Ofát og hálka varð fólki að falli í gær Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. desember 2022 12:01 Nóg var um að vera á bráðamóttökunni í gær. Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks leitaði á bráðamóttöku Landspítalans í gær og í nótt vegna hálkumeiðsla. Þá var nokkuð um að fólk leitaði sér aðstoðar vegna ofáts. „Það komu um hundrað og fimmtíu einstaklingar á braðamóttökuna síðasta sólarhringinn, sem er svipað og á venjulegum degi hjá okkur,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á Bráðamóttökunni. Kvefpestir herji nú á landann. „Það er nú áfram þungur faraldur af öndunarfærasýkingum. RS veirur, inflúensa og Covid að valda álagi á Landspítalanum og bráðamóttökunni.“ Greinilegt er að nýfallinn snjórinn hafi gert landsmönnum grikk. „Það var nokkuð um hálkuslys í gær þar sem snjóaði ofan á ísinn og var nokkkuð lúmsk hálka,“ segir Hjalti Már. Hjalti Már, yfirlæknir á bráðamóttökunni.Vísir/Arnar Nokkrir hafi verið með beinbrot en þó færri en á öðrum erfiðum hálkudögum. „Þannig mér sýnist að margir hafi notað mannbrodda og farið varlega í hálkunni.“ Þá hafi verið nokkuð um það, eins og fyrri ár, að fólk hafi borðað yfir sig. „Það er árlegur viðburður í heilbrigðiskerfinu sem við þekkjum, að þeir sem eru veikir fyrir í hjarta fari sér fullgeyst í jólamáltíðinni og fái þá lungnabjúg og öndunarerfiðleika og komi á spítalann út af því,“ segir Hjalti. „Það er ágætt að fólk gæti sér hófs í matarátinu og hlusti á líkamann og borði ekki yfir sig.“ Jól Landspítalinn Heilbrigðismál Veður Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
„Það komu um hundrað og fimmtíu einstaklingar á braðamóttökuna síðasta sólarhringinn, sem er svipað og á venjulegum degi hjá okkur,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á Bráðamóttökunni. Kvefpestir herji nú á landann. „Það er nú áfram þungur faraldur af öndunarfærasýkingum. RS veirur, inflúensa og Covid að valda álagi á Landspítalanum og bráðamóttökunni.“ Greinilegt er að nýfallinn snjórinn hafi gert landsmönnum grikk. „Það var nokkuð um hálkuslys í gær þar sem snjóaði ofan á ísinn og var nokkkuð lúmsk hálka,“ segir Hjalti Már. Hjalti Már, yfirlæknir á bráðamóttökunni.Vísir/Arnar Nokkrir hafi verið með beinbrot en þó færri en á öðrum erfiðum hálkudögum. „Þannig mér sýnist að margir hafi notað mannbrodda og farið varlega í hálkunni.“ Þá hafi verið nokkuð um það, eins og fyrri ár, að fólk hafi borðað yfir sig. „Það er árlegur viðburður í heilbrigðiskerfinu sem við þekkjum, að þeir sem eru veikir fyrir í hjarta fari sér fullgeyst í jólamáltíðinni og fái þá lungnabjúg og öndunarerfiðleika og komi á spítalann út af því,“ segir Hjalti. „Það er ágætt að fólk gæti sér hófs í matarátinu og hlusti á líkamann og borði ekki yfir sig.“
Jól Landspítalinn Heilbrigðismál Veður Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira