Sádí-arabíska félagið Al-Nassr er nefnilega komið yfir hámark erlendra leikmanna í liðinu með risasamningi sínum við Ronaldo.
#CristianoRonaldo
— Express Sports (@IExpressSports) January 6, 2023
Al-Nassr have been unable to register Cristiano Ronaldo as they have exceeded their limit for non-Saudi Arabian players in their squad.https://t.co/tTUSwJMfV3
Félagið kynnti Ronaldo með glæsibrag í höfuðborginni Riyadh í vikunni og það var búist við því að hann spilaði fyrsta leikinn á móti Al-Ta'ee í dag.
Svo verður þó ekki. Hámark erlendra leikmanna í hverju liði í Sádí Arabíu eru átta leikmenn. Ronaldo er níundi erlendi leikmaður félagsins.
Fréttastofur frá Sádí Arabíu segja frá því að Al-Nassr hafi því ekki enn fengið leikheimild fyrir sinn langdýrasta starfsmann.
Who will @AlNassrFC_EN sacrifice so as to register #Ronaldo? Out of the 9 they need only 8 foreign players. V Aboubakar, GK D. Ospina, L. Gustavo, X Argentina international P Martinez, Ivory Coast's G Konan, Spain's A. Gonzalez, Brazilian Talisca and Uzbekistan's Masharipov. pic.twitter.com/tKGSSTPR1C
— Moses Wakhisi (@moseswakhisi) January 5, 2023
Haft er eftir starfsmanni félagsins að Al-Nassr verði að selja eða losa sig við erlendan leikmann áður en Ronaldo geti verið skráður í liðið.
Sá leikmaður sem þykir líklegast að verði fórnað er Úsbekinn Jaloliddin Masjaripov.