Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstorfunnar segir að þegar líður á daginn stytti upp víða um land og lægi fyrir austan. Kólnandi veður og má reikna með frosti eitt til tíu stig seinnipartinn.
„Fremur hægur vindur víðast hvar á morgun og bjart með köflum, en það verður lítilsháttar snjókoma austantil á landinu og við vesturströndina má búast við stöku éljum. Áfram svalt í veðri,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Breytileg átt 3-10 m/s. Dálítil snjókoma austantil á landinu, annars bjart með köflum, en stöku él við vesturströndina. Frost 1 til 12 stig.
Á fimmtudag: Fremur hæg breytileg átt og dálítil él á víð og dreif. Hiti breytist lítið.
Á föstudag: Austan og norðaustan 5-10 og lítilsháttar él, en þurrt á Vesturlandi. Hvessir syðst á landinu síðdegis. Áfram svalt í veðri.
Á laugardag: Norðaustanátt og dálítil él, en þurrt um landið suðvestanvert. Dregur úr frosti.
Á sunnudag og mánudag: Norðaustlæg átt. Snjókoma eða slydda norðan- og austanlands, en úrkomulítið suðvestantil. Hiti kringum frostmarki.