Yfir tuttugu þúsund manns hafa skorað á Julian Alvarez að hætta með kærustu sinni Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2023 23:30 Julian Alvarez varð heimsmeistari með Argentínu fyrir jólin og er hér við hlið kærustu sinnar Emilia Ferraro. Vísir/Getty Julian Alvarez stendur í ströngu þessa dagana. Hann skoraði fjögur mörk fyrir heimsmeistara Argentínu á nýliðnu HM í Katar og nú hafa tugþúsundir skrifað undir áskorun þess efnis að hann eigi að slíta sambandinu við kærustu sína til fjögurra ára. Alvarez fékk lengri frítíma eftir heimsmeistaramótið en sneri aftur í leikmannahóp Manchester City fyrir leikinn gegn Everton í gær. Þar byrjaði hann á bekknum en kom inn á fyrir Bernardo Silva á 87.mínútu leiksins án þess að ná að skora. Þessi tuttugu og tveggja ára gamli Argentínumaður er hins vegar í skrýtinni stöðu þessa dagana því rúmlega 20.000 manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að Alvarez eigi að hætta með kærustu sinni til fjögurra ára, Emilia Ferraro. View this post on Instagram A post shared by Julia n Alvarez (@juliaanalvarez) Reiður stuðningsmaður Argentínu setti af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni change.org þar sem áskorunin „Julian, hættu með Mary Jane“ hefur nú þegar safnað 20.000 undirskriftum. „Mary Jane“ er vísun í ástkonu Spiderman en Alvarez er með viðurnefnið „La Arana“ í Argentínu, eða „Köngulóin“. Ástæða þess að undirskriftasöfnunin var sett af stað er sú að á myndbandi sem birtist á dögunum sést hópur ungra stuðningsmanna Argentínu biðja um eiginhandaráritun frá Alvarez en Ferrara, sem sjálf leikur hokký og er með tugþúsundir fylgjenda á Instagram, stoppaði stuðningsmennina ungu af og sagði að aðeins væri í boði að taka hópmynd. Þetta virðist hafa reitt einhverja til reiði, svo mikið að nú eru yfir tuttugu þúsund manns búnir að skrifa undir áskorun til Alvarez að binda endi á samband sitt við Ferrara. Alvarez virðist þó taka þessu af stakri ró því hann birti í gær mynd á Instagram þar sem hann fagnaði komu nýs árs í Manchester ásamt Ferrara. HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira
Alvarez fékk lengri frítíma eftir heimsmeistaramótið en sneri aftur í leikmannahóp Manchester City fyrir leikinn gegn Everton í gær. Þar byrjaði hann á bekknum en kom inn á fyrir Bernardo Silva á 87.mínútu leiksins án þess að ná að skora. Þessi tuttugu og tveggja ára gamli Argentínumaður er hins vegar í skrýtinni stöðu þessa dagana því rúmlega 20.000 manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að Alvarez eigi að hætta með kærustu sinni til fjögurra ára, Emilia Ferraro. View this post on Instagram A post shared by Julia n Alvarez (@juliaanalvarez) Reiður stuðningsmaður Argentínu setti af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni change.org þar sem áskorunin „Julian, hættu með Mary Jane“ hefur nú þegar safnað 20.000 undirskriftum. „Mary Jane“ er vísun í ástkonu Spiderman en Alvarez er með viðurnefnið „La Arana“ í Argentínu, eða „Köngulóin“. Ástæða þess að undirskriftasöfnunin var sett af stað er sú að á myndbandi sem birtist á dögunum sést hópur ungra stuðningsmanna Argentínu biðja um eiginhandaráritun frá Alvarez en Ferrara, sem sjálf leikur hokký og er með tugþúsundir fylgjenda á Instagram, stoppaði stuðningsmennina ungu af og sagði að aðeins væri í boði að taka hópmynd. Þetta virðist hafa reitt einhverja til reiði, svo mikið að nú eru yfir tuttugu þúsund manns búnir að skrifa undir áskorun til Alvarez að binda endi á samband sitt við Ferrara. Alvarez virðist þó taka þessu af stakri ró því hann birti í gær mynd á Instagram þar sem hann fagnaði komu nýs árs í Manchester ásamt Ferrara.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira