Var kallaður svikari og rekinn í beinni: „Þetta er týpískur Mourinho“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2022 13:01 José Mourinho og Rick Karsdorp áður en þeim sinnaðist. getty/Alessandro Sabattini Lögmaður Ricks Karsdorp, leikmanns Roma, gagnrýndi José Mourinho fyrir meðferð hans á leikmanninum. Eftir 1-1 jafntefli Roma við Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði kallaði Mourinho einn leikmann sinn svikara og rak hann nánast í beinni. „Við erum með svikara í liðinu sem sveik alla aðra. Það er synd,“ sagði Mourinho hundfúll eftir leikinn gegn Sassuolo. „Heilt yfir er ég sáttur við liðið en þetta er stakur leikmaður sem ég er að tala um. Í dag notaði ég sextán leikmenn. Ég var ánægður með fimmtán þeirra.“ Þótt Mourinho hafi ekki sagt hver svikarinn væri greindu ítalskir fjölmiðlar frá því að hann hefði beint spjótum sínum af Karsdorp sem honum fannst verjast illa í jöfnunarmarki Sassuolo. Karsdorp hefur ekki spilað fyrir Roma frá leiknum 10. nóvember. Lögmaður Karsdorp, Salvatore Civale, skaut á Mourinho í viðtali við Calciomercato. „Stuðningsmennirnir tóku ummæli hans bókstaflega og sóttu að Karsdorp á flugvellinum sem og á samfélagsmiðlum. Þegar leikmaðurinn sér 40-50 stuðningsmenn fyrir utan heimili sitt til að hvetja hann til að yfirgefa félagið skiptir ekki máli þótt Mourinho hafi ekki nafngreint hann,“ sagði lögmaðurinn. „Félagið hefur ekkert gert til að verja hann. Þetta er týpískur Mourinho,“ bætti Civale við. Roma keypti Karsdorp eftir að hann varð hollenskur meistari með Feyenoord 2017. Hann hefur leikið 121 leik fyrir Roma en afar ólíklegt þykir að þeir verði fleiri. Ítalski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Íslenski boltinn „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Körfubolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
Eftir 1-1 jafntefli Roma við Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði kallaði Mourinho einn leikmann sinn svikara og rak hann nánast í beinni. „Við erum með svikara í liðinu sem sveik alla aðra. Það er synd,“ sagði Mourinho hundfúll eftir leikinn gegn Sassuolo. „Heilt yfir er ég sáttur við liðið en þetta er stakur leikmaður sem ég er að tala um. Í dag notaði ég sextán leikmenn. Ég var ánægður með fimmtán þeirra.“ Þótt Mourinho hafi ekki sagt hver svikarinn væri greindu ítalskir fjölmiðlar frá því að hann hefði beint spjótum sínum af Karsdorp sem honum fannst verjast illa í jöfnunarmarki Sassuolo. Karsdorp hefur ekki spilað fyrir Roma frá leiknum 10. nóvember. Lögmaður Karsdorp, Salvatore Civale, skaut á Mourinho í viðtali við Calciomercato. „Stuðningsmennirnir tóku ummæli hans bókstaflega og sóttu að Karsdorp á flugvellinum sem og á samfélagsmiðlum. Þegar leikmaðurinn sér 40-50 stuðningsmenn fyrir utan heimili sitt til að hvetja hann til að yfirgefa félagið skiptir ekki máli þótt Mourinho hafi ekki nafngreint hann,“ sagði lögmaðurinn. „Félagið hefur ekkert gert til að verja hann. Þetta er týpískur Mourinho,“ bætti Civale við. Roma keypti Karsdorp eftir að hann varð hollenskur meistari með Feyenoord 2017. Hann hefur leikið 121 leik fyrir Roma en afar ólíklegt þykir að þeir verði fleiri.
Ítalski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Íslenski boltinn „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Körfubolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira