„Ég er ekki í neinum felum fyrir þessari þjóð“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 2. janúar 2023 17:14 Telma Tómasson, fréttakona og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Stöð 2/Hulda Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri var valinn maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og var valið kynnt í Kryddsíld á gamlársdag. Ásgeir segist sofa vel á næturnar þrátt fyrir ábyrgð í starfi og vera kurteis maður, að minnsta kosti að mati mömmu sinnar. Telma Tómasson fréttakona spjallaði við Ásgeir þegar valið var kynnt. Þú hélst fyrst þegar við töluðum við þig, að þú yrðir að jafnvel skúrkur ársins og vissulega ertu umdeildur. En þú hefur ekki verið í neinni vinsældakosningu þetta árið? „Nei, ég held að enginn seðlabankastjóri hafi verið vinsæll í þessu landi frá upphafi. Mér datt ekki alveg í hug að ég myndi endilega vera það heldur. Við erum í þeirri stöðu að þurfa að taka óvinsælar ákvarðanir sem við teljum vera réttar en þær eru oft óvinsælar.“ Hvernig líður manni sem þarf að axla þessa ábyrgð, sefurðu vel á næturnar? „Ja, ég sef vel. Enda líka, ég er ekki einn, ég er náttúrulega með heilan banka með mér. Það eru þrjú hundruð manns í Seðlabankanum og þetta er ekki ég sem er að ákveða þetta einn. Ég er í rauninni bara fjölmiðlafulltrúi fyrir bankann. Þessar ákvarðanir eru teknar af nefndum sem eru skipaðar sérfræðingum þannig þetta er þetta eru vandaðar ákvarðanir, ekki eitthvað sem mér datt í hug bara sjálfum. Ég fæ náttúrulega það hlutverk að kynna þær og reyna að útskýra þær,“ sagði Ásgeir. Alltaf að reyna að vera kurteis og glaður maður En þú ert umdeildur, feikna umdeildur og það er engum blöðum um það að fletta að það kom fram í innslaginu hérna áðan. Þú hefur verið gagnrýndur af félagasamtökum og ýmsum stofnunum. Hvað með almenning, kemur fólk að máli við þig? Ertu stoppaður úti á götu, úti í búð? „Já, já, ég er það og yfirleitt er það bara svona vinsamlegt. Fólk vill bara stundum segja mér til. Það er bara eðlilegt. Ég er ekki í neinum felum fyrir þessari þjóð neitt,“ sagði Ásgeir. En hvernig bregstu við? „Ég er alltaf bara að reyna að vera, og er alltaf bara, kurteis og glaður svona almennt séð.“ Þú ert kurteis og glaður maður? „Ég myndi telja það, mamma telur það reyndar líka sko, en ég vona að aðrir séu sammála,“ sagði Ásgeir. Hagvöxturinn Evrópumet En ef þú lítur svona í baksýnisspegilinn og þú horfir svona yfir árið er eitthvað sem þú hefðir gert öðruvísi eða viljað gera öðruvísi svona í ljósi stöðunnar. „Það er allt eitthvað sem maður hefði viljað gera öðruvísi. Ég held að þessar ákvarðanir sem við tókum séu réttar. Við erum náttúrulega búin að hækka vexti alveg gríðarlega á þessu ári og síðasta sumar sérstaklega. Mögulega hefði átt að hækka vextina fyrr, það er erfitt samt að gera það,“ sagði Ásgeir og nefnir að sjö prósent hagvöxtur hafi verið á árinu, sem sé Evrópumet. „Fólk er að bæta sér upp fyrir þessi tvö ár sem það missti af, utanlandsferðum og fleira, bara með því að allir séu úti núna. Það kom aðeins á óvart,“ sagði Ásgeir. Hann játar að hann hafi svolítið fengið tásuummælin í hausin. Þau séu orðin að dálítið þreyttum brandara. „Það sem ég vildi segja með þessu, þetta var í rauninni pólitískt einmitt. Núna hefur gengi krónunnar sigið. Að Seðlabankinn ætlaði ekki að verja gengi krónunnar ef gengisfallið stafaði af því að fólk færi að eyða peningum í útlöndum eða annars staðar og það hefur síðan gerst sko,“ sagði Ásgeir. „Bara best að vera heima“ Ég ætlaði að fara í svona flóknar spurningu: hvar stöndum við í dag og eitthvað svona, ég ætla að sleppa því. Ég ætla bara að spyrja þig: Hvað ætlar seðlabankastjóri að gera í kvöld á gamlárskvöld? „Ég ætla bara að vera heima hjá mér í kvöld í góðum félagsskap,“ sagði Ásgeir. Þú ferð ekkert út, kannski bara getur það ekki, hvað gerir fólk þá þegar þú birtist? „Mamma sagði að það væri aldrei sérstaklega heppilegt að vera að þvælast út á nóttunni eða kvöldin. Það náttúrulega fylgir þessu starfi og ég held að margir þeir sem sitja við þetta háborð hérna geti líka sammælst mér um það að þegar þú ert kominn í svona starf, þá ertu