Kippir sér frekar upp við rafmagnsleysið en sprengingarnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. janúar 2023 14:07 Óskar Hallgrímsson. Bylgjan Loftárásir voru gerðar á mikilvæga innviði Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu í morgun. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem er búsettur í borginni, segir nýjustu loftárásir Rússa sýna fram á veikleika í loftvarnarkerfi Úkraínumanna. Hann segist fremur kippa sér upp við rafmagnsleysi en sprengingar. Yfirvöld í Kænugarði greindu frá sprengingum í morgun. Borgarstjóri Kænugarðs, Vítalí Klítskó hvatti íbúa til að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum. Viðvaranir eru nú í gildi um alla Úkraínu og íbúar búa sig undir frekara rafmagnsleysi. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari er búsettur í Kænugarði. „Við vöknuðum við spreningar sem er sjaldgæft. Það kom engin viðvörun sem er óvanalegt þegar svona loftárás er gerð,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. Hann segir ástæðu þess að engin viðvörun barst vera sú að erfiðara sé fyrir loftvarnarkerfi Úkraínumanna að greina sprengjur sem séu varpað í nokkurs konar boga (ballistic missile trajectory). „Þetta er greinilega stórt gat í loftvörnum sem eru að koma í ljós,“ segir Óskar. Blaðamaður Wall Street Journal segir einnig að loftvarnarkerfið hafi ekki tekist að bregðast við þeim nýju sprengjum sem varpað var í morgun. New attacks on Kyiv this morning with Russia using ballistic missiles that Ukraine’s limited air defenses aren’t equipped to handle. “They obviously saw that almost all the slow cruise missiles are being shot down,” said an official https://t.co/g1El8WkBzP— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) January 14, 2023 Rafmagnsleysið meira áhyggjuefni „Við fáum svo fregnir af því að allar tiltækar sprengjuvélar Rússa séu nú á lofti. Það er hins vegar ekki alveg ljóst hvað þessar flugvélar eru að gera.“ Óskar segir annars að andrúmsloftið í borginni sé ósköp venjulegt. „Við kippum okkur voða lítið upp við þetta nú orðið. Það er fáránlegt að við vorum í raun með meiri áhyggjur af því að missa rafmagn en að verða fyrir flugskeyti. Ég veit að það hljómar skringilega en eftir tíu mánuði af þessu stríði er maður orðinn ansi vanur þessu andrúmslofti. Annars virðist allt ganga sinn vanagang og við missum ekki rafmagn á hverjum degi núna, frekar annan eða þriðja hvern dag.“ Stutt er síðan hann heimsótti þær slóðir í Donbas-héraði þar sem Rússar sóttu fram í síðustu viku, einkum í bænum Soledar sem Óskar segir nú rústir einar. Hann segir hins vegar ólíklegt að Rússar nái að sækja mikið lengra fram í náinni framtíð. „Að tala um framsókn hjá Rússum eins og þetta sé einhver stórsókn er bara engan veginn rétt. Þeir ná að drepa fólk og aðallega sína eigin hermenn með svona vitleysisgangi,“ segir Óskar Hallgrímsson sem talar frá Kænugarði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Yfirvöld í Kænugarði greindu frá sprengingum í morgun. Borgarstjóri Kænugarðs, Vítalí Klítskó hvatti íbúa til að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum. Viðvaranir eru nú í gildi um alla Úkraínu og íbúar búa sig undir frekara rafmagnsleysi. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari er búsettur í Kænugarði. „Við vöknuðum við spreningar sem er sjaldgæft. Það kom engin viðvörun sem er óvanalegt þegar svona loftárás er gerð,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. Hann segir ástæðu þess að engin viðvörun barst vera sú að erfiðara sé fyrir loftvarnarkerfi Úkraínumanna að greina sprengjur sem séu varpað í nokkurs konar boga (ballistic missile trajectory). „Þetta er greinilega stórt gat í loftvörnum sem eru að koma í ljós,“ segir Óskar. Blaðamaður Wall Street Journal segir einnig að loftvarnarkerfið hafi ekki tekist að bregðast við þeim nýju sprengjum sem varpað var í morgun. New attacks on Kyiv this morning with Russia using ballistic missiles that Ukraine’s limited air defenses aren’t equipped to handle. “They obviously saw that almost all the slow cruise missiles are being shot down,” said an official https://t.co/g1El8WkBzP— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) January 14, 2023 Rafmagnsleysið meira áhyggjuefni „Við fáum svo fregnir af því að allar tiltækar sprengjuvélar Rússa séu nú á lofti. Það er hins vegar ekki alveg ljóst hvað þessar flugvélar eru að gera.“ Óskar segir annars að andrúmsloftið í borginni sé ósköp venjulegt. „Við kippum okkur voða lítið upp við þetta nú orðið. Það er fáránlegt að við vorum í raun með meiri áhyggjur af því að missa rafmagn en að verða fyrir flugskeyti. Ég veit að það hljómar skringilega en eftir tíu mánuði af þessu stríði er maður orðinn ansi vanur þessu andrúmslofti. Annars virðist allt ganga sinn vanagang og við missum ekki rafmagn á hverjum degi núna, frekar annan eða þriðja hvern dag.“ Stutt er síðan hann heimsótti þær slóðir í Donbas-héraði þar sem Rússar sóttu fram í síðustu viku, einkum í bænum Soledar sem Óskar segir nú rústir einar. Hann segir hins vegar ólíklegt að Rússar nái að sækja mikið lengra fram í náinni framtíð. „Að tala um framsókn hjá Rússum eins og þetta sé einhver stórsókn er bara engan veginn rétt. Þeir ná að drepa fólk og aðallega sína eigin hermenn með svona vitleysisgangi,“ segir Óskar Hallgrímsson sem talar frá Kænugarði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira