Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð Hjörtur Leó Guðjónsson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 29. desember 2022 20:45 Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins annað árið í röð. Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár. Ómar fékk 615 atkvæði og var efstur á þrjátíu af 31 atkvæðaseðli í ár. Það munaði því aðeins fimm stigum að Ómar ynni með fullu húsi. Í 2. sæti í kjörinu varð Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München og íslenska fótboltalandsliðsins. Hún fékk 276 atkvæði, þremur atkvæðum meira en handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson sem varð í 3. sæti í kjörinu. Alls munaði 339 atkvæðum á Ómari og Glódísi en aldrei í 68 ára sögu kjörsins hefur munað meiru á Íþróttamanni ársins og þeim sem endar í 2. sæti. Ómar Ingi tekur við verðlaununum.Vísir/Hulda Margrét Ómar átti magnað ár með Magdeburg og íslenska landsliðinu. Hann varð þýskur meistari og heimsmeistari félagsliða með Magdeburg og var markakóngur EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Ómar var valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar og var næstmarkahæsti leikmaður hennar. Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson var í 4. sæti í kjörinu í ár og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee í því fimmta. Íþróttamaður ársins 2022 – stigin 1.Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur – 615 2.Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna – 276 3.Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur – 273 4.Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 172 5.Anton Sveinn McKee, sund – 164 6.Sandra Sigurðardóttir, fótbolti – 136 7.Elvar Már Friðriksson, körfubolti – 85 8.Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar – 73 9.Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 65 10.Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti – 62 Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir – 62 12. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 50 13. Snorri Einarsson, skíði – 43 Perla Sól Sigurbrandsdóttir, golf – 43 15. Bjarki Már Elísson, handbolti – 30 16. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti – 26 17. Dagný Brynjarsdóttir, fótbolti – 24 18. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 19 19. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar – 9 Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar – 9 21. Thelma Björg Björnsdóttir, íþróttir fatlaðra – 6 22. Hilmar Snær Örvarsson, íþróttir fatlaðra – 5 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 5 Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar – 5 25. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 3 26. Valgarð Reinhardsson, fimleikar – 2 27. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf – 1 Ómar er aðeins annar handboltamaðurinn til að hreppa titilinn íþróttamaður ársins oftar en einu sinni. Ólafur Stefánsson hlaut nafnbótina fjórum sinnum (2002, 2003, 2008, 2009). Þetta er í fjórtánda sinn sem handboltamaður er íþróttamaður ársins. Sigríður Sigurðardóttir vann fyrst (1964) svo hafa það verið Geir Hallsteinsson (1968), Hjalti Einarsson (1971), Alfreð Gíslason (1989), Geir Sveinsson (1997), Ólafur Stefánsson (2002, 2003, 2008 og 2009), Guðjón Valur Sigurðsson (2006), Alexander Petersson (2010), Aron Pálmarsson (2012) og Ómar Ingi Magnússon (2021 og 2022). Alls 31 íþróttafréttamaður tók þátt í kjörinu í ár og raðaði hver um sig íþróttafólki á sinn lista í sæti 1-10. Fyrir 1. sæti fengust tuttugu stig, fyrir 2. sæti fengust fimmtán stig og fyrir 3. sæti tíu. Fjórða sætið gaf sjö stig, 5. sætið sex stig og svo koll af kolli. Íþróttamaður ársins Þýski handboltinn Tengdar fréttir Karlalið Vals lið ársins Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:41 Þórir þjálfari ársins annað árið í röð Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:36 Guðrún Arnardóttir tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ Frjálsíþróttakonan Guðrún Arnardóttir var í kvöld tekin inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Guðrún er 24. manneskjan sem tekin er inn í höllina. 29. desember 2022 20:26 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Ómar fékk 615 atkvæði og var efstur á þrjátíu af 31 atkvæðaseðli í ár. Það munaði því aðeins fimm stigum að Ómar ynni með fullu húsi. Í 2. sæti í kjörinu varð Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München og íslenska fótboltalandsliðsins. Hún fékk 276 atkvæði, þremur atkvæðum meira en handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson sem varð í 3. sæti í kjörinu. Alls munaði 339 atkvæðum á Ómari og Glódísi en aldrei í 68 ára sögu kjörsins hefur munað meiru á Íþróttamanni ársins og þeim sem endar í 2. sæti. Ómar Ingi tekur við verðlaununum.Vísir/Hulda Margrét Ómar átti magnað ár með Magdeburg og íslenska landsliðinu. Hann varð þýskur meistari og heimsmeistari félagsliða með Magdeburg og var markakóngur EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Ómar var valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar og var næstmarkahæsti leikmaður hennar. Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson var í 4. sæti í kjörinu í ár og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee í því fimmta. Íþróttamaður ársins 2022 – stigin 1.Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur – 615 2.Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna – 276 3.Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur – 273 4.Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 172 5.Anton Sveinn McKee, sund – 164 6.Sandra Sigurðardóttir, fótbolti – 136 7.Elvar Már Friðriksson, körfubolti – 85 8.Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar – 73 9.Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 65 10.Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti – 62 Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir – 62 12. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 50 13. Snorri Einarsson, skíði – 43 Perla Sól Sigurbrandsdóttir, golf – 43 15. Bjarki Már Elísson, handbolti – 30 16. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti – 26 17. Dagný Brynjarsdóttir, fótbolti – 24 18. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 19 19. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar – 9 Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar – 9 21. Thelma Björg Björnsdóttir, íþróttir fatlaðra – 6 22. Hilmar Snær Örvarsson, íþróttir fatlaðra – 5 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 5 Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar – 5 25. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 3 26. Valgarð Reinhardsson, fimleikar – 2 27. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf – 1 Ómar er aðeins annar handboltamaðurinn til að hreppa titilinn íþróttamaður ársins oftar en einu sinni. Ólafur Stefánsson hlaut nafnbótina fjórum sinnum (2002, 2003, 2008, 2009). Þetta er í fjórtánda sinn sem handboltamaður er íþróttamaður ársins. Sigríður Sigurðardóttir vann fyrst (1964) svo hafa það verið Geir Hallsteinsson (1968), Hjalti Einarsson (1971), Alfreð Gíslason (1989), Geir Sveinsson (1997), Ólafur Stefánsson (2002, 2003, 2008 og 2009), Guðjón Valur Sigurðsson (2006), Alexander Petersson (2010), Aron Pálmarsson (2012) og Ómar Ingi Magnússon (2021 og 2022). Alls 31 íþróttafréttamaður tók þátt í kjörinu í ár og raðaði hver um sig íþróttafólki á sinn lista í sæti 1-10. Fyrir 1. sæti fengust tuttugu stig, fyrir 2. sæti fengust fimmtán stig og fyrir 3. sæti tíu. Fjórða sætið gaf sjö stig, 5. sætið sex stig og svo koll af kolli.
Íþróttamaður ársins 2022 – stigin 1.Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur – 615 2.Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna – 276 3.Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur – 273 4.Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 172 5.Anton Sveinn McKee, sund – 164 6.Sandra Sigurðardóttir, fótbolti – 136 7.Elvar Már Friðriksson, körfubolti – 85 8.Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar – 73 9.Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 65 10.Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti – 62 Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir – 62 12. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 50 13. Snorri Einarsson, skíði – 43 Perla Sól Sigurbrandsdóttir, golf – 43 15. Bjarki Már Elísson, handbolti – 30 16. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti – 26 17. Dagný Brynjarsdóttir, fótbolti – 24 18. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 19 19. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar – 9 Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar – 9 21. Thelma Björg Björnsdóttir, íþróttir fatlaðra – 6 22. Hilmar Snær Örvarsson, íþróttir fatlaðra – 5 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 5 Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar – 5 25. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 3 26. Valgarð Reinhardsson, fimleikar – 2 27. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf – 1
Íþróttamaður ársins Þýski handboltinn Tengdar fréttir Karlalið Vals lið ársins Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:41 Þórir þjálfari ársins annað árið í röð Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:36 Guðrún Arnardóttir tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ Frjálsíþróttakonan Guðrún Arnardóttir var í kvöld tekin inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Guðrún er 24. manneskjan sem tekin er inn í höllina. 29. desember 2022 20:26 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Karlalið Vals lið ársins Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:41
Þórir þjálfari ársins annað árið í röð Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:36
Guðrún Arnardóttir tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ Frjálsíþróttakonan Guðrún Arnardóttir var í kvöld tekin inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Guðrún er 24. manneskjan sem tekin er inn í höllina. 29. desember 2022 20:26