Grétar Rafn Steinsson starfar í dag fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur en starfaði hluta árs 2022 fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Þegar starfi hans þar lauk ritaði hann niður hugleiðingar sínar og birti í kjölfarið. Mikið hefur verið rætt og ritað um þær að undanförnu en þó Grétar Rafn segir KSÍ vinna gott starf þá má betur ef duga skal. Mikið hefur verð rætt um „skýrslu“ Grétars Rafns en Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ, ræddu hana í Bítinu á Bylgjunni fyrir ekki svo löngu. Jörundur Áki var þó ekki alveg á því að um skýrslu væri að ræða heldur hugleiðingar Grétars Rafns. Fréttablaðið fékk hugleiðingar Grétars Rafns fyrst í hendurnar og hefur síðan birt hluta úr henni á íþróttavef sínum sem og á prenti. Nú hefur Vísir einnig fengið hugleiðingarnar og má lesa þær í heild sinni hér að neðan. Taka skal fram að hugleiðingarnar voru skrifaðar í júlí á síðasta ári, 2022. Kynning Ég tók að mér skammtíma verkefni innan KSÍ í janúar, núna er þessi fyrirfram ákveðni tími að renna út og vil ég gefa öllum frekari yfirsýn yfir það sem við höfum unnið við. Markmiðið var að styrkja ákveðin svæði innan KSÍ en einnig finna leiðir til að bæta önnur atriði og koma með úrræði eða mæla með lausnum fyrir félög. Veður setti strik í reikninginn með tímann sem við höfðum og náðum ekki að setjast yfir allt með öllum en tel ég að við höfum tekið góð skref yfir þennan stutta tíma saman. Tek ég fram að ég er ekki grafískur hönnuður eða með hæfileika til að vera rithöfundur. Það er erfitt að reyna að útskýra vinnuna í fáum setningum en vonandi hef ég náð að gera þetta eins skiljanlegt og mögulegt er. Ég deili með ykkur nokkrum verkefnum sem unnið var með hluta þjálfara, leikmanna og starfsmanna. Einnig verður deilt með ykkur kynningu á hvernig við höfum notað Hudl með landsliðum okkar og farið yfir næstu skref. Ég legg alltaf ríka áherslu á grunninn, þar nærðu að byggja til framtíðar og allir sem vinna í verkefninu sjá breytingar og bætingar. Þegar allir vita hver grunnurinn er þá er auðveldara að leita þangað aftur þegar mistök hafa átt sér stað. Það tekur tíma að byggja upp gott hús og mikilvægt að skella ekki þakplötum og stromp á þegar við erum á byrjunarreit. Eftir að Grétar Rafn lagði skóna á hilluna hefur hann starfað fyrir félög bæði í Englandi og Hollandi.Sky Sports Þessi verkefni hef ég tekið saman og notað frá tíma mínum hjá AZ, Fleetwood Town, Everton, KSÍ og mun nota hjá Tottenham Hotspur í framtíðinni. Ég tel þessi gögn góð verkfæri þegar búa þarf til sameiginleg markmið, skipulagningu og góða yfirsýn yfir hver staðsetning félagsins er. Það eru engin tvö félög eins og mikilvægt þegar þessi pistill er lesinn eða fylgiskjöl skoðuð að það sé út frá stöðu hvers og eins og hvenær og hvers vegna skjölin voru búin til. Samantekt Einbeiting var að vinna eftir settum tímaramma og að styrkja starf KSÍ með kynna aðferðum sem myndu bæta umhverfi þjálfara á meðan samstarfið er í gangi og kynna aðferðir til að bæta hugarfar og skipulagningu liða. Hudl bætt við vinnuferli þjálfara KSÍ og kynna fyrir félögum kostina. Aðstoða við ráðningu á aðstoðarþjálfara með breytta tíma í huga. High Performance kúltúr fyrir einstaklinga og starfsfólk. Skipulagningu í kringum landsliðshópa og kynna succession plan og scouting. Búa til data fyrir yngri flokka með hjálp Wyscout. Styrkja það starf sem hafið hefur verið með stefnumótun KSÍ. Aðstoðarþjálfari Eitt af þeim fyrstu verkefnum mínum var að taka þátt í ferlinu að ráða aðstoðarþjálfara. Það var mikilvægt að greina hverju þjálfarateymið þyrfti á að halda sem og hópurinn. Landsliðið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og sú staða komið upp, sökum þess að dýpt á leikmönnum í íslenskum fótbolta með gæði er mjög grunn, að leikmenn hafa þurft að taka við keflinu mun fyrr en venjulega. Jóhannes Karl Guðjónsson [fyrir miðju] er aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins Íslands í fótbolta. Með honum á myndinni er Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari og Halldór Björnsson markmannsþjálfari.Vísir/Diego Þessir leikmenn eru að taka sín fyrstu skref í atvinnumennsku og eru að berjast fyrir því að vera í aðalliðs hóp, ef ekki í liðinu. Margir eru að lenda inn á milli aðal- og unglingaliða þar sem það er krefjandi fyrir lið að gefa þeim allt sem þeir þurfa. Hefur landsliðið þurft að breyta sinni hegðun til að styðja við þennan nýja hóp og hefur Jóhannes styrkt þetta ferli. Jóhannes Karl hefur með fagmennsku og dugnaði haft jákvæð áhrif á mjög ungt lið þar sem leikmenn eru á misjöfnum stöðum á ferlinum og mikilvægt að skipuleggja vel þær upplýsingar sem eru gefnar. Geri ég vonir til að KSÍ nýti sér þá styrkleika sem Jóhannes hefur og að hann nýtist vel í að kynna þá vinnu sem landsliðið hefur lagst í síðustu mánuði. Vonandi get félög nýtt sér part af þeim nýjungum í þeirra eigin starfi. Sú vinna er áhugaverð og mun tengja saman Spiideo og Veo notkun félaga með Hudl og Wyscout og hjálpa okkar efnilegu þjálfurum og leikmönnum um land allt. SWOT: Einstaklings og Liðs Ég hef mikla trú á því að til þess að ná árangri þá þarf að greina vel hvar þú ert og greina vel hvaða skref þarf að taka til að ná langtíma markmiðum. Þau bestu í heiminum eru eins og allir aðrir en það sem leiðir til þeirra langvarandi árangurs felst í þeirra hæfileika því búa til stöðugleika í hugarfari og hegðun. Með því að fá alla til að vinna saman þá einbeiti ég mér að því að finna byrjunina og svo fá alla til að setja leiðina með hjálp þekktra verkfæra sem einfalt er að nota. SWOT er verkfæri sem er vel þekkt við greiningu fyrirtækja til að sjá núverandi skoðun og ástand. Ég hef notað bæði fyrir einstaklinga, lið og deildir sem ég vinn með. Að byrja á einstaklingum , líkt og í þeirra persónulegu þróun og svo færa það svo inn í liðs samræður fær einstaklinga til að hugsa sem partur af liði. Þegar SWOT er fyllt inn hvort sem það er af einstaklingum eða hóp þá dregst oft athyglin að veikleika eða ógn. Allir hafa áhyggjur af því sem ekki er hægt að stjórna og dreg ég kerfið saman og fæ alla til að einbeita sér að styrkleikum og tækifærum til að bæta. Þetta getur nýst félögum og liðum vel þar sem þetta er auðvelt að búa til og hægt að lesa sér til um þessa greiningu á netinu. Persónuleg þróun Mynd sem Grétar Rafn birti með hugleiðingum sínum. Annað verkfæri er að að vinna með einstaklingum og greina hvar þau eru og hvert ferðinni er heitið. Verkefni um High Performance sem ég nota til að setja byrjunarreit fyrir einstaklinga sem svo verða partur af liði. Hefur þetta einnig nýst vel þegar það kemur að starfsfólki, enda er það oftast starfsfólk sem gleymist þegar fókusinn er stöðugt á leikmönnum. Þetta er góð leið til að nota sem byrjunarpunkt á tímabili og partur af Performance review starfsmanns sem svo er tekið fyrir í gegnum tímabilið. Mælistikan er hugrænt til að sjá hvar byrjunarreitur er, hvernig lítur fullkomnun út eða hver er best/ur og hvaða hugarfar og hvaða hegðunar/hugarfars breytingar þurfa að eiga sér stað til þess að færa þig einn millimetra og hvaða breytingar þurfa að eiga sér stað til að færast sentimetra. Persónuleg þróun er alltaf mikilvæg og gott að fá að vita í hverju starfsfólk eða leikmenn vilja bæta sig í og hvað þau eru að gera í augnablikinu til þess. Hvernig félagið og umhverfið getur hjálpað myndar tengingu á milli félags og starfsfólks. Námskeið, workshop eða tími sem er fókuseraður á bætingu hefur gefið góð afköst. High Performance Eftir að farið er í gegnum SWOT og svo persónulega þróun þá er gott að einbeita sér að Performance. Það er mikið talað um High Performance bæði í bókum, podcasti og þegar talað er um að vera á hæsta leveli. Mín skilgreining er sú að High Performance er Hugarfar og Hegðun. Dags daglega þá gera allir eitthvað sem flokka mætti sem High Performance hegðun og hugarfar. Þau bestu eru betri í að hafa gæði í þeirra hugarfari og hegðun og stöðugleiki einkennir einstaklinga sem vinna á toppnum ár eftir ár. Að fá einstaklinga til að hugsa og rita niður hvað bestu einstaklingar og lið heims gera í þeirra geira, sjá svo að það er ekkert á þessum lista sem einstaklingarnir gera ekki nú þegar hefur alltaf jákvæð áhrif á hóp. Að búa til umræðu um hvernig stöðugleiki fyrir einstaklinga og lið er búinn til býr til heild og það er auðvelt að minna alla á listann á mörgum augnablikum í framtíðinni þegar þess er þörf. Squad Depth og Succession plan Partur af starfinu hjá KSÍ var að kynna nýjar leiðir og koma með hugmyndir sem gætu nýst þeirra vinnu. Squad depth og succession plan er stór hluti af skipulagningu og hefur áhrif á hvaða stefna er tekin. Nýlega sáum við mikilvægi þess að plana til lengri tíma og lið eiga að draga lærdóm af því sem gerðist hjá A- landsliði karla. Að þurfa að fara úr því að vera eitt elsta karlalandslið Evrópu í það að vera eitt af þeim yngstu á gífurlega stuttum tíma hefur mjög mikil áhrif á skammtíma úrslit og býr til neikvætt umhverfi. Væntingastjórnun verður erfið og skoðanir ekki lengur byggðar á þekkingu og reynslu heldur verða skoðanir persónulegar og dýpt umræðu verður engin. Það er mikilvægt að hafa alltaf auga á því sem getur gerst næst og það eru bara til ákveðið margir leikmenn. Bæði karla og kvenna landslið okkar eru með ung A landslið, það gerir það að verkum að val í A landslið mun hafa áhrif á val hjá öllum landsliðum fyrir neðan. Til að hafa auga á „what if?“ scenarios er mikilvægt að spyrja réttra spurninga þegar það er ró. Svona plan mun gera öllum grein fyrir þvi hvar efnilegustu leikmenn okkar eru og hvað hentar þeim . Það mun gera þjálfurum kleift að sjá hugsana fræði þjálfara í aldurshópum í kring og yfirsýn með hvað riðlast í kring þegar tilteknir leikmenn eru valdir. Hver er tilgangurnn? Scouting verkefni Verkefnið með þjálfurum felst í að horfa á stóru töluna af þeim leikmönnum sem er hægt að velja og hvernig við drögum það niður í hóp sem fer fyrir hönd okkar allra og keppir. Hvaða leikmenn, hvernig prófila við höfum og hvað við þurfum í liðinu þegar kemur að einum leik eða móti. Þetta verkefni á ekki við öll félög en á síðustu misserum hef ég orðið var við „smáauglýsingar“ íslenskra félaga þar sem þau auglýsa eftir erlendum leikmönnum. Hegðunarmynstur félaga hefur lítið breyst, félög virðast beita sömu aðferðum á hverju ári með sömu skammtímahugsunin og tímabilið búið í byrjun júlí. Það hafa allir skoðun á landsliðsvali í okkar aldurshópa og hafa margir mikla þörf á að viðra þessa skoðun. Þeir sem hafa aðgengi að Nóra sjá þann gifurlega fjölda leikmanna sem gjaldgengir eru í hvern landsliðshóp og að koma þessari tölu niður í lið er krefjandi og aldrei án athugasemda. þetta ferli breytist töluvert frá okkarhæfileikamótun upp í okkar A-landsliða. Mæli ég með því að KSÍ fjárfesti í sérstöku scouting kerfi til að skrá niður allar upplýsingar um leikmenn. Hægt er að byrja að safna upplýsingum snemma og þróa scouting ferlið á komandi árum og byggja upp sterkan gagnabanka sem styrkir ákvarðanatöku. Þetta styrkir yfirsýn sem er mikilvæg þegar valið er í lokahópa í öllum aldursflokkum. Wyscout Við hófum tilraunaverkefni með Wyscout þar við reynum að tengja saman notkun á Spiideo og Veo og greiningar þema sem við erum að vinna með. Byrjuðum við með A-liðs keppni 3. flokks með það í huga að bæta við fleiri keppnum og aldurshópum á næstu árum. Það sem við fáum út ur þessari greiningu eru upplysingar um okkar lið og leikmenn og hægt að nota til að þróa okkar yngri þjálfara með að veita þeim upplysingar. Hvort sem að þær upplysingar eru til þess að greina sitt lið, sýna leikmenn eða andstæðing er lykilatriði til að bæta þróun okkar félagsliða. Til þess að koma svona verkefni á laggirnar og til að fá sem besta útkomu er mikilvægt að fá öll lið til að hjálpast að. Það sem tefur greiningu er ef skýrslur eru ekki rétt fylltar út eða upptaka er ekki í háum gæðum. Að fylla leikskýrslur rétt inn - Ekki er hægt að greina leiki ef tveir leikmenn hafa sama númer eða eru án númers. Út frá leikskýrslum eru búnir til prófilar um hvern og einn leikmann og þegar það er búið að búa til prófil þá fara að safnast saman upplysingar. Því fleiri mínútur og leikir sem við höfum um leikmann því nákvæmari verður tölfræðin. Upptökur ekki með rétt gæði - Ef ekki er hægt að greina á milli hver er hvaða leikmaður þá er ekki hægt að greina tölfræði. Að upptaka sé of langt í burtu eða ekki nægilega hátt uppi gerir það ómögulegt að búa til tölfræði eða greiningu á hvað er að gerast á vellinum. Eins og ég minntist á er mikilvægt að byrja á grunninum og erum ekki að skella þakinu á húsið núna. Þetta krefst vinnu í smáatriðum með það í huga að útkoman verði sem best. Til þeirra liða sem taka þátt í þessu verkefni, Vinsamlegast sendið inn upptökur og gætið að skýrslur séu fylltar út rétt. Þó að þetta sé smá vinna núna þá mun þetta borga sig til framtíðar í þróun leikmanna, þjálfara og liða í heild. Breytingar eru ekki auðveldar en það er svekkjandi að sjá að viljinn til að bæta þessum anga inn virðist ekki vera til staðar meðal allra félaga. Það krefst smá vinnu að taka upp leik og senda þá inn. Að fylla leikskýrslur rétt inn er að vefjast fyrir félögum en hér erum við að missa af tækifærum til að bera saman leikmenn og búa til sterkari sölu markað fyrir leikmennina ykkar ef þróun á leikmönnum og þjálfurum er ekki ofarlega á listanum. HUDL Hudl er eitt af leiðandi fyrirtækjum heims í greiningu og ef það er notað vel getur það gjörbylt hvernig þið greinið leiki, þróið leikmenn og þjálfara og samskipti geta átt sér stað milli leikmanna og þjálfara. Hudl hefur lausnir fyrir yngstu sem og elstu iðkendur og er leiðandi fyrir aðrar greinar. Íslenska kvennalandsliðið á góðri stundu.Vísir/Vilhelm Hudl er kerfi sem að ég vona að lið taki inn svo þau geti deilt leikjum til leikmanna og foreldra og hægt að bæta samskipti á breyttum tímum. A-landslið karla og kvenna hafa fengið stuðning frá Hudl í verkefnum sínum á þessu ári og munu vinna náið með Þorsteini og liðinu meðan á lokakeppni EM kvenna stendur. Allir þjálfarar landsliða hafa fengið grunn þjálfun og mun vera tól til að styðja þeirra undirbúning fyrir leiki og riðla, á fundum sem haldnir eru á meðan keppni fer fram og að deila klippum með leikmönnum sama hvar við erum í ferlinu. Í viðhengi förum við nánar í það sem við höfum gert síðan í janúar. Hvaða skref hafi verið tekin, dæmi um hvernig við notum kerfið með leikmönnum og hvernig leikmenn nota kerfið. Einnig skoðum við hvaða skref mögulega eru næst til að halda áfram að bæta við grunninn sem núna er verið að byggja. Tel ég mjög mikilvægt að KSÍ haldi áfram að þróa þennan anga þar sem hann mun dreifa sér mjög hratt á næstu árum, sérstaklega ef að háskólar byrja að kenna fagið og nýtist flestum ef ekki öllum að einhverju leyti. Stefnumótun Partur af leyfiskerfinu á Englandi er að skylda öll lið til að hafa Performance plan. Unglingastarfi er skipt í fjórar categoriur og fer fjárhagslegt framlag eftir hvaða categoriu klúbburinn er. Leyfiskerfið er mun innihaldsríkara en hérlendis þó það sé fjallað um mannvirki þá er fjölmargt sem við getum tengt saman úr upprunalega EPPP kerfinu sem býr til góðan grunn. Hér má sjá EPPP módelið sem Grétar Rafn nefnir. Fyrirtæki eins og Double Pass væru kjörin til að nota ef KSÍ og félög ákveða að auka kröfur í kringum leyfiskerfi og búa saman til langtíma markmið. KPMG og UEFA eru öll með verkefni í kringum stefnumótun en Double Pass er sérstaklega sterkt fyrirtæki þegar það kemur að Performance-hlutanum. Ég mæli eindregið með að félög skipuleggi sitt starf og vinni út frá sinni eigin sýn, markmiðum og gildum þar sem engin tvö félög eru eins. Þetta plan sem ég deili eingöngu til að taka hugmyndir frá, skjalið var partur af EPPP Performance planinu 2017 og gefur góða mynd af smáatriðum og kröfum á félagslið stór sem smá þurfa að standast til að fjármagn berist. Þetta skjal er hægt að nota sem beinagrind að stærra skjali, ef það er ein blaðsíða eða tíu blaðsíður notaðar skiptir ekki aðalmáli, fer eftir hverjum og einum. Nýlega tilkynnti Spánn að þar yrði tekið upp EPPP kerfi líkt og England gerði fyrir einhverjum árum og þó að þeir séu á toppnum þá sjá þeir þörf fyrir langtíma markmiðum. Besta deild Best deild kvenna er mikið að þróast og umhverfið hefur breyst nokkuð en það eru nokkur lið búin að vera í sérflokki og erfitt fyrir félög að keppa við þau. Félagaskiptamarkaður hefur breyst undanfarin ár og væri áhugavert að greina frekar TMS kerfið og þá hegðun þar til að sjá kaup og sölur og bera saman við rekstur. Valur er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari.Vísir/Hulda Margrét Tek ég fyrir nokkrar staðreyndir frá síðustu leiktíð sem unnar voru fyrir mig. Ég er alls ekki að segja að eitthvað sé rétt eða rangt en það eru mörg atriði sem þarf að ræða og gera frekari rannsóknir. Kvennafótbolti er á mikilli uppleið. Þar höfum við staðið vel að vígi en þurfum að hafa varann á því önnur lönd eru að breyta miklu í aðkomu og umhverfi. Besta deild karla er rönkuð á Evrópskum standard (Association club coefficients, uppfært 22/06/2022). Erum við í sæti 52 af 55 en reikna að við getum hækkað okkur upp eftir sumarið. Erum við rétt á eftir Gíbraltar en eingöngu þrem sætum fyrir ofan San Marínó. Meðalaldur leikmanna er einn sá elsti í Evrópu. Meðalaldur bekkja okkar stærstu félaga er einn sá elsti í Evrópu. Ungir leikmenn, ekki bara okkar allra efnilegustu, fá lítil tækifæri og fara í miklu magni erlendis. Félagslið eru farin að kaupa til baka unga íslenska leikmenn sem ekki hafa fest sig í sessi erlendis. Greining er lítil sem engin og félög hafa sett „Smáauglýsingar“ erlendis til að auglýsa eftir leikmönnum rétt fyrir lokun félagskiptaglugga. Við borgum atvinnumanna laun í áhugamanna umhverfi og fagmennsku hugarfar er lítið. Breytinga er þörf og það þyrfti að gera dýpri greiningu á fótboltanum. Partur að því er að félög komi saman og finni út hvernig fótbolti lítur út í dag , hvernig umhverfið utan á landi er og hvernig fótbolti muni líta út i framtíðinni. Langtíma úrslit byrja í okkar eigin fótbolta á Íslandi og ferlið síðustu ár bæði hjá Íslenskum fótbolta og skammtíma hugsun A liðs hefur leitt til þess að í augnablikinu erum við eingöngu með 3 leikmenn sem eru að spila í topp 5 karla deildum í Evrópu, tveir verða nýliðar eftir að hafa farið upp um deild og Rúnar Alex fær vonandi séns hjá Arsenal hópnum. Rúnar Alex Rúnarsson er leikmaður Arsenal á láni í Tyrklandi.Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Ég geri mér grein fyrir því gífurlega krefjandi umhverfi sem þið búið við en það er hægt að gera hlutina öðruvísi með að horfa aðeins lengra fram á veginn. Okkar staða og KSÍ Við erum blessuð með gífurlegum fjölda sérfræðinga þegar það kemur að landsliðum Íslands hvort sem sem tölum um A-lið karla, kvenna eða val í yngri landslið. Nálægð og tenging allra gerir þennan hluta mun persónulegri á Íslandi en erlendis. Hef ég fylgst með þjálfurum náið og geri engar stórar athugasemdir við þeirra starf en við höfum rætt leiðir sem gætu bætt verkferla og þróun þeirra. Umhverfið er síbreytilegt og krefjandi en ég tel að allt starf muni bætast þegar við gerum okkur grein fyrir gífurlegu magni leikmanna sem þjálfarar þurfa að fylgjast með, að þurfa að vera sport science, leikgreinandi, skipuleggjandi ferðalög um Evrópu auk þess að vera þjálfari gerir þetta starf viðamikið og hætta á burnout meðal þjálfara. Innkoma KSÍ og fjármagn til aðildarfélaga kemur í miklu mæli gegnum landslið Íslands og það sýnir hve mikilvægt það er að hlúa að langtíma markmiðum. Yngri landslið okkar fara reglulega í milliriðla bæði í karla- og kvennaflokki og leikmenn sem eru efnileg í þeirra aldurshóp á Evrópu mælikvarða en í augnablikinu erum við að spila færri landsleiki en nágrannalönd okkar. Hlúa þarf að umhverfinu og reyna að lengja ferðalög landsliða til að búa til möguleika á peak performance í keppninni og auka ferðalög til að undirbúa leikmenn enn frekar og það mun líklega styrkja markaðssetningu leikmanna ef við náum leikjum við góða mótherja. U-21 landslið karla fór í mars 2021 á lokamót með yfir 10 leikmenn sem frá því móti hafa verið að spila með A landsliðinu í dag. U-21 fer í umspil í september 2022 með skemmtilegan hóp þar sem margir voru líka með árið áður. U-21 landslið Íslands fagnar einum af fjölmörgum sigrum sínum á síðasta ári.Vísir/ Hulda Margrét U-23 kvenna lið er að byrja og er gífurlega mikilvægt lið til að styðja við þá leikmenn sem enn eru ungar og verða tilbúnar að taka við þegar þess er þörf. A-landslið kvenna er aftur á stórmóti með nokkrar efnilegustu leikmenn Evrópu, erum með leikmenn sem spila í sterkustu deildum heims og erum nuna með lið sem hefur mikil gæði og sterka dýpt í hópnum. A-landslið karla fór úr því að vera eitt það elsta í Evrópu í að vera eitt það yngsta med meðalalður 24,8 í B-riðli [Ítalia, A-riðill, meðalaldur: 24,8 og Tyrkland, C-riðill, meðalaldur: 24,5] og eru taplausir í riðlinum með einn leik eftir. Það er áhyggjuefni hve fáir leikmenn A-karla eru að skila sér í efstu deildir Evrópu. Þó við séum að ná þrepum með milliriðlum og U-21 hefur aftur farið á lokamót þá erum við ekki enn með magn leikmanna sem eru tilbúinir fyrir hæsta getustig. Aukning í gæðum, kröfum og þekkingu um allan heima gera það að verkum að samkeppnin er að aukast fyrir okkar leikmenn og við þurfum að bæta okkar einstaklingsþróun gífurlega mikið til að leikmenn dragist ekki enn frekar afturúr. Þess vegna minnist ég mikið á notkun Hudl og að leikir séu teknir upp svo hægt sé að greina þá í gegnum Wyscout svo að þróunarferli leikmanna og þjálfara hraðist og gæðin í því ferli aukist til muna. Sálfræði KSÍ byrjaði fyrir nokkrum árum að vinna frekar með hugræna þáttinn og hefur Grímur [Gunnarsson] unnið virkilega sterkt starf. Tel ég að þetta sé starf sem þarf að stækka tafarlaust. Kynna þarf fyrir öllum félögum hans starf, hvernig það gengur fyrir sig og hvernig það getið nýst félögum. Grímur Gunnarsson, sálfræðingur.Háskóli Reykjavíkur Hugræni þátturinn er það sem erfiðast er að mæla en mikilvægast að hlúa að. Mikið er um að leikmenn séu að fara erlendis og vonum við öll að þau nái sem lengst og verði framtíðar landsliðsmenn og konur. Að vera úti hinum stóra heimi er gifurlega erfitt og við þurfum að styðja við þessa einstaklinga betur en gert er þar sem það eru hagmunir margra sem eru undir. Pressan á leikmönnum hefur stigmagnast með tilkomu breyttra tíma. Notkun samfélagsmiðla, hvernig fjallað er um fótbolta og hvernig fréttaflutningur okkar miðla er um okkar einstaklinga hefur breyst. Hvort sem umfjöllunin er hype og erfitt eða neikvæðni getur haft áhrif. Hagsmunir allra er að leikmaður nái sem lengst og við höldum áfram að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum vettvangi. Hagsmunir félagsliða eru gífurlegir þegar skoðað eru félagskipti frá Íslandi þá eru gífurlegir fjármunir bundnir í árangurstengdum bónusgreiðslum og áframhaldandi sölum á leikmanninni. Það er mikilvægt að bera mikla virðingu fyrir því gífurlega krefjandi umhverfi sem okkar unga fólk býr við og finna leiðir til árangurs. Yfirmaður knattspyrnusviðs Starf yfirmanns Knattspyrnusviðs er gífurlega mikilvægt starf og innan KSÍ hafa verið tekin virkilega góð skref síðustu ár sem mikilvægt er að halda áfram að byggja upp og tengja við frekari starfsemi KSÍ og aðildarfélaga. Mikið hefur breyst og er þetta nú orðið fagstarf og tilgangur starfsins orðinn skýrari með breytingum í fótbolta síðustu ár. Mikið hefur verið ritað um starfið og eftir þessa sex mánuði hef fengið góða tilfinningu fyrir starfsemi og fjárhag KSÍ þá tel ég mikilvægt að forgangsröðin með hvað þurfi að gera sé rétt. Mörg atriði þarf að halda áfram að byggja upp og halda áfram að tengja alla starfsemi svo hún styrki starf KSÍ og allra félaga. Hudl, Wyscout, Spiideo/Veo og fleiri atriði þarf að byggja áfram þar sem þetta tengist allt til lengri tíma. Það sem er mun mikilvægara til skamms tíma þegar fjárhagur er ekki meiri, er að ráða inn í mikilvæg störf innan KSÍ sem mun gagnast félögum líka: Einstakling til að vinna við kennslu og þróa áfram notkun KSÍ og félaga í GPS mælingum og greiningu svo þær fjárfestingar sem settar eru í þennan mikilvæga part fái allt til baka og meira til. Einstakling til að vinna við kennslu og þróa áfram notkun á Hudl og mun þessi þáttur geta þjónað KSÍ og öllum félögum hvort þau vilja klippa niður leiki eða eingöngu deila með leikmönnum og foreldrum. Þróun leikmanna og liða á alltaf að vera grunnur að starfinu og er þetta lykill að velgengni. Dóttir mín spilar fyrir lið á Íslandi og ég vona að það félag muni á einhverjum tímapunkti taka upp leiki og hafa á Hudl svo ég geti fylgst með æfingum sem teknar væru upp, fundum sem deilt væri með leikmönnum og geta fylgst með upplýsingum frá þjálfari, en í staðinn er ég að fá sendar símaupptökur af einstaka atvikum sem aðrir foreldrar taka upp. Að við styrkjum það verkefni sem hafið hefur verið varðandi sálfræði. Það er mitt mat eftir að hafa séð starfsemi KSÍ og kynnst þeim innanhúss að ég tel að bæta þurfi við aðila til að styðja tækniþróun, aðila til að styðja við notkun GPS og stækka starf Gríms áður en ráðist er í að ráða í fullt starf á yfirmanni knattspyrnusviðs. Það hefur verið byrjað á góðum langtíma markmiðum og þau taka tíma og hætt við að ef eingöngu er ráðinn inn einn aðili að sá aðili sé með of marga hatta þar sem að analysis, sport Science og scouting er ekki enn til staðar og geti ekki tekið fótbolta eins hratt áfram og hægt væri. Þegar við höfum byggt upp þennan grunn þá fyrst tel ég að tímasetningin sé rétt til að sjá hvað þarf í starfið og hægt að byggja til lengri tíma. Association of Sporting Directors Það er ánægjulegt að sjá þróun í stjórnun félaga síðustu ár og skynja ég að með því að ráða inn yfirmann knattspyrnumála/íþróttastjóra munum við geta tekið skref sem við höfum ekki verið að leita eftir síðustu 10 ár. KSÍ tók stór skref fyrir nokkrum árum og með að skrifa stefnu hefur grunnur verið byggður fyrir áframhaldandi vöxt. Þá sex mánuði sem ég hef verið innan sambandsins sé ég mikilvægi þess að halda áfram að þróa fagið, umhverfið á Íslandi er gífurlega krefjandi og það er mikið sem vantar upp á ennþá. Association of Sporting Directors eru samtök sem voru stofnuð fyrir um fimm árum þar sem íþróttastjórar félaga á Englandi, Premier League og EFL-félaga, komu saman til að ræða ýmis málefni sem við áttum við og vorum við dugleg að fá fagaðila í heimsókn til að finna leiðir til að bæta okkur í starfi, liðin sem við unnum fyrir og fótbolta í heild. Á vefsíðunni erum við með magn greina, upplýsinga og upptökur af ýmsum fyrirlestrum sem haldnir eru. Hafa samtökin stækkað jafnt og þétt síðustu ár og tökum við inn erlenda aðila sem og deildir til að deila þekkingu og vinna saman. Samtökin vilja bjóða íslenskum félagsliðum í samtökin og halda viðburði hér í framtíðinni. Viljum við byrja á smátt og færa út kvíarnar þegar við höfum prófað okkur áfram með tvær efstu deildir í karla og kvenna flokki. Ég er viss um að þetta muni stækka ört og fyrr en varir getum við bætt áhugasömum félögum við. GPS Samningur við Johan Sport var undirritaður 1. mars 2019 [fyrir Covid-19] og er núna á síðustu níu mánuðum samnings. Ég er ánægður með hve vel við notum kerfin innan KSÍ sem eru orðin staðalbúnaður enda eitt af mikilvægu þáttunum sem þarf að mæla. Að fá þjálfara til að nota alltaf er grunn KPI sem má ekki vanmeta, það gerum við vel í augnablikinu og með frekari kennslu munum við taka hröð skref á næstu árum. Árið 2019 voru lið á Íslandi að stíga sín fyrstu skref í fjárfestingum á GPS búnaði og hefur þróunin verið hröð á Íslandi og verðin að verða samkeppnishæfari en þau voru áður. Skrefin og verkferlar innan KSÍ meðal allra þjálfara eru jákvæð og hafa þau safnað saman góðum upplýsingum síðustu ár. Ég hef skoðað markaðinn og fengið tilboð frá öllum helstu aðilum og hefur sambandið tíma eftir lokakeppni kvenna að taka kerfi til reynslu og taka ákvörðun í framhaldinu. Þó að við söfnum miklu magni af gögnum þá erum við ekki á stað til að segja að það sem við lesum úr þeim muni hafa áhrif á ákvarðanatökur fyrir leiki eða útkomu leikja heldur setur viðmið sem þarf að greina frekar. Við eigum eftir að læra betur hvernig periodisation virkar á meðal okkar verkefna og þarf að mennta þann hluta til að við fáum sem mest út úr fjárfestingunni. KSÍ er á þeim stað að þurfa aðila í fullt starf til að stýra frekari þróun ekki bara innan KSÍ heldur líka styðja við lið í landinu sem eru að taka sín fyrstu skref í mælingum og greiningu á þeim gögnum sem safnast hafa. Tel ég að KSÍ og lið geti unnið saman og deilt þekkingu til að hraða lærdóms og reynslu ferlinu. Lokaorð Að vinna innan KSÍ var krefjandi en gefandi og þó að knattspyrnusambandið sé oftar en ekki skótspónn og það sé enn mjög margt hægt að laga þá hef ég ekki áhyggjur af KSÍ heldur hef ég meiri áhyggjur af íslenskum fótbolta. Á síðustu 10 árum er fjármagn frá KSÍ til íslenskra liða komið yfir 2 MILLJARÐA. Þegar skoðað er fjármagn sem borist hefur inn í íslenskan fótbolta og borið saman við önnur lönd lönd þá greiðir KSÍ bæði fyrir hluti sem aðrar þjóðir borga ekki fyrir og út án þess að sá peningur sé eyrnamerktur fyrir þróun eða uppbyggingu. Leikmönnum karlamegin á hæsta leveli hefur fækkað og eins og ég minntist á áður þá erum við að greiða atvinnumanna laun í áhugamanna umhverfi og í rauninni byrjum við á röngum enda. Í stað þess að byggja til lengri tíma þá fer meirihluti fjármagns í laun leikmanna. Ég þekki góð dæmi um fjármunir eru notaðir til uppbyggingar á félagi og innri strúktur en þau dæmi eru alltof fá þegar mið er tekið á þeim 2 milljörðum sem farnir eru og hvar fótbolti á Íslandi er. Það eru félagslið sem hafa gert vel í að skilgreina sig síðustu ár og eru að ná árangri sem er mjög hjálpleg við að sýna að þetta er hægt og gert um allan heim. Vonandi breytast þessi plön og aðferðir ekki ef breytingar verða á starfsliði félags. Ef við aðlögum okkur ekki þá verðum við á sama stað eftir önnur 10 ár að gera nákvæmlega það sama og við höfum alltaf gert. Fótbolti hefur breyst gífurlega mikið en við höfum því miður staðnað og ef þú ferð ekki áfram í þessari grein, þá ferðu afturábak. Áhyggjuefni núna og til lengri tíma er að hugmyndafræði fótbolta á Íslandi þarf að endurskoða og til þess að skipuleggja til framtíðar þá þarf að vera vilji til breytinga. Ég var beðinn um að búa til mat á stöðunni og reyndi ég að hafa ritin eins stutt og mögulegt var til að vekja athygli eða búa til umræðu um ákveðna hluti. Það er margt sem við gerum vel en ég tel að það sé tími á að KSÍ og félög vinni betur saman við þróun allra þátta með framtíð fótbolta að leiðarljósi Mynd sem Grétar Rafn lét fylgja með lokaorðum sínum. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn
Mikið hefur verð rætt um „skýrslu“ Grétars Rafns en Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ, ræddu hana í Bítinu á Bylgjunni fyrir ekki svo löngu. Jörundur Áki var þó ekki alveg á því að um skýrslu væri að ræða heldur hugleiðingar Grétars Rafns. Fréttablaðið fékk hugleiðingar Grétars Rafns fyrst í hendurnar og hefur síðan birt hluta úr henni á íþróttavef sínum sem og á prenti. Nú hefur Vísir einnig fengið hugleiðingarnar og má lesa þær í heild sinni hér að neðan. Taka skal fram að hugleiðingarnar voru skrifaðar í júlí á síðasta ári, 2022. Kynning Ég tók að mér skammtíma verkefni innan KSÍ í janúar, núna er þessi fyrirfram ákveðni tími að renna út og vil ég gefa öllum frekari yfirsýn yfir það sem við höfum unnið við. Markmiðið var að styrkja ákveðin svæði innan KSÍ en einnig finna leiðir til að bæta önnur atriði og koma með úrræði eða mæla með lausnum fyrir félög. Veður setti strik í reikninginn með tímann sem við höfðum og náðum ekki að setjast yfir allt með öllum en tel ég að við höfum tekið góð skref yfir þennan stutta tíma saman. Tek ég fram að ég er ekki grafískur hönnuður eða með hæfileika til að vera rithöfundur. Það er erfitt að reyna að útskýra vinnuna í fáum setningum en vonandi hef ég náð að gera þetta eins skiljanlegt og mögulegt er. Ég deili með ykkur nokkrum verkefnum sem unnið var með hluta þjálfara, leikmanna og starfsmanna. Einnig verður deilt með ykkur kynningu á hvernig við höfum notað Hudl með landsliðum okkar og farið yfir næstu skref. Ég legg alltaf ríka áherslu á grunninn, þar nærðu að byggja til framtíðar og allir sem vinna í verkefninu sjá breytingar og bætingar. Þegar allir vita hver grunnurinn er þá er auðveldara að leita þangað aftur þegar mistök hafa átt sér stað. Það tekur tíma að byggja upp gott hús og mikilvægt að skella ekki þakplötum og stromp á þegar við erum á byrjunarreit. Eftir að Grétar Rafn lagði skóna á hilluna hefur hann starfað fyrir félög bæði í Englandi og Hollandi.Sky Sports Þessi verkefni hef ég tekið saman og notað frá tíma mínum hjá AZ, Fleetwood Town, Everton, KSÍ og mun nota hjá Tottenham Hotspur í framtíðinni. Ég tel þessi gögn góð verkfæri þegar búa þarf til sameiginleg markmið, skipulagningu og góða yfirsýn yfir hver staðsetning félagsins er. Það eru engin tvö félög eins og mikilvægt þegar þessi pistill er lesinn eða fylgiskjöl skoðuð að það sé út frá stöðu hvers og eins og hvenær og hvers vegna skjölin voru búin til. Samantekt Einbeiting var að vinna eftir settum tímaramma og að styrkja starf KSÍ með kynna aðferðum sem myndu bæta umhverfi þjálfara á meðan samstarfið er í gangi og kynna aðferðir til að bæta hugarfar og skipulagningu liða. Hudl bætt við vinnuferli þjálfara KSÍ og kynna fyrir félögum kostina. Aðstoða við ráðningu á aðstoðarþjálfara með breytta tíma í huga. High Performance kúltúr fyrir einstaklinga og starfsfólk. Skipulagningu í kringum landsliðshópa og kynna succession plan og scouting. Búa til data fyrir yngri flokka með hjálp Wyscout. Styrkja það starf sem hafið hefur verið með stefnumótun KSÍ. Aðstoðarþjálfari Eitt af þeim fyrstu verkefnum mínum var að taka þátt í ferlinu að ráða aðstoðarþjálfara. Það var mikilvægt að greina hverju þjálfarateymið þyrfti á að halda sem og hópurinn. Landsliðið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og sú staða komið upp, sökum þess að dýpt á leikmönnum í íslenskum fótbolta með gæði er mjög grunn, að leikmenn hafa þurft að taka við keflinu mun fyrr en venjulega. Jóhannes Karl Guðjónsson [fyrir miðju] er aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins Íslands í fótbolta. Með honum á myndinni er Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari og Halldór Björnsson markmannsþjálfari.Vísir/Diego Þessir leikmenn eru að taka sín fyrstu skref í atvinnumennsku og eru að berjast fyrir því að vera í aðalliðs hóp, ef ekki í liðinu. Margir eru að lenda inn á milli aðal- og unglingaliða þar sem það er krefjandi fyrir lið að gefa þeim allt sem þeir þurfa. Hefur landsliðið þurft að breyta sinni hegðun til að styðja við þennan nýja hóp og hefur Jóhannes styrkt þetta ferli. Jóhannes Karl hefur með fagmennsku og dugnaði haft jákvæð áhrif á mjög ungt lið þar sem leikmenn eru á misjöfnum stöðum á ferlinum og mikilvægt að skipuleggja vel þær upplýsingar sem eru gefnar. Geri ég vonir til að KSÍ nýti sér þá styrkleika sem Jóhannes hefur og að hann nýtist vel í að kynna þá vinnu sem landsliðið hefur lagst í síðustu mánuði. Vonandi get félög nýtt sér part af þeim nýjungum í þeirra eigin starfi. Sú vinna er áhugaverð og mun tengja saman Spiideo og Veo notkun félaga með Hudl og Wyscout og hjálpa okkar efnilegu þjálfurum og leikmönnum um land allt. SWOT: Einstaklings og Liðs Ég hef mikla trú á því að til þess að ná árangri þá þarf að greina vel hvar þú ert og greina vel hvaða skref þarf að taka til að ná langtíma markmiðum. Þau bestu í heiminum eru eins og allir aðrir en það sem leiðir til þeirra langvarandi árangurs felst í þeirra hæfileika því búa til stöðugleika í hugarfari og hegðun. Með því að fá alla til að vinna saman þá einbeiti ég mér að því að finna byrjunina og svo fá alla til að setja leiðina með hjálp þekktra verkfæra sem einfalt er að nota. SWOT er verkfæri sem er vel þekkt við greiningu fyrirtækja til að sjá núverandi skoðun og ástand. Ég hef notað bæði fyrir einstaklinga, lið og deildir sem ég vinn með. Að byrja á einstaklingum , líkt og í þeirra persónulegu þróun og svo færa það svo inn í liðs samræður fær einstaklinga til að hugsa sem partur af liði. Þegar SWOT er fyllt inn hvort sem það er af einstaklingum eða hóp þá dregst oft athyglin að veikleika eða ógn. Allir hafa áhyggjur af því sem ekki er hægt að stjórna og dreg ég kerfið saman og fæ alla til að einbeita sér að styrkleikum og tækifærum til að bæta. Þetta getur nýst félögum og liðum vel þar sem þetta er auðvelt að búa til og hægt að lesa sér til um þessa greiningu á netinu. Persónuleg þróun Mynd sem Grétar Rafn birti með hugleiðingum sínum. Annað verkfæri er að að vinna með einstaklingum og greina hvar þau eru og hvert ferðinni er heitið. Verkefni um High Performance sem ég nota til að setja byrjunarreit fyrir einstaklinga sem svo verða partur af liði. Hefur þetta einnig nýst vel þegar það kemur að starfsfólki, enda er það oftast starfsfólk sem gleymist þegar fókusinn er stöðugt á leikmönnum. Þetta er góð leið til að nota sem byrjunarpunkt á tímabili og partur af Performance review starfsmanns sem svo er tekið fyrir í gegnum tímabilið. Mælistikan er hugrænt til að sjá hvar byrjunarreitur er, hvernig lítur fullkomnun út eða hver er best/ur og hvaða hugarfar og hvaða hegðunar/hugarfars breytingar þurfa að eiga sér stað til þess að færa þig einn millimetra og hvaða breytingar þurfa að eiga sér stað til að færast sentimetra. Persónuleg þróun er alltaf mikilvæg og gott að fá að vita í hverju starfsfólk eða leikmenn vilja bæta sig í og hvað þau eru að gera í augnablikinu til þess. Hvernig félagið og umhverfið getur hjálpað myndar tengingu á milli félags og starfsfólks. Námskeið, workshop eða tími sem er fókuseraður á bætingu hefur gefið góð afköst. High Performance Eftir að farið er í gegnum SWOT og svo persónulega þróun þá er gott að einbeita sér að Performance. Það er mikið talað um High Performance bæði í bókum, podcasti og þegar talað er um að vera á hæsta leveli. Mín skilgreining er sú að High Performance er Hugarfar og Hegðun. Dags daglega þá gera allir eitthvað sem flokka mætti sem High Performance hegðun og hugarfar. Þau bestu eru betri í að hafa gæði í þeirra hugarfari og hegðun og stöðugleiki einkennir einstaklinga sem vinna á toppnum ár eftir ár. Að fá einstaklinga til að hugsa og rita niður hvað bestu einstaklingar og lið heims gera í þeirra geira, sjá svo að það er ekkert á þessum lista sem einstaklingarnir gera ekki nú þegar hefur alltaf jákvæð áhrif á hóp. Að búa til umræðu um hvernig stöðugleiki fyrir einstaklinga og lið er búinn til býr til heild og það er auðvelt að minna alla á listann á mörgum augnablikum í framtíðinni þegar þess er þörf. Squad Depth og Succession plan Partur af starfinu hjá KSÍ var að kynna nýjar leiðir og koma með hugmyndir sem gætu nýst þeirra vinnu. Squad depth og succession plan er stór hluti af skipulagningu og hefur áhrif á hvaða stefna er tekin. Nýlega sáum við mikilvægi þess að plana til lengri tíma og lið eiga að draga lærdóm af því sem gerðist hjá A- landsliði karla. Að þurfa að fara úr því að vera eitt elsta karlalandslið Evrópu í það að vera eitt af þeim yngstu á gífurlega stuttum tíma hefur mjög mikil áhrif á skammtíma úrslit og býr til neikvætt umhverfi. Væntingastjórnun verður erfið og skoðanir ekki lengur byggðar á þekkingu og reynslu heldur verða skoðanir persónulegar og dýpt umræðu verður engin. Það er mikilvægt að hafa alltaf auga á því sem getur gerst næst og það eru bara til ákveðið margir leikmenn. Bæði karla og kvenna landslið okkar eru með ung A landslið, það gerir það að verkum að val í A landslið mun hafa áhrif á val hjá öllum landsliðum fyrir neðan. Til að hafa auga á „what if?“ scenarios er mikilvægt að spyrja réttra spurninga þegar það er ró. Svona plan mun gera öllum grein fyrir þvi hvar efnilegustu leikmenn okkar eru og hvað hentar þeim . Það mun gera þjálfurum kleift að sjá hugsana fræði þjálfara í aldurshópum í kring og yfirsýn með hvað riðlast í kring þegar tilteknir leikmenn eru valdir. Hver er tilgangurnn? Scouting verkefni Verkefnið með þjálfurum felst í að horfa á stóru töluna af þeim leikmönnum sem er hægt að velja og hvernig við drögum það niður í hóp sem fer fyrir hönd okkar allra og keppir. Hvaða leikmenn, hvernig prófila við höfum og hvað við þurfum í liðinu þegar kemur að einum leik eða móti. Þetta verkefni á ekki við öll félög en á síðustu misserum hef ég orðið var við „smáauglýsingar“ íslenskra félaga þar sem þau auglýsa eftir erlendum leikmönnum. Hegðunarmynstur félaga hefur lítið breyst, félög virðast beita sömu aðferðum á hverju ári með sömu skammtímahugsunin og tímabilið búið í byrjun júlí. Það hafa allir skoðun á landsliðsvali í okkar aldurshópa og hafa margir mikla þörf á að viðra þessa skoðun. Þeir sem hafa aðgengi að Nóra sjá þann gifurlega fjölda leikmanna sem gjaldgengir eru í hvern landsliðshóp og að koma þessari tölu niður í lið er krefjandi og aldrei án athugasemda. þetta ferli breytist töluvert frá okkarhæfileikamótun upp í okkar A-landsliða. Mæli ég með því að KSÍ fjárfesti í sérstöku scouting kerfi til að skrá niður allar upplýsingar um leikmenn. Hægt er að byrja að safna upplýsingum snemma og þróa scouting ferlið á komandi árum og byggja upp sterkan gagnabanka sem styrkir ákvarðanatöku. Þetta styrkir yfirsýn sem er mikilvæg þegar valið er í lokahópa í öllum aldursflokkum. Wyscout Við hófum tilraunaverkefni með Wyscout þar við reynum að tengja saman notkun á Spiideo og Veo og greiningar þema sem við erum að vinna með. Byrjuðum við með A-liðs keppni 3. flokks með það í huga að bæta við fleiri keppnum og aldurshópum á næstu árum. Það sem við fáum út ur þessari greiningu eru upplysingar um okkar lið og leikmenn og hægt að nota til að þróa okkar yngri þjálfara með að veita þeim upplysingar. Hvort sem að þær upplysingar eru til þess að greina sitt lið, sýna leikmenn eða andstæðing er lykilatriði til að bæta þróun okkar félagsliða. Til þess að koma svona verkefni á laggirnar og til að fá sem besta útkomu er mikilvægt að fá öll lið til að hjálpast að. Það sem tefur greiningu er ef skýrslur eru ekki rétt fylltar út eða upptaka er ekki í háum gæðum. Að fylla leikskýrslur rétt inn - Ekki er hægt að greina leiki ef tveir leikmenn hafa sama númer eða eru án númers. Út frá leikskýrslum eru búnir til prófilar um hvern og einn leikmann og þegar það er búið að búa til prófil þá fara að safnast saman upplysingar. Því fleiri mínútur og leikir sem við höfum um leikmann því nákvæmari verður tölfræðin. Upptökur ekki með rétt gæði - Ef ekki er hægt að greina á milli hver er hvaða leikmaður þá er ekki hægt að greina tölfræði. Að upptaka sé of langt í burtu eða ekki nægilega hátt uppi gerir það ómögulegt að búa til tölfræði eða greiningu á hvað er að gerast á vellinum. Eins og ég minntist á er mikilvægt að byrja á grunninum og erum ekki að skella þakinu á húsið núna. Þetta krefst vinnu í smáatriðum með það í huga að útkoman verði sem best. Til þeirra liða sem taka þátt í þessu verkefni, Vinsamlegast sendið inn upptökur og gætið að skýrslur séu fylltar út rétt. Þó að þetta sé smá vinna núna þá mun þetta borga sig til framtíðar í þróun leikmanna, þjálfara og liða í heild. Breytingar eru ekki auðveldar en það er svekkjandi að sjá að viljinn til að bæta þessum anga inn virðist ekki vera til staðar meðal allra félaga. Það krefst smá vinnu að taka upp leik og senda þá inn. Að fylla leikskýrslur rétt inn er að vefjast fyrir félögum en hér erum við að missa af tækifærum til að bera saman leikmenn og búa til sterkari sölu markað fyrir leikmennina ykkar ef þróun á leikmönnum og þjálfurum er ekki ofarlega á listanum. HUDL Hudl er eitt af leiðandi fyrirtækjum heims í greiningu og ef það er notað vel getur það gjörbylt hvernig þið greinið leiki, þróið leikmenn og þjálfara og samskipti geta átt sér stað milli leikmanna og þjálfara. Hudl hefur lausnir fyrir yngstu sem og elstu iðkendur og er leiðandi fyrir aðrar greinar. Íslenska kvennalandsliðið á góðri stundu.Vísir/Vilhelm Hudl er kerfi sem að ég vona að lið taki inn svo þau geti deilt leikjum til leikmanna og foreldra og hægt að bæta samskipti á breyttum tímum. A-landslið karla og kvenna hafa fengið stuðning frá Hudl í verkefnum sínum á þessu ári og munu vinna náið með Þorsteini og liðinu meðan á lokakeppni EM kvenna stendur. Allir þjálfarar landsliða hafa fengið grunn þjálfun og mun vera tól til að styðja þeirra undirbúning fyrir leiki og riðla, á fundum sem haldnir eru á meðan keppni fer fram og að deila klippum með leikmönnum sama hvar við erum í ferlinu. Í viðhengi förum við nánar í það sem við höfum gert síðan í janúar. Hvaða skref hafi verið tekin, dæmi um hvernig við notum kerfið með leikmönnum og hvernig leikmenn nota kerfið. Einnig skoðum við hvaða skref mögulega eru næst til að halda áfram að bæta við grunninn sem núna er verið að byggja. Tel ég mjög mikilvægt að KSÍ haldi áfram að þróa þennan anga þar sem hann mun dreifa sér mjög hratt á næstu árum, sérstaklega ef að háskólar byrja að kenna fagið og nýtist flestum ef ekki öllum að einhverju leyti. Stefnumótun Partur af leyfiskerfinu á Englandi er að skylda öll lið til að hafa Performance plan. Unglingastarfi er skipt í fjórar categoriur og fer fjárhagslegt framlag eftir hvaða categoriu klúbburinn er. Leyfiskerfið er mun innihaldsríkara en hérlendis þó það sé fjallað um mannvirki þá er fjölmargt sem við getum tengt saman úr upprunalega EPPP kerfinu sem býr til góðan grunn. Hér má sjá EPPP módelið sem Grétar Rafn nefnir. Fyrirtæki eins og Double Pass væru kjörin til að nota ef KSÍ og félög ákveða að auka kröfur í kringum leyfiskerfi og búa saman til langtíma markmið. KPMG og UEFA eru öll með verkefni í kringum stefnumótun en Double Pass er sérstaklega sterkt fyrirtæki þegar það kemur að Performance-hlutanum. Ég mæli eindregið með að félög skipuleggi sitt starf og vinni út frá sinni eigin sýn, markmiðum og gildum þar sem engin tvö félög eru eins. Þetta plan sem ég deili eingöngu til að taka hugmyndir frá, skjalið var partur af EPPP Performance planinu 2017 og gefur góða mynd af smáatriðum og kröfum á félagslið stór sem smá þurfa að standast til að fjármagn berist. Þetta skjal er hægt að nota sem beinagrind að stærra skjali, ef það er ein blaðsíða eða tíu blaðsíður notaðar skiptir ekki aðalmáli, fer eftir hverjum og einum. Nýlega tilkynnti Spánn að þar yrði tekið upp EPPP kerfi líkt og England gerði fyrir einhverjum árum og þó að þeir séu á toppnum þá sjá þeir þörf fyrir langtíma markmiðum. Besta deild Best deild kvenna er mikið að þróast og umhverfið hefur breyst nokkuð en það eru nokkur lið búin að vera í sérflokki og erfitt fyrir félög að keppa við þau. Félagaskiptamarkaður hefur breyst undanfarin ár og væri áhugavert að greina frekar TMS kerfið og þá hegðun þar til að sjá kaup og sölur og bera saman við rekstur. Valur er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari.Vísir/Hulda Margrét Tek ég fyrir nokkrar staðreyndir frá síðustu leiktíð sem unnar voru fyrir mig. Ég er alls ekki að segja að eitthvað sé rétt eða rangt en það eru mörg atriði sem þarf að ræða og gera frekari rannsóknir. Kvennafótbolti er á mikilli uppleið. Þar höfum við staðið vel að vígi en þurfum að hafa varann á því önnur lönd eru að breyta miklu í aðkomu og umhverfi. Besta deild karla er rönkuð á Evrópskum standard (Association club coefficients, uppfært 22/06/2022). Erum við í sæti 52 af 55 en reikna að við getum hækkað okkur upp eftir sumarið. Erum við rétt á eftir Gíbraltar en eingöngu þrem sætum fyrir ofan San Marínó. Meðalaldur leikmanna er einn sá elsti í Evrópu. Meðalaldur bekkja okkar stærstu félaga er einn sá elsti í Evrópu. Ungir leikmenn, ekki bara okkar allra efnilegustu, fá lítil tækifæri og fara í miklu magni erlendis. Félagslið eru farin að kaupa til baka unga íslenska leikmenn sem ekki hafa fest sig í sessi erlendis. Greining er lítil sem engin og félög hafa sett „Smáauglýsingar“ erlendis til að auglýsa eftir leikmönnum rétt fyrir lokun félagskiptaglugga. Við borgum atvinnumanna laun í áhugamanna umhverfi og fagmennsku hugarfar er lítið. Breytinga er þörf og það þyrfti að gera dýpri greiningu á fótboltanum. Partur að því er að félög komi saman og finni út hvernig fótbolti lítur út í dag , hvernig umhverfið utan á landi er og hvernig fótbolti muni líta út i framtíðinni. Langtíma úrslit byrja í okkar eigin fótbolta á Íslandi og ferlið síðustu ár bæði hjá Íslenskum fótbolta og skammtíma hugsun A liðs hefur leitt til þess að í augnablikinu erum við eingöngu með 3 leikmenn sem eru að spila í topp 5 karla deildum í Evrópu, tveir verða nýliðar eftir að hafa farið upp um deild og Rúnar Alex fær vonandi séns hjá Arsenal hópnum. Rúnar Alex Rúnarsson er leikmaður Arsenal á láni í Tyrklandi.Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Ég geri mér grein fyrir því gífurlega krefjandi umhverfi sem þið búið við en það er hægt að gera hlutina öðruvísi með að horfa aðeins lengra fram á veginn. Okkar staða og KSÍ Við erum blessuð með gífurlegum fjölda sérfræðinga þegar það kemur að landsliðum Íslands hvort sem sem tölum um A-lið karla, kvenna eða val í yngri landslið. Nálægð og tenging allra gerir þennan hluta mun persónulegri á Íslandi en erlendis. Hef ég fylgst með þjálfurum náið og geri engar stórar athugasemdir við þeirra starf en við höfum rætt leiðir sem gætu bætt verkferla og þróun þeirra. Umhverfið er síbreytilegt og krefjandi en ég tel að allt starf muni bætast þegar við gerum okkur grein fyrir gífurlegu magni leikmanna sem þjálfarar þurfa að fylgjast með, að þurfa að vera sport science, leikgreinandi, skipuleggjandi ferðalög um Evrópu auk þess að vera þjálfari gerir þetta starf viðamikið og hætta á burnout meðal þjálfara. Innkoma KSÍ og fjármagn til aðildarfélaga kemur í miklu mæli gegnum landslið Íslands og það sýnir hve mikilvægt það er að hlúa að langtíma markmiðum. Yngri landslið okkar fara reglulega í milliriðla bæði í karla- og kvennaflokki og leikmenn sem eru efnileg í þeirra aldurshóp á Evrópu mælikvarða en í augnablikinu erum við að spila færri landsleiki en nágrannalönd okkar. Hlúa þarf að umhverfinu og reyna að lengja ferðalög landsliða til að búa til möguleika á peak performance í keppninni og auka ferðalög til að undirbúa leikmenn enn frekar og það mun líklega styrkja markaðssetningu leikmanna ef við náum leikjum við góða mótherja. U-21 landslið karla fór í mars 2021 á lokamót með yfir 10 leikmenn sem frá því móti hafa verið að spila með A landsliðinu í dag. U-21 fer í umspil í september 2022 með skemmtilegan hóp þar sem margir voru líka með árið áður. U-21 landslið Íslands fagnar einum af fjölmörgum sigrum sínum á síðasta ári.Vísir/ Hulda Margrét U-23 kvenna lið er að byrja og er gífurlega mikilvægt lið til að styðja við þá leikmenn sem enn eru ungar og verða tilbúnar að taka við þegar þess er þörf. A-landslið kvenna er aftur á stórmóti með nokkrar efnilegustu leikmenn Evrópu, erum með leikmenn sem spila í sterkustu deildum heims og erum nuna með lið sem hefur mikil gæði og sterka dýpt í hópnum. A-landslið karla fór úr því að vera eitt það elsta í Evrópu í að vera eitt það yngsta med meðalalður 24,8 í B-riðli [Ítalia, A-riðill, meðalaldur: 24,8 og Tyrkland, C-riðill, meðalaldur: 24,5] og eru taplausir í riðlinum með einn leik eftir. Það er áhyggjuefni hve fáir leikmenn A-karla eru að skila sér í efstu deildir Evrópu. Þó við séum að ná þrepum með milliriðlum og U-21 hefur aftur farið á lokamót þá erum við ekki enn með magn leikmanna sem eru tilbúinir fyrir hæsta getustig. Aukning í gæðum, kröfum og þekkingu um allan heima gera það að verkum að samkeppnin er að aukast fyrir okkar leikmenn og við þurfum að bæta okkar einstaklingsþróun gífurlega mikið til að leikmenn dragist ekki enn frekar afturúr. Þess vegna minnist ég mikið á notkun Hudl og að leikir séu teknir upp svo hægt sé að greina þá í gegnum Wyscout svo að þróunarferli leikmanna og þjálfara hraðist og gæðin í því ferli aukist til muna. Sálfræði KSÍ byrjaði fyrir nokkrum árum að vinna frekar með hugræna þáttinn og hefur Grímur [Gunnarsson] unnið virkilega sterkt starf. Tel ég að þetta sé starf sem þarf að stækka tafarlaust. Kynna þarf fyrir öllum félögum hans starf, hvernig það gengur fyrir sig og hvernig það getið nýst félögum. Grímur Gunnarsson, sálfræðingur.Háskóli Reykjavíkur Hugræni þátturinn er það sem erfiðast er að mæla en mikilvægast að hlúa að. Mikið er um að leikmenn séu að fara erlendis og vonum við öll að þau nái sem lengst og verði framtíðar landsliðsmenn og konur. Að vera úti hinum stóra heimi er gifurlega erfitt og við þurfum að styðja við þessa einstaklinga betur en gert er þar sem það eru hagmunir margra sem eru undir. Pressan á leikmönnum hefur stigmagnast með tilkomu breyttra tíma. Notkun samfélagsmiðla, hvernig fjallað er um fótbolta og hvernig fréttaflutningur okkar miðla er um okkar einstaklinga hefur breyst. Hvort sem umfjöllunin er hype og erfitt eða neikvæðni getur haft áhrif. Hagsmunir allra er að leikmaður nái sem lengst og við höldum áfram að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum vettvangi. Hagsmunir félagsliða eru gífurlegir þegar skoðað eru félagskipti frá Íslandi þá eru gífurlegir fjármunir bundnir í árangurstengdum bónusgreiðslum og áframhaldandi sölum á leikmanninni. Það er mikilvægt að bera mikla virðingu fyrir því gífurlega krefjandi umhverfi sem okkar unga fólk býr við og finna leiðir til árangurs. Yfirmaður