Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.

Björgunarsveitirnar hafa sinnt þrefalt fleiri verkefnum það sem af er desember miðað við sama mánuð í fyrra. Ófærð og fannfergi hafa sett strik í reikninginn. Við ræðum við Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúa í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 um álagið á björgunarsveitarmenn undanfarið.

Þá ræðum við við Íslending búsettan í Cincinnatti í Bandaríkjunum um miklar vetrarhörkur þar í landi en hann segist aldrei hafa upplifað annað eins.

Við heimsækjum íbúa á Akranesi en mörg hundruð heimil þar í bæ voru án rafmagns í meira en hálfan sólarhring eftir að bilun kom upp í háspennustreng. Við hittum líka listamann á Seyðisfirði sem málar myndir sínar á gluggatjöld þegar hart er í ári. Þetta og fleira í fréttum okkar klukkan hálf sjö á Bylgjunni og Stöð 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×