Tíkin Wanna fannst eftir átta daga leit í fönn í hlíðum Ingólfsfjalls Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. janúar 2023 11:04 Farið var með tíkina á dýraspítala eftir að hún fannst til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með hana. Aðsend Mikil gleði er á heimili í Hveragerði þessa dagana eftir að tíkin Wanna fannst eftir að hafa verið týnd í átta sólarhringa og fimm klukkustundir í bruna gaddi og miklum snjó. Wanna er tveggja ára gömul Pug tík, sem er innflutt frá Austurríki og átti hvolpa fyrir fjórum mánuðum. „21. desember eftir snjó mikla nótt hleypi ég hundunum út í gerði og Wanna, ásamt Aryu gerðu sér lítið fyrir og stukku út úr gerðinu og fóru að skoða sig um. Arya fór framan við húsið þar sem hún sást strax en Wanna skoðaði sig um á bak við og hvarf svo bara út í buskann,” segir Ósk Guðvarðardóttir, eigandi hundanna þegar hún rifjar upp atburðarásina. „Á þessum átta sólarhringum voru við að labba og rekja spor sem komu og fóru vegna mikils snjós og alltaf bætti í. Við fengum hjálp með leitarhundum þrisvar sinnum, fengum dróna með hitamyndavél, ásamt venjulegum dróna og allir voru svo duglegir við leitina, hver einasti dagur var tekinn í leit frá morgni til kvölds,” bætir Ósk við. Farið var með tíkina á dýraspítala eftir að hún fannst til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með hana.Aðsend Það var svo 29. desember, sem Ósk fékk draumasímtalið. „Já, fæ ég símtal um að sést hafi til hennar með hita sjónauka í um 6 km frá heimili hennar í hlíðum Ingólfsfjalls, fjarri stöðum sem við höfðum leitað. Þegar ég og dóttir mín komumst upp fjallið þá var hún búin að gera sér bæli í snjónum og öll út í klaka, mjög grönn og þreytt. Hún er þvílík hetja og sterk tík og var mjög ánægð að koma heim og við enn ánægðari að fá hana á lífi heim,” segir Ósk. Wanna fór beint til dóttur sinnar eftir að hún fannst.Aðsend Wanna var með smá kulsár á fótum og andliti, grönn og mikið svöng þegar hún fannst. Það fyrsta sem hún gerði var að stökkva til dóttir sinnar og leggjast hjá henni. „Við erum óendanlega þakklát þeim sem löbbuðu með okkur þvers og kruss yfir skurði, gil og fjöll í erfiðum aðstæðum. Wanna er algjör hetja og við óendalega þakklát að fá hana heim,” segir alsæll hundaeigandi í Hveragerði. Wanna fannst hér á þessu svæði í hlíðum Ingólfsfjalls. Hún hafði gert sér bæli í snjónum.Aðsend Hveragerði Hundar Dýr Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira
Wanna er tveggja ára gömul Pug tík, sem er innflutt frá Austurríki og átti hvolpa fyrir fjórum mánuðum. „21. desember eftir snjó mikla nótt hleypi ég hundunum út í gerði og Wanna, ásamt Aryu gerðu sér lítið fyrir og stukku út úr gerðinu og fóru að skoða sig um. Arya fór framan við húsið þar sem hún sást strax en Wanna skoðaði sig um á bak við og hvarf svo bara út í buskann,” segir Ósk Guðvarðardóttir, eigandi hundanna þegar hún rifjar upp atburðarásina. „Á þessum átta sólarhringum voru við að labba og rekja spor sem komu og fóru vegna mikils snjós og alltaf bætti í. Við fengum hjálp með leitarhundum þrisvar sinnum, fengum dróna með hitamyndavél, ásamt venjulegum dróna og allir voru svo duglegir við leitina, hver einasti dagur var tekinn í leit frá morgni til kvölds,” bætir Ósk við. Farið var með tíkina á dýraspítala eftir að hún fannst til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með hana.Aðsend Það var svo 29. desember, sem Ósk fékk draumasímtalið. „Já, fæ ég símtal um að sést hafi til hennar með hita sjónauka í um 6 km frá heimili hennar í hlíðum Ingólfsfjalls, fjarri stöðum sem við höfðum leitað. Þegar ég og dóttir mín komumst upp fjallið þá var hún búin að gera sér bæli í snjónum og öll út í klaka, mjög grönn og þreytt. Hún er þvílík hetja og sterk tík og var mjög ánægð að koma heim og við enn ánægðari að fá hana á lífi heim,” segir Ósk. Wanna fór beint til dóttur sinnar eftir að hún fannst.Aðsend Wanna var með smá kulsár á fótum og andliti, grönn og mikið svöng þegar hún fannst. Það fyrsta sem hún gerði var að stökkva til dóttir sinnar og leggjast hjá henni. „Við erum óendanlega þakklát þeim sem löbbuðu með okkur þvers og kruss yfir skurði, gil og fjöll í erfiðum aðstæðum. Wanna er algjör hetja og við óendalega þakklát að fá hana heim,” segir alsæll hundaeigandi í Hveragerði. Wanna fannst hér á þessu svæði í hlíðum Ingólfsfjalls. Hún hafði gert sér bæli í snjónum.Aðsend
Hveragerði Hundar Dýr Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira