Utan vallar: Úr neðanmálsgrein hjá þjóðinni í fyrirsögn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2022 09:01 Ómar Ingi Magnússon var valinn Íþróttamaður ársins 2022 með sögulegum yfirburðum. vísir/hulda margrét Þegar Ómar Ingi Magnússon var kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrra ráku sumir upp stór augu og spurðu einfaldlega: Hver er þetta? Nú spyr enginn hver Ómar Ingi sé. Nema viðkomandi búi í helli. Selfyssingurinn 25 ára gamli var kjörinn Íþróttamaður ársins í gær, annað árið í röð. Aðeins sex aðrir hafa afrekað það að verða Íþróttamaður ársins tvisvar sinnum, eða oftar, í röð: Vilhjálmur Einarsson 1956-59 og 1961-62, Hreinn Halldórsson 1977-78, Jón Arnar Magnússon 1995-96, Örn Arnarson 1998-99, Ólafur Stefánsson 2002-03 og 2008-09 og Eiður Smári Guðjohnsen 2004-05. Aldrei hefur munað meiru á Íþróttamanni ársins og þeim sem endar í 2. sæti í kjörinu, eða 339 atkvæðum. Ómar var efstur á þrjátíu af þeim 31 lista sem skilað var inn. Ekki er enn vitað hvað vakti fyrir þeim sem setti Ómar ekki í efsta sæti. Í ár var valið mjög einfalt. Ómar átti einfaldlega fullkomið ár og eitt það besta sem íslenskur íþróttamaður hefur nokkurn tímann átt. Hann byrjaði árið á því að vera markakóngur EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Ómar var góður í riðlakeppninni en frammistaða hans eftir það, og eftir að hver leikmaðurinn á fætur öðrum hrökk úr skaftinu vegna kórónuveirunnar, var ekkert minna en stórkostleg. Þar stimplaði Ómar sig inn hjá þjóðinni. Fram að þessu hafði hann nefnilega ekki átt sjö dagana sæla með landsliðinu. Fræg mistök hans gegn Norður-Makedóníumönnum í Laugardalshöllinni rötuðu í Áramótaskaup og á HM 2021 skoraði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson fleiri mörk en hann utan af velli. Þá var hann utan hóps í nokkrum leikjum á því móti. En þetta breyttist allt í ársbyrjun þar sem Ómar og alls konar félagar hans yljuðu þjóðinni í janúarkuldanum. Íslendingar áttu sitt besta stórmót í átta ár og kveiktu aftur neistann milli þjóðar og liðs sem var hættulega nálægt því að vera slökknaður eftir nokkur „bleh“ mót í röð. Ómar Ingi tekur við verðlaunum fyrir að vera markakóngur EM 2022.vísir/hulda margrét Í janúar fór Ómar úr því að vera neðanmálsgrein hjá þjóðinni í að vera fyrirsögn. Hann skoraði 59 mörk, þrjátíu mörkum meira en næsti maður í íslenska liðinu, og var með tíu mörk eða meira í þremur af síðustu fjórum leikjum Íslands á mótinu. Auk þess dældi hann út stoðsendingum og spilaði góða vörn. Ómar hélt svo uppteknum hætti með Magdeburg eftir EM. Hann leiddi liðið til fyrsta Þýskalandsmeistaratitils síns í 21 ár, eða síðan önnur íslensk örvhent skytta, sjálfur Ólafur Stefánsson, gerði það 2001. Ómar var valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar með miklum yfirburðum og var næstmarkahæsti leikmaður hennar og þriðji stoðsendingahæstur. Þá komst Magdeburg einnig í úrslit EHF-bikarsins og þýsku bikarkeppninnar. Ómar Ingi lyftir þýska meistaraskildinum.getty/Martin Rose Magdeburg vann hins vegar úrslitaleik HM félagsliða í haust. Ómar sneri aftur í liðið eftir veikindi fyrir mótið og var stórkostlegur í úrslitaleiknum gegn Barcelona. Hann skoraði tólf mörk, meðal annars tvö síðustu mörk Magdeburg í leiknum. Gísli Þorgeir Kristjánsson var einnig magnaður og skoraði sex mörk og gaf átta stoðsendingar. Þeir tveir mynda besta tvíeyki handboltans í dag og það er hægt að segja, án þess að það þurfi að rassamæla viðkomandi, að Ómar sé besti handboltamaður heims um þessar mundir. Íslendingur hefur ekki verið í þeirri stöðu síðan Óli Stef tók árið magnaða 2008-09 þegar hann leiddi Ciudad Real tvívegis til sigurs í Meistaradeild Evrópu og íslenska landsliðið til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking. Samanburðurinn við Ólaf kemur stundum upp í umræðunni um Ómar enda báðir örvhentar skyttur sem léku með Val, Magdeburg og íslenska landsliðinu. Ólafur Stefánsson fagnar sigrinum frækna á Spánverjum á Ólympíuleikunum í Peking.vísir/vilhelm Ómar á auðvitað langa leið fyrir höndum ef hann ætlar að ná geitinni* sjálfri. Ólafur er ekki bara einn besti handboltamaður sögunnar, og kannski sá besti, heldur mesti íþróttamaður sem Ísland hefur alið. En það er ekki svo fráleitt að Ómar nái í skottið á honum. Hann er eftir allt saman kominn mun lengra en Ólafur var á hans aldri. Þegar Ólafur var 25 ára var hann nýgenginn í raðir Magdeburg, hafði ekki enn átt framúrskarandi stórmót með íslenska landsliðinu og aðeins einu sinni verið á topp tíu í kjörinu á Íþróttamanni ársins. Hálfþrítugur Ómar trónir aftur á móti á toppi handboltaheimsins. Ómar Ingi ásamt kærustu sinni.vísir/hulda margrét En Ómar á eftir að vinna Meistaradeildina, hvað þá fjórum sinnum eins og Ólafur, og leiða landsliðið til verðlauna á stórmóti. Hann afrekar vonandi hvoru tveggja áður en langt um líður og það væri ekki úr vegi að byrja núna á heimsmeistaramótinu í janúar. Þótt enn séu tvær vikur í mótið er íslenska þjóðin búin að taka handboltasóttina sem aldrei fyrr og væntingar til liðsins hafa ekki verið meiri í áratug. Og skiljanlega. Íslenska liðið er frábærlega mannað og með allt til alls til að fara langt. Ómar átti frábært ár 2021, stórkostlegt ár 2022 en verður árið 2023 sögulegt? Við vonum það svo sannarlega. *Á ensku er GOAT skammstöfun fyrir Greatest of All Time. Í íslensku íþróttalífi er því stundum talað um geitur þegar rætt er um yfirburðaíþróttafólk. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Utan vallar Íþróttamaður ársins Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Selfyssingurinn 25 ára gamli var kjörinn Íþróttamaður ársins í gær, annað árið í röð. Aðeins sex aðrir hafa afrekað það að verða Íþróttamaður ársins tvisvar sinnum, eða oftar, í röð: Vilhjálmur Einarsson 1956-59 og 1961-62, Hreinn Halldórsson 1977-78, Jón Arnar Magnússon 1995-96, Örn Arnarson 1998-99, Ólafur Stefánsson 2002-03 og 2008-09 og Eiður Smári Guðjohnsen 2004-05. Aldrei hefur munað meiru á Íþróttamanni ársins og þeim sem endar í 2. sæti í kjörinu, eða 339 atkvæðum. Ómar var efstur á þrjátíu af þeim 31 lista sem skilað var inn. Ekki er enn vitað hvað vakti fyrir þeim sem setti Ómar ekki í efsta sæti. Í ár var valið mjög einfalt. Ómar átti einfaldlega fullkomið ár og eitt það besta sem íslenskur íþróttamaður hefur nokkurn tímann átt. Hann byrjaði árið á því að vera markakóngur EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Ómar var góður í riðlakeppninni en frammistaða hans eftir það, og eftir að hver leikmaðurinn á fætur öðrum hrökk úr skaftinu vegna kórónuveirunnar, var ekkert minna en stórkostleg. Þar stimplaði Ómar sig inn hjá þjóðinni. Fram að þessu hafði hann nefnilega ekki átt sjö dagana sæla með landsliðinu. Fræg mistök hans gegn Norður-Makedóníumönnum í Laugardalshöllinni rötuðu í Áramótaskaup og á HM 2021 skoraði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson fleiri mörk en hann utan af velli. Þá var hann utan hóps í nokkrum leikjum á því móti. En þetta breyttist allt í ársbyrjun þar sem Ómar og alls konar félagar hans yljuðu þjóðinni í janúarkuldanum. Íslendingar áttu sitt besta stórmót í átta ár og kveiktu aftur neistann milli þjóðar og liðs sem var hættulega nálægt því að vera slökknaður eftir nokkur „bleh“ mót í röð. Ómar Ingi tekur við verðlaunum fyrir að vera markakóngur EM 2022.vísir/hulda margrét Í janúar fór Ómar úr því að vera neðanmálsgrein hjá þjóðinni í að vera fyrirsögn. Hann skoraði 59 mörk, þrjátíu mörkum meira en næsti maður í íslenska liðinu, og var með tíu mörk eða meira í þremur af síðustu fjórum leikjum Íslands á mótinu. Auk þess dældi hann út stoðsendingum og spilaði góða vörn. Ómar hélt svo uppteknum hætti með Magdeburg eftir EM. Hann leiddi liðið til fyrsta Þýskalandsmeistaratitils síns í 21 ár, eða síðan önnur íslensk örvhent skytta, sjálfur Ólafur Stefánsson, gerði það 2001. Ómar var valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar með miklum yfirburðum og var næstmarkahæsti leikmaður hennar og þriðji stoðsendingahæstur. Þá komst Magdeburg einnig í úrslit EHF-bikarsins og þýsku bikarkeppninnar. Ómar Ingi lyftir þýska meistaraskildinum.getty/Martin Rose Magdeburg vann hins vegar úrslitaleik HM félagsliða í haust. Ómar sneri aftur í liðið eftir veikindi fyrir mótið og var stórkostlegur í úrslitaleiknum gegn Barcelona. Hann skoraði tólf mörk, meðal annars tvö síðustu mörk Magdeburg í leiknum. Gísli Þorgeir Kristjánsson var einnig magnaður og skoraði sex mörk og gaf átta stoðsendingar. Þeir tveir mynda besta tvíeyki handboltans í dag og það er hægt að segja, án þess að það þurfi að rassamæla viðkomandi, að Ómar sé besti handboltamaður heims um þessar mundir. Íslendingur hefur ekki verið í þeirri stöðu síðan Óli Stef tók árið magnaða 2008-09 þegar hann leiddi Ciudad Real tvívegis til sigurs í Meistaradeild Evrópu og íslenska landsliðið til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking. Samanburðurinn við Ólaf kemur stundum upp í umræðunni um Ómar enda báðir örvhentar skyttur sem léku með Val, Magdeburg og íslenska landsliðinu. Ólafur Stefánsson fagnar sigrinum frækna á Spánverjum á Ólympíuleikunum í Peking.vísir/vilhelm Ómar á auðvitað langa leið fyrir höndum ef hann ætlar að ná geitinni* sjálfri. Ólafur er ekki bara einn besti handboltamaður sögunnar, og kannski sá besti, heldur mesti íþróttamaður sem Ísland hefur alið. En það er ekki svo fráleitt að Ómar nái í skottið á honum. Hann er eftir allt saman kominn mun lengra en Ólafur var á hans aldri. Þegar Ólafur var 25 ára var hann nýgenginn í raðir Magdeburg, hafði ekki enn átt framúrskarandi stórmót með íslenska landsliðinu og aðeins einu sinni verið á topp tíu í kjörinu á Íþróttamanni ársins. Hálfþrítugur Ómar trónir aftur á móti á toppi handboltaheimsins. Ómar Ingi ásamt kærustu sinni.vísir/hulda margrét En Ómar á eftir að vinna Meistaradeildina, hvað þá fjórum sinnum eins og Ólafur, og leiða landsliðið til verðlauna á stórmóti. Hann afrekar vonandi hvoru tveggja áður en langt um líður og það væri ekki úr vegi að byrja núna á heimsmeistaramótinu í janúar. Þótt enn séu tvær vikur í mótið er íslenska þjóðin búin að taka handboltasóttina sem aldrei fyrr og væntingar til liðsins hafa ekki verið meiri í áratug. Og skiljanlega. Íslenska liðið er frábærlega mannað og með allt til alls til að fara langt. Ómar átti frábært ár 2021, stórkostlegt ár 2022 en verður árið 2023 sögulegt? Við vonum það svo sannarlega. *Á ensku er GOAT skammstöfun fyrir Greatest of All Time. Í íslensku íþróttalífi er því stundum talað um geitur þegar rætt er um yfirburðaíþróttafólk.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Utan vallar Íþróttamaður ársins Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti