinni.“
Háskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Borgarbyggð Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira