Fótbolti

Hefur skorað á móti öllum liðum sem hann hefur mætt í deildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Engu liði í ensku úrvalsdeildinni hefur tekist að koma í veg fyrir það að Harry Kane skori.
Engu liði í ensku úrvalsdeildinni hefur tekist að koma í veg fyrir það að Harry Kane skori. Eddie Keogh/Getty Images

Harry Kane, framherji Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, skoraði fyrra mark liðsins er Tottenham gerði 2-2 jafntefli gegn Brentford í gær. 

Kane hefur nú skorað á móti öllum þeim 32 liðum sem hann hefur mætt í ensku úrvalsdeildinni. Hann er ekki sá eini sem hefur skorað á móti öllum sínum andstæðingum í deildinni, en enginn leikmaður hefur skorað gegn jafn mörgum liðum og enski landsliðsfyrirliðinn.

Þetta var ekki eina metið sem Kane sló í gær, en þetta var hans tíunda mark á öðrum degi jóla í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur því skorað fleiri mörk en nokkur annar leikmaður á öðrum degi jóla, einu meira en Robbie Fowler sem skoraði níu mörk á þessum degi á sínum ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×