knattspyrnusviðs Starf yfirmanns Knattspyrnusviðs er gífurlega mikilvægt starf og innan KSÍ hafa verið tekin virkilega góð skref síðustu ár sem mikilvægt er að halda áfram að byggja upp og tengja við frekari starfsemi KSÍ og aðildarfélaga. Mikið hefur breyst og er þetta nú orðið fagstarf og tilgangur starfsins orðinn skýrari með breytingum í fótbolta síðustu ár. Mikið hefur verið ritað um starfið og eftir þessa sex mánuði hef fengið góða tilfinningu fyrir starfsemi og fjárhag KSÍ þá tel ég mikilvægt að forgangsröðin með hvað þurfi að gera sé rétt. Mörg atriði þarf að halda áfram að byggja upp og halda áfram að tengja alla starfsemi svo hún styrki starf KSÍ og allra félaga. Hudl, Wyscout, Spiideo/Veo og fleiri atriði þarf að byggja áfram þar sem þetta tengist allt til lengri tíma. Það sem er mun mikilvægara til skamms tíma þegar fjárhagur er ekki meiri, er að ráða inn í mikilvæg störf innan KSÍ sem mun gagnast félögum líka: Einstakling til að vinna við kennslu og þróa áfram notkun KSÍ og félaga í GPS mælingum og greiningu svo þær fjárfestingar sem settar eru í þennan mikilvæga part fái allt til baka og meira til. Einstakling til að vinna við kennslu og þróa áfram notkun á Hudl og mun þessi þáttur geta þjónað KSÍ og öllum félögum hvort þau vilja klippa niður leiki eða eingöngu deila með leikmönnum og foreldrum. Þróun leikmanna og liða á alltaf að vera grunnur að starfinu og er þetta lykill að velgengni. Dóttir mín spilar fyrir lið á Íslandi og ég vona að það félag muni á einhverjum tímapunkti taka upp leiki og hafa á Hudl svo ég geti fylgst með æfingum sem teknar væru upp, fundum sem deilt væri með leikmönnum og geta fylgst með upplýsingum frá þjálfari, en í staðinn er ég að fá sendar símaupptökur af einstaka atvikum sem aðrir foreldrar taka upp. Að við styrkjum það verkefni sem hafið hefur verið varðandi sálfræði. Það er mitt mat eftir að hafa séð starfsemi KSÍ og kynnst þeim innanhúss að ég tel að bæta þurfi við aðila til að styðja tækniþróun, aðila til að styðja við notkun GPS og stækka starf Gríms áður en ráðist er í að ráða í fullt starf á yfirmanni knattspyrnusviðs. Það hefur verið byrjað á góðum langtíma markmiðum og þau taka tíma og hætt við að ef eingöngu er ráðinn inn einn aðili að sá aðili sé með of marga hatta þar sem að analysis, sport Science og scouting er ekki enn til staðar og geti ekki tekið fótbolta eins hratt áfram og hægt væri. Þegar við höfum byggt upp þennan grunn þá fyrst tel ég að tímasetningin sé rétt til að sjá hvað þarf í starfið og hægt að byggja til lengri tíma. Association of Sporting Directors Það er ánægjulegt að sjá þróun í stjórnun félaga síðustu ár og skynja ég að með því að ráða inn yfirmann knattspyrnumála/íþróttastjóra munum við geta tekið skref sem við höfum ekki verið að leita eftir síðustu 10 ár. KSÍ tók stór skref fyrir nokkrum árum og með að skrifa stefnu hefur grunnur verið byggður fyrir áframhaldandi vöxt. Þá sex mánuði sem ég hef verið innan sambandsins sé ég mikilvægi þess að halda áfram að þróa fagið, umhverfið á Íslandi er gífurlega krefjandi og það er mikið sem vantar upp á ennþá. Association of Sporting Directors eru samtök sem voru stofnuð fyrir um fimm árum þar sem íþróttastjórar félaga á Englandi, Premier League og EFL-félaga, komu saman til að ræða ýmis málefni sem við áttum við og vorum við dugleg að fá fagaðila í heimsókn til að finna leiðir til að bæta okkur í starfi, liðin sem við unnum fyrir og fótbolta í heild. Á vefsíðunni erum við með magn greina, upplýsinga og upptökur af ýmsum fyrirlestrum sem haldnir eru. Hafa samtökin stækkað jafnt og þétt síðustu ár og tökum við inn erlenda aðila sem og deildir til að deila þekkingu og vinna saman. Samtökin vilja bjóða íslenskum félagsliðum í samtökin og halda viðburði hér í framtíðinni. Viljum við byrja á smátt og færa út kvíarnar þegar við höfum prófað okkur áfram með tvær efstu deildir í karla og kvenna flokki. Ég er viss um að þetta muni stækka ört og fyrr en varir getum við bætt áhugasömum félögum við. GPS Samningur við Johan Sport var undirritaður 1. mars 2019 [fyrir Covid-19] og er núna á síðustu níu mánuðum samnings. Ég er ánægður með hve vel við notum kerfin innan KSÍ sem eru orðin staðalbúnaður enda eitt af mikilvægu þáttunum sem þarf að mæla. Að fá þjálfara til að nota alltaf er grunn KPI sem má ekki vanmeta, það gerum við vel í augnablikinu og með frekari kennslu munum við taka hröð skref á næstu árum. Árið 2019 voru lið á Íslandi að stíga sín fyrstu skref í fjárfestingum á GPS búnaði og hefur þróunin verið hröð á Íslandi og verðin að verða samkeppnishæfari en þau voru áður. Skrefin og verkferlar innan KSÍ meðal allra þjálfara eru jákvæð og hafa þau safnað saman góðum upplýsingum síðustu ár. Ég hef skoðað markaðinn og fengið tilboð frá öllum helstu aðilum og hefur sambandið tíma eftir lokakeppni kvenna að taka kerfi til reynslu og taka ákvörðun í framhaldinu. Þó að við söfnum miklu magni af gögnum þá erum við ekki á stað til að segja að það sem við lesum úr þeim muni hafa áhrif á ákvarðanatökur fyrir leiki eða útkomu leikja heldur setur viðmið sem þarf að greina frekar. Við eigum eftir að læra betur hvernig periodisation virkar á meðal okkar verkefna og þarf að mennta þann hluta til að við fáum sem mest út úr fjárfestingunni. KSÍ er á þeim stað að þurfa aðila í fullt starf til að stýra frekari þróun ekki bara innan KSÍ heldur líka styðja við lið í landinu sem eru að taka sín fyrstu skref í mælingum og greiningu á þeim gögnum sem safnast hafa. Tel ég að KSÍ og lið geti unnið saman og deilt þekkingu til að hraða lærdóms og reynslu ferlinu. Lokaorð Að vinna innan KSÍ var krefjandi en gefandi og þó að knattspyrnusambandið sé oftar en ekki skótspónn og það sé enn mjög margt hægt að laga þá hef ég ekki áhyggjur af KSÍ heldur hef ég meiri áhyggjur af íslenskum fótbolta. Á síðustu 10 árum er fjármagn frá KSÍ til íslenskra liða komið yfir 2 MILLJARÐA. Þegar skoðað er fjármagn sem borist hefur inn í íslenskan fótbolta og borið saman við önnur lönd lönd þá greiðir KSÍ bæði fyrir hluti sem aðrar þjóðir borga ekki fyrir og út án þess að sá peningur sé eyrnamerktur fyrir þróun eða uppbyggingu. Leikmönnum karlamegin á hæsta leveli hefur fækkað og eins og ég minntist á áður þá erum við að greiða atvinnumanna laun í áhugamanna umhverfi og í rauninni byrjum við á röngum enda. Í stað þess að byggja til lengri tíma þá fer meirihluti fjármagns í laun leikmanna. Ég þekki góð dæmi um fjármunir eru notaðir til uppbyggingar á félagi og innri strúktur en þau dæmi eru alltof fá þegar mið er tekið á þeim 2 milljörðum sem farnir eru og hvar fótbolti á Íslandi er. Það eru félagslið sem hafa gert vel í að skilgreina sig síðustu ár og eru að ná árangri sem er mjög hjálpleg við að sýna að þetta er hægt og gert um allan heim. Vonandi breytast þessi plön og aðferðir ekki ef breytingar verða á starfsliði félags. Ef við aðlögum okkur ekki þá verðum við á sama stað eftir önnur 10 ár að gera nákvæmlega það sama og við höfum alltaf gert. Fótbolti hefur breyst gífurlega mikið en við höfum því miður staðnað og ef þú ferð ekki áfram í þessari grein, þá ferðu afturábak. Áhyggjuefni núna og til lengri tíma er að hugmyndafræði fótbolta á Íslandi þarf að endurskoða og til þess að skipuleggja til framtíðar þá þarf að vera vilji til breytinga. Ég var beðinn um að búa til mat á stöðunni og reyndi ég að hafa ritin eins stutt og mögulegt var til að vekja athygli eða búa til umræðu um ákveðna hluti. Það er margt sem við gerum vel en ég tel að það sé tími á að KSÍ og félög vinni betur saman við þróun allra þátta með framtíð fótbolta að leiðarljósi Mynd sem Grétar Rafn lét fylgja með lokaorðum sínum.