Siðmennt fær 68 milljónir í sóknargjöld á næsta ári Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2022 12:12 Inga Auðbjörg K. Straumland og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands. Inga segir Þjóðkirkjuna fá gríðarlega mikið fé til sinnar starfsemi, rúma tvo milljarða í sóknargjöld auk 4,2 milljarða til að reka Biskupsstofu. Hörð hagsmunabarátta Þjóðkirkjunnar á hækkun sóknargjalda hefur hins vegar eflt hag Siðmenntar sem fær 68 milljónir í sóknargjöld á næsta ári. vísir/Baldur/aðsend Siðmennt fær samkvæmt lauslegum útreikningum formannsins um 68 milljónir króna í sóknargjöld á næsta ári. Inga Auðbjörg K. Straumland formaður Siðmenntar segir þetta alltof mikið og til komið vegna grjótharðrar hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar. Hún ætlar samt að þiggja fjármunina. Inga Auðbjörg hefur gagnrýnt Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands harðlega vegna orða sem féllu í jólapredikun biskups í Grafarvogskirkju um hátíðarnar. „Guð birtist hér á jörð í barninu Jesú. Það er ekki vinsælt að nefna nafnið hans í opinberri umræðu. Það hefur verið þöggun í gangi varðandi Guð kristinna manna. Spurt var hvort samhengi væri milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki mætti lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins,“ sagði biskup meðal annars í ræðu sinni. Óskiljanlegur barlómur biskups Inga Auðbjörg telur þessi ummæli verulega ósmekkleg, að biskup vilji gera sig að fórnarlambi standist enga skoðun sé litið til forréttindastöðu hennar og Þjóðkirkjunnar. „Forstjóri ríkisstofnunar sem fær tæplega 7 milljarða í styrki frá ríkinu og 80 klukkustundir af ókeypis áróðri í ríkisútvarpinu, kvartar yfir þöggun,“ segir Inga Auðbjörg í tilefni þessara orða. Inga Auðbjörg var gestur í útvarpsþættinum Bítið nú í morgun þar sem hún fór nánar í saumana á þessu máli. Þar sagði hún meðal annars að sóknargjöldin væru alltof há; „við fáum allt of mikil sóknargjöld. Það er alltaf verið að hækka þau og við höfum mótmælt því. Hún var spurð seinna í þættinum hversu mikið það væri sem Siðmennt fær á næsta ári í gegnum það fyrirkomulag? „Ég held ég hafi verið að að reikna það út að það væri eitthvað í kringum 68 milljónir. En það var bara ég á vasareikninum. Var ekki verið að hækka það í 1.900 krónur sirka á mánuði á persónu?“ spurði Inga. Framlag til Siðmenntar í kjölsogi hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar Ef til vill má það heita gráglettni örlaganna en rekja má þetta rausnarlega framlag til Siðmenntar til harðrar hagsmunabaráttu sem Þjóðkirkjan rekur fyrir sig; Siðmennt fylgir með í kjölsoginu. „Þetta er vegna þess að kirkjan lobbíar mjög hart á hverju ári fyrir fjárlögin. Þeim finnst einhvern veginn að sú lækkun sem þau tóku á sig í hruninu hafi ekki verið greidd til baka. Þetta er hægt að rekja í umsögnum sem Kirkjan sendi frá sér.“ segir Inga Að sögn Ingu fær Þjóðkirkjan rúma 2 milljarða í sóknargjöld á næsta ári. En ofan á það fær kirkjan 4,2 milljarða til að reka Biskupsstofu sem eru laun presta um allt land. „Við ætlum að þiggja þetta meðan það er kaka til skiptanna. Við getum þá notað þessa peninga til að niðurgreiða þjónustuna sem við bjóðum uppá fyrir okkar félaga. Því við erum náttúrlega ekki með hundrað starfsmenn á launaskrá ríkisins um allt land til að gifta, nefna og allt það.“ Trúmál Þjóðkirkjan Grunnskólar Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Bítið Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Inga Auðbjörg hefur gagnrýnt Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands harðlega vegna orða sem féllu í jólapredikun biskups í Grafarvogskirkju um hátíðarnar. „Guð birtist hér á jörð í barninu Jesú. Það er ekki vinsælt að nefna nafnið hans í opinberri umræðu. Það hefur verið þöggun í gangi varðandi Guð kristinna manna. Spurt var hvort samhengi væri milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki mætti lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins,“ sagði biskup meðal annars í ræðu sinni. Óskiljanlegur barlómur biskups Inga Auðbjörg telur þessi ummæli verulega ósmekkleg, að biskup vilji gera sig að fórnarlambi standist enga skoðun sé litið til forréttindastöðu hennar og Þjóðkirkjunnar. „Forstjóri ríkisstofnunar sem fær tæplega 7 milljarða í styrki frá ríkinu og 80 klukkustundir af ókeypis áróðri í ríkisútvarpinu, kvartar yfir þöggun,“ segir Inga Auðbjörg í tilefni þessara orða. Inga Auðbjörg var gestur í útvarpsþættinum Bítið nú í morgun þar sem hún fór nánar í saumana á þessu máli. Þar sagði hún meðal annars að sóknargjöldin væru alltof há; „við fáum allt of mikil sóknargjöld. Það er alltaf verið að hækka þau og við höfum mótmælt því. Hún var spurð seinna í þættinum hversu mikið það væri sem Siðmennt fær á næsta ári í gegnum það fyrirkomulag? „Ég held ég hafi verið að að reikna það út að það væri eitthvað í kringum 68 milljónir. En það var bara ég á vasareikninum. Var ekki verið að hækka það í 1.900 krónur sirka á mánuði á persónu?“ spurði Inga. Framlag til Siðmenntar í kjölsogi hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar Ef til vill má það heita gráglettni örlaganna en rekja má þetta rausnarlega framlag til Siðmenntar til harðrar hagsmunabaráttu sem Þjóðkirkjan rekur fyrir sig; Siðmennt fylgir með í kjölsoginu. „Þetta er vegna þess að kirkjan lobbíar mjög hart á hverju ári fyrir fjárlögin. Þeim finnst einhvern veginn að sú lækkun sem þau tóku á sig í hruninu hafi ekki verið greidd til baka. Þetta er hægt að rekja í umsögnum sem Kirkjan sendi frá sér.“ segir Inga Að sögn Ingu fær Þjóðkirkjan rúma 2 milljarða í sóknargjöld á næsta ári. En ofan á það fær kirkjan 4,2 milljarða til að reka Biskupsstofu sem eru laun presta um allt land. „Við ætlum að þiggja þetta meðan það er kaka til skiptanna. Við getum þá notað þessa peninga til að niðurgreiða þjónustuna sem við bjóðum uppá fyrir okkar félaga. Því við erum náttúrlega ekki með hundrað starfsmenn á launaskrá ríkisins um allt land til að gifta, nefna og allt það.“
Trúmál Þjóðkirkjan Grunnskólar Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Bítið Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira