SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2023 13:47 Frá undirritun kjarasamninga árið 2019. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn. SA leggja til að gerður verði efnislega samhljóða kjarasamningur milli SA og Eflingar-stéttarfélags og þegar hefur verið samþykktur af 18 af 19 aðildarfélögum SGS. SA segjast áfram tilbúin til viðræðna við Eflingu um aðlögun innan kostnaðarramma SGS samningsins og þeirra meginlína sem samningur markar. SA vekja á heimasíðu sinni athygli á því að samningar hafi náðst við áttatíu þúsund manns hringinn í kringum landið. Það sé meirihluti almenns vinnumarkaðar. „Slíkir kjarasamningar eru stefnumarkandi í eðli sínu og leggja því grunn að öllum kjarasamningum í þessari samningalotu, bæði á almennum og opinberum markaði,“ segir á heimasíðu SA. Samtök atvinnulífsins segja kauptaxta kjarasamnings Eflingar þegar hafa hækkað um 35.500 krónur á árinu 2022. „Lægsti taxti Eflingar hækkaði þ.a.l. um 10,7% fyrr á árinu 2022 og meðaltaxti um 10,3%. Taxtar hækkuðu því umfram verðbólgu á árinu 2022. Þegar hækkanir kauptaxta SGS 1. janúar, 1. apríl og 1. nóvember 2022 eru teknar saman þá hefur lægsti taxti SGS hækkað á árinu 2022 um kr. 70.500 og meðaltaxti um kr. 78.000. Það jafngildir um 21 – 24,5% hækkun kauptaxta á einu ári. Með þessum hækkunum verða dagvinnulaun SGS taxtafólks um 900 þús. kr. hærri á árinu 2023 en þau voru á árinu 2021. Meðalheildarlaun, með vaktaálagi og yfirvinnu, hækka mun meira.“ SA lagði fram samninginn á samningafundi með Eflingu hjá ríkissáttasemjara í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samninganefnd félagsins muni hittast á sunnudag til að klára móttilboð sitt. Ekkert hefur verið ákveðið með næsta samningafund. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. 5. janúar 2023 11:45 Sólveig Anna reiknar með að Efling geri gagntilboð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að samninganefnd stéttarfélagsins muni nú leggjast yfir samningstilboð Samtaka atvinnulífsins um gerð nýs kjarasamnings sem lagt var fram í dag. Hún reiknar með því að SA verði gert gagntilboð. 4. janúar 2023 15:16 Lögðu fram samningstilboð til Eflingar Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. 4. janúar 2023 14:09 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
SA leggja til að gerður verði efnislega samhljóða kjarasamningur milli SA og Eflingar-stéttarfélags og þegar hefur verið samþykktur af 18 af 19 aðildarfélögum SGS. SA segjast áfram tilbúin til viðræðna við Eflingu um aðlögun innan kostnaðarramma SGS samningsins og þeirra meginlína sem samningur markar. SA vekja á heimasíðu sinni athygli á því að samningar hafi náðst við áttatíu þúsund manns hringinn í kringum landið. Það sé meirihluti almenns vinnumarkaðar. „Slíkir kjarasamningar eru stefnumarkandi í eðli sínu og leggja því grunn að öllum kjarasamningum í þessari samningalotu, bæði á almennum og opinberum markaði,“ segir á heimasíðu SA. Samtök atvinnulífsins segja kauptaxta kjarasamnings Eflingar þegar hafa hækkað um 35.500 krónur á árinu 2022. „Lægsti taxti Eflingar hækkaði þ.a.l. um 10,7% fyrr á árinu 2022 og meðaltaxti um 10,3%. Taxtar hækkuðu því umfram verðbólgu á árinu 2022. Þegar hækkanir kauptaxta SGS 1. janúar, 1. apríl og 1. nóvember 2022 eru teknar saman þá hefur lægsti taxti SGS hækkað á árinu 2022 um kr. 70.500 og meðaltaxti um kr. 78.000. Það jafngildir um 21 – 24,5% hækkun kauptaxta á einu ári. Með þessum hækkunum verða dagvinnulaun SGS taxtafólks um 900 þús. kr. hærri á árinu 2023 en þau voru á árinu 2021. Meðalheildarlaun, með vaktaálagi og yfirvinnu, hækka mun meira.“ SA lagði fram samninginn á samningafundi með Eflingu hjá ríkissáttasemjara í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samninganefnd félagsins muni hittast á sunnudag til að klára móttilboð sitt. Ekkert hefur verið ákveðið með næsta samningafund.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. 5. janúar 2023 11:45 Sólveig Anna reiknar með að Efling geri gagntilboð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að samninganefnd stéttarfélagsins muni nú leggjast yfir samningstilboð Samtaka atvinnulífsins um gerð nýs kjarasamnings sem lagt var fram í dag. Hún reiknar með því að SA verði gert gagntilboð. 4. janúar 2023 15:16 Lögðu fram samningstilboð til Eflingar Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. 4. janúar 2023 14:09 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
„Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. 5. janúar 2023 11:45
Sólveig Anna reiknar með að Efling geri gagntilboð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að samninganefnd stéttarfélagsins muni nú leggjast yfir samningstilboð Samtaka atvinnulífsins um gerð nýs kjarasamnings sem lagt var fram í dag. Hún reiknar með því að SA verði gert gagntilboð. 4. janúar 2023 15:16
Lögðu fram samningstilboð til Eflingar Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. 4. janúar 2023 14:09