Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2023 14:38 Freyja segir Hussein ekki hafa verið gefinn greiður aðgangur að réttindagæslumanni. Vísir/Bjarni Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. Kjarninn sagði fyrst frá því að ráðuneytið hefði skotið málinu til Landsréttar og vísaði til skriflegs svars þess við fyrirspurn miðilsins. Ráðuneytið telji dóm héraðsdóms ekki í samræmi við gögn málsins og almenna túlkun og framkvæmd á lögum um útlendinga. Hussein var meðal fimmán hælisleitenda sem vísað var úr landi snemma í nóvember og flogið til Grikklands með valdi. Hussein notar hjólastól og gagnrýndu ýmis samtök hvernig staðið var að framkvæmdinni. Hann sneri aftur til Íslands rétt áður en Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um brottvísun hans og fjölskyldu hans í desember. Albert Björn Lúðvígsson, einn lögmanna Husseins, segir í samtali við Vísi að þau hafi fyrst fengið að vita af því í morgun að það stæði til að áfrýja dómnum. Niðurstaða héraðsdóms sé í stíl við annan nýlegan dóm um svonefnda tólf mánaða reglu um að umsækjandi um alþjóðlega vernd fái efnismeðferð hafi mál hans verið lengur en tólf mánuði til umfjöllunar. „Mér finnst mjög miður að þessu hafi verið áfrýjað,“ segir Albert. Útlendingastofnun hefur nú umsókn Husseins og fjölskyldu um alþjóðlega vernd sem þau lögðu fram þegar þau komu aftur til landsins í desember til umfjöllunar. Albert segist búast við að þau verði boðuð í viðtöl vegna þess fljótlega. Ekki sé hægt að vísa fjölskyldunni úr landi á meðan umsóknirnar eru til umfjöllunar. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38 Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. 13. desember 2022 11:04 „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Kjarninn sagði fyrst frá því að ráðuneytið hefði skotið málinu til Landsréttar og vísaði til skriflegs svars þess við fyrirspurn miðilsins. Ráðuneytið telji dóm héraðsdóms ekki í samræmi við gögn málsins og almenna túlkun og framkvæmd á lögum um útlendinga. Hussein var meðal fimmán hælisleitenda sem vísað var úr landi snemma í nóvember og flogið til Grikklands með valdi. Hussein notar hjólastól og gagnrýndu ýmis samtök hvernig staðið var að framkvæmdinni. Hann sneri aftur til Íslands rétt áður en Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um brottvísun hans og fjölskyldu hans í desember. Albert Björn Lúðvígsson, einn lögmanna Husseins, segir í samtali við Vísi að þau hafi fyrst fengið að vita af því í morgun að það stæði til að áfrýja dómnum. Niðurstaða héraðsdóms sé í stíl við annan nýlegan dóm um svonefnda tólf mánaða reglu um að umsækjandi um alþjóðlega vernd fái efnismeðferð hafi mál hans verið lengur en tólf mánuði til umfjöllunar. „Mér finnst mjög miður að þessu hafi verið áfrýjað,“ segir Albert. Útlendingastofnun hefur nú umsókn Husseins og fjölskyldu um alþjóðlega vernd sem þau lögðu fram þegar þau komu aftur til landsins í desember til umfjöllunar. Albert segist búast við að þau verði boðuð í viðtöl vegna þess fljótlega. Ekki sé hægt að vísa fjölskyldunni úr landi á meðan umsóknirnar eru til umfjöllunar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38 Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. 13. desember 2022 11:04 „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38
Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. 13. desember 2022 11:04
„Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31