Kolbeinn sló metið á Nike mótaröðinni í Kaplakrika í gær. Hann kom í mark á 6,68 sekúndum.
Gamla metið átti Einar Þór Einarsson en það var frá 1993 og var 6,80 sekúndur. Kolbeinn sló því met Einars um 0,12 sekúndur.
Kolbeinn er fæddur 1995 og gamla metið hans Einars var því tveimur árum eldra en hann sjálfur.
Myndband af hlaupi Kolbeins má sjá hér fyrir neðan.