„Við áttum okkur ekki alveg á því hvað gerðist“ Bjarki Sigurðsson skrifar 27. desember 2022 11:06 Mynd af rútunni eftir að hún festist við Pétursey. Aðsend Framkvæmdastjóri Hópbíla segir forsvarsmenn fyrirtækisins eiga eftir að ná betra tali af bílstjóranum sem festi rútu sína í tvígang um helgina eftir að hafa ekki virt vegalokanir. Verið sé að afla allra gagna málsins. Á jóladag festi rútubílstjóri rútu sína í tvígang í Mýrdalshrepp eftir að hafa ekki virt lokanir. Samskipti bílstjórans við björgunarsveitina reyndust ekki góð en um borð voru þrjátíu erlendir ferðamenn. Rútan festist fyrst seinni partinn á jóladag á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu, en veginum hafði þá verið lokað síðan um morguninn. Björgunarsveitarmönnum tókst síðan að losa rútuna. Seinna um kvöldið festist rútan aftur, þá nærri Hótel Dyrhólaey. Lengri tíma tók að losa hana þá en hún þveraði veginn og olli því að björgunarsveitarfólk átti erfitt með að komast leiða sinna. Í samtali við fréttastofu segir Guðjón Ármann Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hópbíla, að hann viti lítið um málið eins og er, enn sé verið að afla gagna um það. „Þetta er í okkar hefðbundna verkferli þegar eitthvað svona gerist. Þannig við erum bara að taka það saman,“ segir Guðjón. Guðjón Ármann Guðjónsson er framkvæmdastjóri Hópbíla. Aðspurður segir hann að bílstjórar fyrirtækisins eigi að fara eftir vegalokunum og tilmælum björgunarsveita. „Þannig við áttum okkur ekki alveg á því hvað gerðist. Við eigum eftir að ná betra tali af bílstjóranum. Þetta er bara allt í ferli. Ef vegur er lokaður þá er hann lokaður,“ segir Guðjón. Uppfært klukkan 11:38: Eftir að hafa fengið frekari upplýsingar um málið segir Guðjón að bílstjórinn og leiðsögumaðurinn hafi ekki séð merkingar um lokunina og því lent í þessari klemmu. „Þeir voru í raun og veru bara að koma fólkinu í gistingu. Fólkið er núna í góðu yfirlæti. Það slasaðist enginn eða ekki neitt slíkt. Það er stefnt að því að koma þeim heim í dag eða á morgun,“ segir Guðjón. Mýrdalshreppur Björgunarsveitir Veður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Virti ekki lokanir og þverar þjóðveginn Rútubílstjóri virti ekki lokanir og festi rútu á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu seinnipartinn í dag. Rútan situr enn föst og stirð samskipti hafa verið á milli björgunarsveitar og bílstjóra rútunnar. 25. desember 2022 16:29 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Á jóladag festi rútubílstjóri rútu sína í tvígang í Mýrdalshrepp eftir að hafa ekki virt lokanir. Samskipti bílstjórans við björgunarsveitina reyndust ekki góð en um borð voru þrjátíu erlendir ferðamenn. Rútan festist fyrst seinni partinn á jóladag á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu, en veginum hafði þá verið lokað síðan um morguninn. Björgunarsveitarmönnum tókst síðan að losa rútuna. Seinna um kvöldið festist rútan aftur, þá nærri Hótel Dyrhólaey. Lengri tíma tók að losa hana þá en hún þveraði veginn og olli því að björgunarsveitarfólk átti erfitt með að komast leiða sinna. Í samtali við fréttastofu segir Guðjón Ármann Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hópbíla, að hann viti lítið um málið eins og er, enn sé verið að afla gagna um það. „Þetta er í okkar hefðbundna verkferli þegar eitthvað svona gerist. Þannig við erum bara að taka það saman,“ segir Guðjón. Guðjón Ármann Guðjónsson er framkvæmdastjóri Hópbíla. Aðspurður segir hann að bílstjórar fyrirtækisins eigi að fara eftir vegalokunum og tilmælum björgunarsveita. „Þannig við áttum okkur ekki alveg á því hvað gerðist. Við eigum eftir að ná betra tali af bílstjóranum. Þetta er bara allt í ferli. Ef vegur er lokaður þá er hann lokaður,“ segir Guðjón. Uppfært klukkan 11:38: Eftir að hafa fengið frekari upplýsingar um málið segir Guðjón að bílstjórinn og leiðsögumaðurinn hafi ekki séð merkingar um lokunina og því lent í þessari klemmu. „Þeir voru í raun og veru bara að koma fólkinu í gistingu. Fólkið er núna í góðu yfirlæti. Það slasaðist enginn eða ekki neitt slíkt. Það er stefnt að því að koma þeim heim í dag eða á morgun,“ segir Guðjón.
Mýrdalshreppur Björgunarsveitir Veður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Virti ekki lokanir og þverar þjóðveginn Rútubílstjóri virti ekki lokanir og festi rútu á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu seinnipartinn í dag. Rútan situr enn föst og stirð samskipti hafa verið á milli björgunarsveitar og bílstjóra rútunnar. 25. desember 2022 16:29 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Virti ekki lokanir og þverar þjóðveginn Rútubílstjóri virti ekki lokanir og festi rútu á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu seinnipartinn í dag. Rútan situr enn föst og stirð samskipti hafa verið á milli björgunarsveitar og bílstjóra rútunnar. 25. desember 2022 16:29