Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í samtali við fréttastofu að samningsnefndin hafi auk tilboðsins samþykkt einróma áætlun um næstu skref í kjaraviðræðum.
Hún vildi ekki fara nánar út í innihald móttilboðsins en Efling hafnaði í gær tilboði SA um sambærilega kjarasamninga og samtökin gerðu við Starfsgreinasambandið í síðasta mánuði.
Gera má ráð fyrir að ríkissáttasemjari muni boða samninganefndirnar á sinn fund í upphafi komandi viku.
Sólveig vildi ekki rekja það nánar hvað felist í tilboðinu en hún ræddi tilboð SA í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.