ekki að þvælast úti á neinu djammi eða eitthvað álíka, bara best að vera heima,“ sagði Ásgeir. Viðtalið við Ásgeir í heild sinni ásamt Kryddsíldinni má sjá hér að ofan. Áramót Kryddsíld Seðlabankinn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Telma Tómasson fréttakona spjallaði við Ásgeir þegar valið var kynnt. Þú hélst fyrst þegar við töluðum við þig, að þú yrðir að jafnvel skúrkur ársins og vissulega ertu umdeildur. En þú hefur ekki verið í neinni vinsældakosningu þetta árið? „Nei, ég held að enginn seðlabankastjóri hafi verið vinsæll í þessu landi frá upphafi. Mér datt ekki alveg í hug að ég myndi endilega vera það heldur. Við erum í þeirri stöðu að þurfa að taka óvinsælar ákvarðanir sem við teljum vera réttar en þær eru oft óvinsælar.“ Hvernig líður manni sem þarf að axla þessa ábyrgð, sefurðu vel á næturnar? „Ja, ég sef vel. Enda líka, ég er ekki einn, ég er náttúrulega með heilan banka með mér. Það eru þrjú hundruð manns í Seðlabankanum og þetta er ekki ég sem er að ákveða þetta einn. Ég er í rauninni bara fjölmiðlafulltrúi fyrir bankann. Þessar ákvarðanir eru teknar af nefndum sem eru skipaðar sérfræðingum þannig þetta er þetta eru vandaðar ákvarðanir, ekki eitthvað sem mér datt í hug bara sjálfum. Ég fæ náttúrulega það hlutverk að kynna þær og reyna að útskýra þær,“ sagði Ásgeir. Alltaf að reyna að vera kurteis og glaður maður En þú ert umdeildur, feikna umdeildur og það er engum blöðum um það að fletta að það kom fram í innslaginu hérna áðan. Þú hefur verið gagnrýndur af félagasamtökum og ýmsum stofnunum. Hvað með almenning, kemur fólk að máli við þig? Ertu stoppaður úti á götu, úti í búð? „Já, já, ég er það og yfirleitt er það bara svona vinsamlegt. Fólk vill bara stundum segja mér til. Það er bara eðlilegt. Ég er ekki í neinum felum fyrir þessari þjóð neitt,“ sagði Ásgeir. En hvernig bregstu við? „Ég er alltaf bara að reyna að vera, og er alltaf bara, kurteis og glaður svona almennt séð.“ Þú ert kurteis og glaður maður? „Ég myndi telja það, mamma telur það reyndar líka sko, en ég vona að aðrir séu sammála,“ sagði Ásgeir. Hagvöxturinn Evrópumet En ef þú lítur svona í baksýnisspegilinn og þú horfir svona yfir árið er eitthvað sem þú hefðir gert öðruvísi eða viljað gera öðruvísi svona í ljósi stöðunnar. „Það er allt eitthvað sem maður hefði viljað gera öðruvísi. Ég held að þessar ákvarðanir sem við tókum séu réttar. Við erum náttúrulega búin að hækka vexti alveg gríðarlega á þessu ári og síðasta sumar sérstaklega. Mögulega hefði átt að hækka vextina fyrr, það er erfitt samt að gera það,“ sagði Ásgeir og nefnir að sjö prósent hagvöxtur hafi verið á árinu, sem sé Evrópumet. „Fólk er að bæta sér upp fyrir þessi tvö ár sem það missti af, utanlandsferðum og fleira, bara með því að allir séu úti núna. Það kom aðeins á óvart,“ sagði Ásgeir. Hann játar að hann hafi svolítið fengið tásuummælin í hausin. Þau séu orðin að dálítið þreyttum brandara. „Það sem ég vildi segja með þessu, þetta var í rauninni pólitískt einmitt. Núna hefur gengi krónunnar sigið. Að Seðlabankinn ætlaði ekki að verja gengi krónunnar ef gengisfallið stafaði af því að fólk færi að eyða peningum í útlöndum eða annars staðar og það hefur síðan gerst sko,“ sagði Ásgeir. „Bara best að vera heima“ Ég ætlaði að fara í svona flóknar spurningu: hvar stöndum við í dag og eitthvað svona, ég ætla að sleppa því. Ég ætla bara að spyrja þig: Hvað ætlar seðlabankastjóri að gera í kvöld á gamlárskvöld? „Ég ætla bara að vera heima hjá mér í kvöld í góðum félagsskap,“ sagði Ásgeir. Þú ferð ekkert út, kannski bara getur það ekki, hvað gerir fólk þá þegar þú birtist? „Mamma sagði að það væri aldrei sérstaklega heppilegt að vera að þvælast út á nóttunni eða kvöldin. Það náttúrulega fylgir þessu starfi og ég held að margir þeir sem sitja við þetta háborð hérna geti líka sammælst mér um það að þegar þú ert kominn í svona starf, þá ertu ekki að þvælast úti á neinu djammi eða eitthvað álíka, bara best að vera heima,“ sagði Ásgeir. Viðtalið við Ásgeir í heild sinni ásamt Kryddsíldinni má sjá hér að ofan.
Áramót Kryddsíld Seðlabankinn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira