Vilja frekar vera í fangelsi en á götunni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. janúar 2023 23:00 Dæmi eru um að fangar vilji ekki ljúka afplánun þar sem þeir hafa ekki í nein hús að venda eftir fangelsisvist, sæki því ekki um reynslulausn og í einstaka tilvikum brjóti viljandi af sér í fangelsinu til að lengja dóminn. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að fangar vilji ekki ljúka afplánun þar sem þeir hafa ekki í nein hús að venda eftir fangelsisvist. Þeir sæki því ekki um reynslulausn og í einstaka tilvikum brjóti viljandi af sér í fangelsinu til að lengja dóminn. Verkefnastjóri Rauða krossins segir skort á húsnæði stærsta vandamál sem þessi hópur fólks glími við. Kvíði, depurð og hræðsla við framtíðina eru dæmi um tilfinningar sem fangar finna oft á tíðum fyrir þegar tími er kominn til þess að snúa aftur út í samfélagið eftir fangelsisvist. Sem betur fer eru þó til einhver úrræði fyrir þennan hóp fólks. Aðstoð eftir afplánun er verkefni á vegum Rauða krossins með þann tilgang að aðstoða einstaklinga sem eru eða hafa verið í afplánun að aðlagast samfélaginu á ný. Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir stýrir verkefninu á vegum Rauða krossins. Hún kannast við dæmi þess að fólk hreinlega vilji ekki ljúka afplánun og myndi frekar vilja dvelja áfram í fangelsi. Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir stýrir verkefninu Aðstoð eftir afplánun á vegum Rauða krossinsVísir/Arnar „Við höfum alltaf upplifað að þessir einstaklingar kvíði að koma út og vita ekki hvað tekur við. Það vill enginn vera í fangelsi. En af tvennu illu, þá eru þeir allavega með öruggt rúm, fá máltíðir, það er röð og regla á öllu. Þeir eru kannski að koma út í óöruggt húsnæði og óöruggar aðstæður. Það getur verið kvíðvænlegt,“ segir Bjarnheiður. Hún segir skort á húsnæði stærsta vandamálið sem þessi hópur fólks glími við og að langflestir sem nýta sér úrræðið á vegum Rauða Krossins glími við heimilisleysi. „Þú ert að koma úr fangelsi með ekki neitt, þú ert ekki með húsnæði, ekki með atvinnu. Það er í rauninni ekkert sem að grípur þig. Núna á veturnar er kannski ekki fýsilegasti kosturinn að þurfa að fara í gistiskýli.“ Agnar Bragason er forstöðumaður Batahúss fyrir karla.Vísir/Arnar Batahús er einstaklingsmiðað úrræði við enda afplánunar þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða til allt að tveggja ára. Stofnun Batahússins byggir á skýrslu sem starfshópur á vegum félagsmálaráðherra skilaði árið 2019. Þar var talin þörf á frekari úrræðum fyrir fanga eftir að afplánun lýkur. Eitt hús er rekið fyrir karla og annað fyrir konur, en mun færri komast að en vilja og biðlistinn er langur. Agnar Bragason er forstöðumaður Batahúss. Hann segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að með því að fjársvelta þennan málaflokk sé í raun verið að skjóta sig í fótinn. „Einn einstaklingur úr þeim hópi sem kemur hingað getur valdið gríðarlegum skaða, bara einn einstaklingur á einu ári. Sem nemur tugum eða hundruð milljóna, svo ég held að þessar fáu milljónir sem fara í svona úrræði eins og þetta skili sér margfalt til samfélagsins.“ Fangelsismál Húsnæðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Kvíði, depurð og hræðsla við framtíðina eru dæmi um tilfinningar sem fangar finna oft á tíðum fyrir þegar tími er kominn til þess að snúa aftur út í samfélagið eftir fangelsisvist. Sem betur fer eru þó til einhver úrræði fyrir þennan hóp fólks. Aðstoð eftir afplánun er verkefni á vegum Rauða krossins með þann tilgang að aðstoða einstaklinga sem eru eða hafa verið í afplánun að aðlagast samfélaginu á ný. Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir stýrir verkefninu á vegum Rauða krossins. Hún kannast við dæmi þess að fólk hreinlega vilji ekki ljúka afplánun og myndi frekar vilja dvelja áfram í fangelsi. Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir stýrir verkefninu Aðstoð eftir afplánun á vegum Rauða krossinsVísir/Arnar „Við höfum alltaf upplifað að þessir einstaklingar kvíði að koma út og vita ekki hvað tekur við. Það vill enginn vera í fangelsi. En af tvennu illu, þá eru þeir allavega með öruggt rúm, fá máltíðir, það er röð og regla á öllu. Þeir eru kannski að koma út í óöruggt húsnæði og óöruggar aðstæður. Það getur verið kvíðvænlegt,“ segir Bjarnheiður. Hún segir skort á húsnæði stærsta vandamálið sem þessi hópur fólks glími við og að langflestir sem nýta sér úrræðið á vegum Rauða Krossins glími við heimilisleysi. „Þú ert að koma úr fangelsi með ekki neitt, þú ert ekki með húsnæði, ekki með atvinnu. Það er í rauninni ekkert sem að grípur þig. Núna á veturnar er kannski ekki fýsilegasti kosturinn að þurfa að fara í gistiskýli.“ Agnar Bragason er forstöðumaður Batahúss fyrir karla.Vísir/Arnar Batahús er einstaklingsmiðað úrræði við enda afplánunar þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða til allt að tveggja ára. Stofnun Batahússins byggir á skýrslu sem starfshópur á vegum félagsmálaráðherra skilaði árið 2019. Þar var talin þörf á frekari úrræðum fyrir fanga eftir að afplánun lýkur. Eitt hús er rekið fyrir karla og annað fyrir konur, en mun færri komast að en vilja og biðlistinn er langur. Agnar Bragason er forstöðumaður Batahúss. Hann segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að með því að fjársvelta þennan málaflokk sé í raun verið að skjóta sig í fótinn. „Einn einstaklingur úr þeim hópi sem kemur hingað getur valdið gríðarlegum skaða, bara einn einstaklingur á einu ári. Sem nemur tugum eða hundruð milljóna, svo ég held að þessar fáu milljónir sem fara í svona úrræði eins og þetta skili sér margfalt til samfélagsins.“
Fangelsismál Húsnæðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira