Ætluðu að labba fimm kílómetra niður að Reynisfjöru í klofdjúpum snjó Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. desember 2022 16:45 Landeigandi veltir því fyrir sér hvort upplýsingagjöf hafi verið fullnægjandi, eða hvort ferðamenn vanmeti veðuráttuna. Vísir/Vilhelm Ferðamenn ætluðu að labba niður í Reynisfjöru, um fimm kílómetra aðra leið, í kafsnjó og fimbulkulda. Landeigandi hringdi á lögreglu sem sett hefur upp lokunarpósta við veginn. Vegurinn niður að Reynisfjöru hefur verið ófær vegna fannfergis í dag og hefur því ekki verið hægt að keyra niður að fjörunni. Ferðamenn létu snjóinn ekki stoppa sig, lögðu bílunum við þjóðveginn og ætluðu að labba niður eftir, rétt fyrir myrkur. Leiðin er um fimm kílómetra löng; tíu kílómetrar fram og til baka. Íris Guðnadóttir landeigandi segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki séð jafn mikinn snjó í fleiri áratugi. „Ég lít út um gluggann og sé 25 manna strollu sem er að ganga niður í Reynisfjöru. Og það er náttúrulega klofdjúpur snjór sums staðar og það er ekkert búið að ryðja veginn.“ Hún segist hafa haft samband við lögregluna sem þá var mætt á staðinn við afleggjarann til að passa að fleira fólk færi ekki fótgangandi niður að fjörunni. „Ég hugsa að ég rúlli bara og athugi með fólk því það er svolítið löng leið að labba til baka í myrkrinu, ef maður er orðinn kaldur, búinn að labba fimm kílómetra í miklum snjó og labba svo fimm kílómetra til baka,“ segir Íris. Á staðinn er nú mættur veghefill til að ryðja veginn en vegurinn var algjörlega ófær. Hún segir að stórar dráttarvélar hafi ekki einu sinni dugað til. „Þetta blessaðist allt saman sem betur fer. Ef veghefillinn hefði ekki komið þá hefði bara þurft að senda snjóbíl eða eitthvað slíkt til að sækja þetta fólk.“ Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. 23. nóvember 2022 23:00 „Það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa“ Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í gærkvöldi. Einn landeigenda segir mjög gott hljóð vera í hópnum og fundinn hafa gengið vel. Strax á föstudag hefst formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 22. júní 2022 14:35 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Vegurinn niður að Reynisfjöru hefur verið ófær vegna fannfergis í dag og hefur því ekki verið hægt að keyra niður að fjörunni. Ferðamenn létu snjóinn ekki stoppa sig, lögðu bílunum við þjóðveginn og ætluðu að labba niður eftir, rétt fyrir myrkur. Leiðin er um fimm kílómetra löng; tíu kílómetrar fram og til baka. Íris Guðnadóttir landeigandi segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki séð jafn mikinn snjó í fleiri áratugi. „Ég lít út um gluggann og sé 25 manna strollu sem er að ganga niður í Reynisfjöru. Og það er náttúrulega klofdjúpur snjór sums staðar og það er ekkert búið að ryðja veginn.“ Hún segist hafa haft samband við lögregluna sem þá var mætt á staðinn við afleggjarann til að passa að fleira fólk færi ekki fótgangandi niður að fjörunni. „Ég hugsa að ég rúlli bara og athugi með fólk því það er svolítið löng leið að labba til baka í myrkrinu, ef maður er orðinn kaldur, búinn að labba fimm kílómetra í miklum snjó og labba svo fimm kílómetra til baka,“ segir Íris. Á staðinn er nú mættur veghefill til að ryðja veginn en vegurinn var algjörlega ófær. Hún segir að stórar dráttarvélar hafi ekki einu sinni dugað til. „Þetta blessaðist allt saman sem betur fer. Ef veghefillinn hefði ekki komið þá hefði bara þurft að senda snjóbíl eða eitthvað slíkt til að sækja þetta fólk.“
Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. 23. nóvember 2022 23:00 „Það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa“ Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í gærkvöldi. Einn landeigenda segir mjög gott hljóð vera í hópnum og fundinn hafa gengið vel. Strax á föstudag hefst formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 22. júní 2022 14:35 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. 23. nóvember 2022 23:00
„Það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa“ Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í gærkvöldi. Einn landeigenda segir mjög gott hljóð vera í hópnum og fundinn hafa gengið vel. Strax á föstudag hefst formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 22. júní 2022 14:35