Ferðamenn beri ekki nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2022 18:55 Björgunarsveitarmenn í Vík þurftu að koma fjölda erlendra ferðamanna til aðstoðar. Sigurður Pétur Jóhannsson Fjöldinn allur af ferðamönnum eru veðurtepptir í Vík í Mýrdal en hótelstarfsmaður segir marga ferðamenn ekki bera nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru. Það kom honum á óvart hversu fáir afbókuðu gistingu á hótelinu og komu til Víkur þrátt fyrir að búið væri að loka vegum. „Það er ansi mikið að gera,“ segir Kjartan Hlöðversson, starfsmaður á Hótel Kötlu. Hann segir um 155 ferðamenn gista nú á hótelinu og segir að hafi komið sér á óvart hversu margir ferðamenn hafi komist leiðar sinnar til Víkur í gærkvöldi, jafnvel eftir að þjóðveginum var lokað. „Við gerðum ráð fyrir degi þar sem við myndum fá helling af afbókunum en það var bara merkilega lítið af þeim. Það voru held ég þrír eða fjórir sem afbókuðu, sem okkur fannst bara ótrúlegt í gær. Ég held bara að ferðamenn beri ekki nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru. Þau henda sér af stað sama þótt götur séu færar eða ekki.“ Langflest herbergin eru í notkun núna að sögn Kjartans. Hann segir að fáir séu að stressa sig á ástandinu. „Margir sem koma hingað halda jólin ekki hátíðleg á sama hátt og við gerum. Ferðamenn koma hingað til að upplifa snjóinn og norðurljósin. Fólk fékk heldur betur snjóinn í gær og svo spáir reyndar norðurljósum í kvöld, þótt það verði nú ansi skýjað“ segir Kjartan og hlær. Þrátt fyrir aðstæður svífi því jólaandinn yfir vötnum. „Eins og er, eru allir bara jákvæðir, fólk sættir sig við þetta. Það veit að það er á Íslandi. Ég segi bara welcome to Iceland.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það er ansi mikið að gera,“ segir Kjartan Hlöðversson, starfsmaður á Hótel Kötlu. Hann segir um 155 ferðamenn gista nú á hótelinu og segir að hafi komið sér á óvart hversu margir ferðamenn hafi komist leiðar sinnar til Víkur í gærkvöldi, jafnvel eftir að þjóðveginum var lokað. „Við gerðum ráð fyrir degi þar sem við myndum fá helling af afbókunum en það var bara merkilega lítið af þeim. Það voru held ég þrír eða fjórir sem afbókuðu, sem okkur fannst bara ótrúlegt í gær. Ég held bara að ferðamenn beri ekki nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru. Þau henda sér af stað sama þótt götur séu færar eða ekki.“ Langflest herbergin eru í notkun núna að sögn Kjartans. Hann segir að fáir séu að stressa sig á ástandinu. „Margir sem koma hingað halda jólin ekki hátíðleg á sama hátt og við gerum. Ferðamenn koma hingað til að upplifa snjóinn og norðurljósin. Fólk fékk heldur betur snjóinn í gær og svo spáir reyndar norðurljósum í kvöld, þótt það verði nú ansi skýjað“ segir Kjartan og hlær. Þrátt fyrir aðstæður svífi því jólaandinn yfir vötnum. „Eins og er, eru allir bara jákvæðir, fólk sættir sig við þetta. Það veit að það er á Íslandi. Ég segi bara welcome to Iceland.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira