Mikilvægt að huga að forvörnum: „Vatnið finnur sér alltaf leið“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 3. janúar 2023 13:08 Vatnstjón getur verið gríðarlega kostnaðarsamt og jafnvel óbótaskylt. Því er mikilvægt að sinna forvörnum. Myndin sýnir vatnsleka í Háskóla Íslands. Vísir/Egill Mikilvægt er að sinna forvörnum svo ekki komi til vatnstjóns vegna mikillar frosthörku í vetur segir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sérstaklega þurfi að huga að útveggjum og þakrennum. Forstjóri verslunar í Reykjavík segir betur hafa farið en á horfðist vegna leka um áramótin. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu snemma í morgun og brýndi fyrir fólki að huga að því að moka frá niðurföllum svo ekki komi til vatnstjóns þegar tekur að hlýna en þónokkuð hefur verið um útköll undanfarið vegna vatnsleka. Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal á Íslandi segir betur hafa farið en á horfðist þegar að leki varð á lager fyrirtækisins nú um áramótin. „Slökkviliðið kom mjög snöggt. Fljótir og öruggir og held ég bara á klukkutíma þá náðu þeir að þurrka þetta upp. og svo komu menn frá tryggingafélaginu, undirverktakar þeirra og þeir skófu og hreinsuðu og settu blásara á og svona.“ Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, segir margt hægt að gera til þess að koma í veg fyrir vatnstjón. „Gott er að moka af svölum hjá sér snjónum og tryggja að niðurfall frá svölum virki. Moka frá húsveggjum og í raun og veru búa til rás meðfram húsveggnum svo blautur snjór liggi ekki upp að húsinu því ef það eru einhvers staðar sprungur sem leynast þá finnur vatnið sér alltaf leið. Síðan er það sem er svona erfiðara að fást við en það eru þakrennur. Það getur oft verið ansi flókið að ná klaka og snjó úr þakrennum þegar allt er gaddfreðið. Það er svona einn af þessum þáttum líka sem er valdur af mörgum þessum lka sem er núna þessa dagana. Það er töluvert um óbótaskylda leka. Það er snjór sem kemst undir þakið og svo hlýnar aðeins eins og í gær og þá bráðnar snjórinn og vatn fer að leka inn um sprungur og annað þvíumlíkt.“ Sigrún minnir sumarhúsaeigendur sérstaklega á að huga að eignum sínum. „Við erum svona að ýta á fólk að tékka á sumarhúsunum sínum og athuga hvort það sé ekki örugglega rennsli á öllu vatninu því ef það er frosið einhvers staðar í lögnum þá fer ekkert endilega að leka þar fyrr en fer að hlýna meir.“ Tryggingar Slökkvilið Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu snemma í morgun og brýndi fyrir fólki að huga að því að moka frá niðurföllum svo ekki komi til vatnstjóns þegar tekur að hlýna en þónokkuð hefur verið um útköll undanfarið vegna vatnsleka. Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal á Íslandi segir betur hafa farið en á horfðist þegar að leki varð á lager fyrirtækisins nú um áramótin. „Slökkviliðið kom mjög snöggt. Fljótir og öruggir og held ég bara á klukkutíma þá náðu þeir að þurrka þetta upp. og svo komu menn frá tryggingafélaginu, undirverktakar þeirra og þeir skófu og hreinsuðu og settu blásara á og svona.“ Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, segir margt hægt að gera til þess að koma í veg fyrir vatnstjón. „Gott er að moka af svölum hjá sér snjónum og tryggja að niðurfall frá svölum virki. Moka frá húsveggjum og í raun og veru búa til rás meðfram húsveggnum svo blautur snjór liggi ekki upp að húsinu því ef það eru einhvers staðar sprungur sem leynast þá finnur vatnið sér alltaf leið. Síðan er það sem er svona erfiðara að fást við en það eru þakrennur. Það getur oft verið ansi flókið að ná klaka og snjó úr þakrennum þegar allt er gaddfreðið. Það er svona einn af þessum þáttum líka sem er valdur af mörgum þessum lka sem er núna þessa dagana. Það er töluvert um óbótaskylda leka. Það er snjór sem kemst undir þakið og svo hlýnar aðeins eins og í gær og þá bráðnar snjórinn og vatn fer að leka inn um sprungur og annað þvíumlíkt.“ Sigrún minnir sumarhúsaeigendur sérstaklega á að huga að eignum sínum. „Við erum svona að ýta á fólk að tékka á sumarhúsunum sínum og athuga hvort það sé ekki örugglega rennsli á öllu vatninu því ef það er frosið einhvers staðar í lögnum þá fer ekkert endilega að leka þar fyrr en fer að hlýna meir.“
Tryggingar Slökkvilið Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira