Sýknaður af líkamsárás á sambýliskonu sína Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. janúar 2023 12:50 Héraðsdómur Vesturlands er í Borgarnesi. Vísir/EGill Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir að ráðast á þáverandi sambýliskonu sína. Framburður fórnarlambsins hjá lögreglu og fyrir dómi þótti óstöðugur en konan gaf þrjár mismunandi lýsingar af atvikum. Manninum var gefið að sök að hafa kvöld eitt árið 2021, slegið konuna í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á hægri vanga og við hægra auga. Fram kemur í dómnum að nágranni parsins hafi haft samband við lögreglu umrætt kvöld vegna gruns um hugsanlegt heimilisofbeldi. Lýst hafi verið gráti, rifrildi fullorðinna og barnsgráti. Lögregla fór á vettvang og opnaði maðurinn fyrir þeim en vildi ekki hleypa lögreglu inn í íbúðina. Á staðnum varð lögregla vör við að konan var að kalla innan úr svefnherberginu og fóru lögreglumenn þá inn í íbúðina og ræddu við hana og hinn ákærða. Annar lögreglumannanna sagði í skýrslu fyrir dómi að konan hefði verið grátandi og í miklu uppnámi. Sagði hún manninn hafa slegið sig. Kvaðst lögreglumaðurinn tekið eftir roða við auga konnunnar,en teknar hefðu verið myndir af henni. Engin vitni til staðar Maðurinn neitaði eindregið sök í málinu en viðurkenndi að rifrildi hefði átt sér stað á milli hans og konunnar þessa nótt. Fram kemur í dómnum að nokkurs ósamræmis gæti í framburði konunnar . Við fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu sagði hún manninn hafa slegið sig í andlitið með opinni vinstri hendi. Í næstu skýrslutöku lýsti hún því að maðurinn hefði slegið hana einu sinni með opnum lófa. Í skýrslum fyrir dómi kvaðst hún fyrst ekki vita hvernig hann veitti henni áverkana umrætt sinn en svo undir lok skýrslutöku sagði hún að maðurinn hefði slegið hana einu sinni en hún „muni það ekki betur en þetta.“ Í niðurstöðu dómsins segir að „ekki sé loku fyrir það skotið að misræmi í framburði brotaþola geti stafað af óvandaðri túlkun líkt og brotaþoli nefndi fyrir dómi. Ákærði verður hins vegar ekki látinn bera hallann af því.“ Þá kemur fram að engin vitni voru að atburðum umrædda nótt og því er einungis til að dreifa framburði konunnar og skýrslum af þeim er að komu. Framburður konunnar getur hins vegar ekki talist annað en óstöðugur að mati dómsins. Þá eru einnig óljós atriði varðandimeinta áverka eða meiðsl brotaþola en þau voru ekki staðfest með læknisvottorði. Í skýrslu af rannsóknarlögreglumanni sem ræddi við konuna á vettvangi kom til að mynda ekkert fram um mar á hægri vanga eins og lýst er í ákæru málsins. Þá er ekki lýst áverka á hægri vanga á ljósmynd sem liggur fyrir í málinu af enda slíkur ekki sjáanlegur. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Manninum var gefið að sök að hafa kvöld eitt árið 2021, slegið konuna í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á hægri vanga og við hægra auga. Fram kemur í dómnum að nágranni parsins hafi haft samband við lögreglu umrætt kvöld vegna gruns um hugsanlegt heimilisofbeldi. Lýst hafi verið gráti, rifrildi fullorðinna og barnsgráti. Lögregla fór á vettvang og opnaði maðurinn fyrir þeim en vildi ekki hleypa lögreglu inn í íbúðina. Á staðnum varð lögregla vör við að konan var að kalla innan úr svefnherberginu og fóru lögreglumenn þá inn í íbúðina og ræddu við hana og hinn ákærða. Annar lögreglumannanna sagði í skýrslu fyrir dómi að konan hefði verið grátandi og í miklu uppnámi. Sagði hún manninn hafa slegið sig. Kvaðst lögreglumaðurinn tekið eftir roða við auga konnunnar,en teknar hefðu verið myndir af henni. Engin vitni til staðar Maðurinn neitaði eindregið sök í málinu en viðurkenndi að rifrildi hefði átt sér stað á milli hans og konunnar þessa nótt. Fram kemur í dómnum að nokkurs ósamræmis gæti í framburði konunnar . Við fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu sagði hún manninn hafa slegið sig í andlitið með opinni vinstri hendi. Í næstu skýrslutöku lýsti hún því að maðurinn hefði slegið hana einu sinni með opnum lófa. Í skýrslum fyrir dómi kvaðst hún fyrst ekki vita hvernig hann veitti henni áverkana umrætt sinn en svo undir lok skýrslutöku sagði hún að maðurinn hefði slegið hana einu sinni en hún „muni það ekki betur en þetta.“ Í niðurstöðu dómsins segir að „ekki sé loku fyrir það skotið að misræmi í framburði brotaþola geti stafað af óvandaðri túlkun líkt og brotaþoli nefndi fyrir dómi. Ákærði verður hins vegar ekki látinn bera hallann af því.“ Þá kemur fram að engin vitni voru að atburðum umrædda nótt og því er einungis til að dreifa framburði konunnar og skýrslum af þeim er að komu. Framburður konunnar getur hins vegar ekki talist annað en óstöðugur að mati dómsins. Þá eru einnig óljós atriði varðandimeinta áverka eða meiðsl brotaþola en þau voru ekki staðfest með læknisvottorði. Í skýrslu af rannsóknarlögreglumanni sem ræddi við konuna á vettvangi kom til að mynda ekkert fram um mar á hægri vanga eins og lýst er í ákæru málsins. Þá er ekki lýst áverka á hægri vanga á ljósmynd sem liggur fyrir í málinu af enda slíkur ekki sjáanlegur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira