Gamla liðinu hennar Glódísar Perlu hent út úr sænsku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2023 10:30 Glódís Perla Viggósdóttir steig sín fyrstu skref í atvinnumennsku hjá sænska liðinu Eskilstuna United en er nú leikmaður stórliðs Bayern. Getty/Christian Hofer Eskilstuna United endaði í áttunda sæti í sænsku kvennadeildinni í fótbolta á síðustu leiktíð og var 28 stigum frá fallsæti. Það breytir ekki því að liðinu hefur verið hent út úr sænsku deildinni. Eskilstuna sóttist eftir undanþágu frá rekstrarreglum leyfiskerfis sænsku deildarinnar en fékk ekki. Slæm fjárhagsstaða félagsins kemur í veg fyrir að liðið fái þátttökurétt í deildinni og hefur IK Uppsala verið boðið sætið í staðinn. Forráðamenn Eskilstuna reyndu að berjast gegn þessu en tókst ekki að tryggja rekstrargrundvöll fyrir liðinu að mati sænsku deildarinnar. En ordentlig smäll för Eskilstuna#fotboll #damallsvenskan https://t.co/dQZVJtXBBc— SVT Sport (@SVTSport) January 2, 2023 Eskilstuna bar meðal annars fyrir sig slæma stöðu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en það þótti ekki næg ástæða til að hleypa félaginu í gegnum leyfiskerfið. Lina Bertilsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að Eskilstuna muni ekki áfrýja aftur, það sé ólíklegt að þau vinni málið og tíminn sé að renna frá þeim. „Við munum sætta okkur við þetta og vinna út frá nýrri stöðu,“ sagði Lina Bertilsson. „Það verður ekki auðvelt að komast strax upp aftur en við erum með það sem langtímamarkmið,“ sagði Lina. IK Uppsala tapaði í umspili á móti Brommapojkarna um laust sæti í deildinni en græðir nú á frávísun Eskilstuna liðsins. Guðbjörg Gunnarsdóttir var markmannsþjálfari liðsins á síðustu leiktíð og kærasta hennar, Mia Jalkerud, skoraði fimm deildarmörk fyrir liðið á síðasta tímabili. Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir hóf atvinnumannaferilinn með sænska liðinu og spilaði 53 leiki frá 2015 til 2017. Hún fór þaðan til Rosengård og hefur síðan verið leikmaður Bayern München frá 2021. Sænski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira
Eskilstuna sóttist eftir undanþágu frá rekstrarreglum leyfiskerfis sænsku deildarinnar en fékk ekki. Slæm fjárhagsstaða félagsins kemur í veg fyrir að liðið fái þátttökurétt í deildinni og hefur IK Uppsala verið boðið sætið í staðinn. Forráðamenn Eskilstuna reyndu að berjast gegn þessu en tókst ekki að tryggja rekstrargrundvöll fyrir liðinu að mati sænsku deildarinnar. En ordentlig smäll för Eskilstuna#fotboll #damallsvenskan https://t.co/dQZVJtXBBc— SVT Sport (@SVTSport) January 2, 2023 Eskilstuna bar meðal annars fyrir sig slæma stöðu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en það þótti ekki næg ástæða til að hleypa félaginu í gegnum leyfiskerfið. Lina Bertilsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að Eskilstuna muni ekki áfrýja aftur, það sé ólíklegt að þau vinni málið og tíminn sé að renna frá þeim. „Við munum sætta okkur við þetta og vinna út frá nýrri stöðu,“ sagði Lina Bertilsson. „Það verður ekki auðvelt að komast strax upp aftur en við erum með það sem langtímamarkmið,“ sagði Lina. IK Uppsala tapaði í umspili á móti Brommapojkarna um laust sæti í deildinni en græðir nú á frávísun Eskilstuna liðsins. Guðbjörg Gunnarsdóttir var markmannsþjálfari liðsins á síðustu leiktíð og kærasta hennar, Mia Jalkerud, skoraði fimm deildarmörk fyrir liðið á síðasta tímabili. Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir hóf atvinnumannaferilinn með sænska liðinu og spilaði 53 leiki frá 2015 til 2017. Hún fór þaðan til Rosengård og hefur síðan verið leikmaður Bayern München frá 2021.
Sænski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira