Gamla liðinu hennar Glódísar Perlu hent út úr sænsku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2023 10:30 Glódís Perla Viggósdóttir steig sín fyrstu skref í atvinnumennsku hjá sænska liðinu Eskilstuna United en er nú leikmaður stórliðs Bayern. Getty/Christian Hofer Eskilstuna United endaði í áttunda sæti í sænsku kvennadeildinni í fótbolta á síðustu leiktíð og var 28 stigum frá fallsæti. Það breytir ekki því að liðinu hefur verið hent út úr sænsku deildinni. Eskilstuna sóttist eftir undanþágu frá rekstrarreglum leyfiskerfis sænsku deildarinnar en fékk ekki. Slæm fjárhagsstaða félagsins kemur í veg fyrir að liðið fái þátttökurétt í deildinni og hefur IK Uppsala verið boðið sætið í staðinn. Forráðamenn Eskilstuna reyndu að berjast gegn þessu en tókst ekki að tryggja rekstrargrundvöll fyrir liðinu að mati sænsku deildarinnar. En ordentlig smäll för Eskilstuna#fotboll #damallsvenskan https://t.co/dQZVJtXBBc— SVT Sport (@SVTSport) January 2, 2023 Eskilstuna bar meðal annars fyrir sig slæma stöðu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en það þótti ekki næg ástæða til að hleypa félaginu í gegnum leyfiskerfið. Lina Bertilsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að Eskilstuna muni ekki áfrýja aftur, það sé ólíklegt að þau vinni málið og tíminn sé að renna frá þeim. „Við munum sætta okkur við þetta og vinna út frá nýrri stöðu,“ sagði Lina Bertilsson. „Það verður ekki auðvelt að komast strax upp aftur en við erum með það sem langtímamarkmið,“ sagði Lina. IK Uppsala tapaði í umspili á móti Brommapojkarna um laust sæti í deildinni en græðir nú á frávísun Eskilstuna liðsins. Guðbjörg Gunnarsdóttir var markmannsþjálfari liðsins á síðustu leiktíð og kærasta hennar, Mia Jalkerud, skoraði fimm deildarmörk fyrir liðið á síðasta tímabili. Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir hóf atvinnumannaferilinn með sænska liðinu og spilaði 53 leiki frá 2015 til 2017. Hún fór þaðan til Rosengård og hefur síðan verið leikmaður Bayern München frá 2021. Sænski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira
Eskilstuna sóttist eftir undanþágu frá rekstrarreglum leyfiskerfis sænsku deildarinnar en fékk ekki. Slæm fjárhagsstaða félagsins kemur í veg fyrir að liðið fái þátttökurétt í deildinni og hefur IK Uppsala verið boðið sætið í staðinn. Forráðamenn Eskilstuna reyndu að berjast gegn þessu en tókst ekki að tryggja rekstrargrundvöll fyrir liðinu að mati sænsku deildarinnar. En ordentlig smäll för Eskilstuna#fotboll #damallsvenskan https://t.co/dQZVJtXBBc— SVT Sport (@SVTSport) January 2, 2023 Eskilstuna bar meðal annars fyrir sig slæma stöðu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en það þótti ekki næg ástæða til að hleypa félaginu í gegnum leyfiskerfið. Lina Bertilsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að Eskilstuna muni ekki áfrýja aftur, það sé ólíklegt að þau vinni málið og tíminn sé að renna frá þeim. „Við munum sætta okkur við þetta og vinna út frá nýrri stöðu,“ sagði Lina Bertilsson. „Það verður ekki auðvelt að komast strax upp aftur en við erum með það sem langtímamarkmið,“ sagði Lina. IK Uppsala tapaði í umspili á móti Brommapojkarna um laust sæti í deildinni en græðir nú á frávísun Eskilstuna liðsins. Guðbjörg Gunnarsdóttir var markmannsþjálfari liðsins á síðustu leiktíð og kærasta hennar, Mia Jalkerud, skoraði fimm deildarmörk fyrir liðið á síðasta tímabili. Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir hóf atvinnumannaferilinn með sænska liðinu og spilaði 53 leiki frá 2015 til 2017. Hún fór þaðan til Rosengård og hefur síðan verið leikmaður Bayern München frá 2021.
Sænski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira