Pelé er látinn Árni Sæberg skrifar 29. desember 2022 19:05 Pelé er látinn. Vísir/Getty Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. Pelé, sem er af mörgum talinn einn sá besti sem leikið hefur knattspyrnu, lést í dag. Hann varð 82 ára gamall. Joe Fraga, umboðsmaður hans, staðfestir fregnir af andláti hans, að því er segir í frétt AP. Pelé, sem hét réttu nafni Edson Arantes do Nascimento, hafði legið á spítala um nokkurt skeið vegna margvíslegra meina. Hann undirgekkst aðgerð vegna ristilkrabbameins í fyrra. Eins og áður segir er Pelé af mörgum talinn einn af allra bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Hann er sagður hafa skorað 1.281 mark í 1.363 leikjum á 21 árs löngum ferli, þar af 77 mörk í 92 leikjum fyrir brasilíska landsliðið. Hann er enn markahæsti leikmaður Brasilíu frá upphafi, en Neymar er þó búinn að jafna metið. Pelé er einnig eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur unnið til þriggja heimsmeistaratitla í knattspyrnu. Þann fyrsta vann hann árið 1958, þá aðeins 17 ára gamall. Hann varð svo aftur heimsmeistari 1962 og 1970. Árið 2000 var Pelé svo útnefndur knattspyrnumaður aldarinnar af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Pelé hafði sem áður segir verið að berjast við ristilkrabbamein sem var fjarlægt á síðasta ári. Hann var svo fluttur á sjúkrahús fyrr í þessum mánuði og heilsu hans fór skyndilega að hraka. Sjálfur vildi Pelé þó gera sem minnst úr veikindum sínum og bað hann og dóttir hans fólk að örvænta ekki. Hann var svo lagður aftur inn á sjúkrahús rétt fyrir jól eftir að heilsunni fór að hraka hratt skyndilega á ný. Pelé skilur eftir sig eiginkonu og sjö börn. Brasilía Fótbolti Andlát Andlát Pele Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Sjá meira
Pelé, sem er af mörgum talinn einn sá besti sem leikið hefur knattspyrnu, lést í dag. Hann varð 82 ára gamall. Joe Fraga, umboðsmaður hans, staðfestir fregnir af andláti hans, að því er segir í frétt AP. Pelé, sem hét réttu nafni Edson Arantes do Nascimento, hafði legið á spítala um nokkurt skeið vegna margvíslegra meina. Hann undirgekkst aðgerð vegna ristilkrabbameins í fyrra. Eins og áður segir er Pelé af mörgum talinn einn af allra bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Hann er sagður hafa skorað 1.281 mark í 1.363 leikjum á 21 árs löngum ferli, þar af 77 mörk í 92 leikjum fyrir brasilíska landsliðið. Hann er enn markahæsti leikmaður Brasilíu frá upphafi, en Neymar er þó búinn að jafna metið. Pelé er einnig eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur unnið til þriggja heimsmeistaratitla í knattspyrnu. Þann fyrsta vann hann árið 1958, þá aðeins 17 ára gamall. Hann varð svo aftur heimsmeistari 1962 og 1970. Árið 2000 var Pelé svo útnefndur knattspyrnumaður aldarinnar af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Pelé hafði sem áður segir verið að berjast við ristilkrabbamein sem var fjarlægt á síðasta ári. Hann var svo fluttur á sjúkrahús fyrr í þessum mánuði og heilsu hans fór skyndilega að hraka. Sjálfur vildi Pelé þó gera sem minnst úr veikindum sínum og bað hann og dóttir hans fólk að örvænta ekki. Hann var svo lagður aftur inn á sjúkrahús rétt fyrir jól eftir að heilsunni fór að hraka hratt skyndilega á ný. Pelé skilur eftir sig eiginkonu og sjö börn.
Brasilía Fótbolti Andlát Andlát Pele Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Sjá meira