Mikilvægt að huga að forvörnum: „Vatnið finnur sér alltaf leið“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 3. janúar 2023 13:08 Vatnstjón getur verið gríðarlega kostnaðarsamt og jafnvel óbótaskylt. Því er mikilvægt að sinna forvörnum. Myndin sýnir vatnsleka í Háskóla Íslands. Vísir/Egill Mikilvægt er að sinna forvörnum svo ekki komi til vatnstjóns vegna mikillar frosthörku í vetur segir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sérstaklega þurfi að huga að útveggjum og þakrennum. Forstjóri verslunar í Reykjavík segir betur hafa farið en á horfðist vegna leka um áramótin. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu snemma í morgun og brýndi fyrir fólki að huga að því að moka frá niðurföllum svo ekki komi til vatnstjóns þegar tekur að hlýna en þónokkuð hefur verið um útköll undanfarið vegna vatnsleka. Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal á Íslandi segir betur hafa farið en á horfðist þegar að leki varð á lager fyrirtækisins nú um áramótin. „Slökkviliðið kom mjög snöggt. Fljótir og öruggir og held ég bara á klukkutíma þá náðu þeir að þurrka þetta upp. og svo komu menn frá tryggingafélaginu, undirverktakar þeirra og þeir skófu og hreinsuðu og settu blásara á og svona.“ Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, segir margt hægt að gera til þess að koma í veg fyrir vatnstjón. „Gott er að moka af svölum hjá sér snjónum og tryggja að niðurfall frá svölum virki. Moka frá húsveggjum og í raun og veru búa til rás meðfram húsveggnum svo blautur snjór liggi ekki upp að húsinu því ef það eru einhvers staðar sprungur sem leynast þá finnur vatnið sér alltaf leið. Síðan er það sem er svona erfiðara að fást við en það eru þakrennur. Það getur oft verið ansi flókið að ná klaka og snjó úr þakrennum þegar allt er gaddfreðið. Það er svona einn af þessum þáttum líka sem er valdur af mörgum þessum lka sem er núna þessa dagana. Það er töluvert um óbótaskylda leka. Það er snjór sem kemst undir þakið og svo hlýnar aðeins eins og í gær og þá bráðnar snjórinn og vatn fer að leka inn um sprungur og annað þvíumlíkt.“ Sigrún minnir sumarhúsaeigendur sérstaklega á að huga að eignum sínum. „Við erum svona að ýta á fólk að tékka á sumarhúsunum sínum og athuga hvort það sé ekki örugglega rennsli á öllu vatninu því ef það er frosið einhvers staðar í lögnum þá fer ekkert endilega að leka þar fyrr en fer að hlýna meir.“ Tryggingar Slökkvilið Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu snemma í morgun og brýndi fyrir fólki að huga að því að moka frá niðurföllum svo ekki komi til vatnstjóns þegar tekur að hlýna en þónokkuð hefur verið um útköll undanfarið vegna vatnsleka. Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal á Íslandi segir betur hafa farið en á horfðist þegar að leki varð á lager fyrirtækisins nú um áramótin. „Slökkviliðið kom mjög snöggt. Fljótir og öruggir og held ég bara á klukkutíma þá náðu þeir að þurrka þetta upp. og svo komu menn frá tryggingafélaginu, undirverktakar þeirra og þeir skófu og hreinsuðu og settu blásara á og svona.“ Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, segir margt hægt að gera til þess að koma í veg fyrir vatnstjón. „Gott er að moka af svölum hjá sér snjónum og tryggja að niðurfall frá svölum virki. Moka frá húsveggjum og í raun og veru búa til rás meðfram húsveggnum svo blautur snjór liggi ekki upp að húsinu því ef það eru einhvers staðar sprungur sem leynast þá finnur vatnið sér alltaf leið. Síðan er það sem er svona erfiðara að fást við en það eru þakrennur. Það getur oft verið ansi flókið að ná klaka og snjó úr þakrennum þegar allt er gaddfreðið. Það er svona einn af þessum þáttum líka sem er valdur af mörgum þessum lka sem er núna þessa dagana. Það er töluvert um óbótaskylda leka. Það er snjór sem kemst undir þakið og svo hlýnar aðeins eins og í gær og þá bráðnar snjórinn og vatn fer að leka inn um sprungur og annað þvíumlíkt.“ Sigrún minnir sumarhúsaeigendur sérstaklega á að huga að eignum sínum. „Við erum svona að ýta á fólk að tékka á sumarhúsunum sínum og athuga hvort það sé ekki örugglega rennsli á öllu vatninu því ef það er frosið einhvers staðar í lögnum þá fer ekkert endilega að leka þar fyrr en fer að hlýna meir.“
Tryggingar Slökkvilið Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira