Kaldasti desember í hálfa öld gæti fylgt einum hlýjasta nóvember í sögunni Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2022 10:50 Frost hefur verið í Reykjavík samfellt frá 7. desember og um liðna helgi tók snjó að kyngja niður. Vísir/Vilhelm Horfur eru á að desember gæti orðið sá kaldasti á landinu í tæp fimmtíu ár. Meðalhitinn á landinu í nóvember var sá hæsti frá upphafi mælinga. Um átta gráða sveifla gæti orðið á meðalhitanum í Reykjavík á milli nóvembers og desembers. Samfelldur frostakafli hefur verið frá því snemma í desember. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að spár um áframhaldandi kulda á landinu séu eindregnar yfir jólin og fram að áramótum. Þannig gæti meðalhiti í Reykjavík síðustu níu daga ársins verið um -5 gráður en á Akureyri -7 til -8 gráður. Gangi þær spár eftir gæti meðalhitinn í Reykjavík í desember verið á bilinu -3 til -3,5 gráður. Aðeins einu sinni hefur meðalhitinn vetrarmánaðar farið niður fyrir -3 gráður á þessari öld, í febrúar 2002. Þá náði hann -3,3 gráðum. Á Akureyri gæti meðalhitinn endað í -4,5 til -5 gráðum. „Ef fram fer sem horfir gæti þessi yfirstandandi desember orðið sá kaldasti frá 1973,“ skrifar Einar í færslu á Facebook-síðu sinni og vísar til meðalhitans á landsvísu. Í samtali við Vísi segir Einar ekkert benda til þess að veðráttan sé við það að snúast í aðra átt „Það er alveg sama hvaða spár maður skoðar, það er bara miskalt,“ segir Einar. Helsta óvissan sé um frekari snjókomu og hversu mikil hún kann að verða. Einar segist að líklega muni víðast hvar bæta eitthvað í snjó. Veðurstofan spáir éljum norðan- og austanlands í dag og lítilsháttar snjókomu við suðurströndina seint í kvöld. Á aðfangadag gerir hún ráð fyrir snjókomu eða éljum víða. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Stöð 2 Óvenjulangvarandi frost Einar segir sérstakt hversu lengi frostið hafi varað. Gangi spár eftir muni verða komnar þrjár vikur án nokkurrar hláku. „Í seinni tíð vekur það athygli. Frosthörkur sem voru hérna í tengslum við hafískomur stóðu gjarnan lengi. Það hefur enginn hafís verið nærri landinu lengi eins og við vitum,“ segir hann. Þessi mikla hitasveifla frá nóvember leiði hugann að hversu vetrarveðráttan á Íslandi geti verið breytileg. Líklega sé hún tilviljun en mögulega séu tengsl á milli. Of snemmt sé að segja til um það. „Við fáum eiginlega aldrei einhverja heila vetur sem bera sama svipmót. Það eru alltaf ólíkir kaflar innan vetrarins og svo tölum við um kannski eitthvert einkenni sem við munum betur en annað, einhvern illviðrabálk, einhverja óvenjulega hláku eða eitthvað slíkt,“ segir Einar. Veður Tengdar fréttir Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Samfelldur frostakafli hefur verið frá því snemma í desember. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að spár um áframhaldandi kulda á landinu séu eindregnar yfir jólin og fram að áramótum. Þannig gæti meðalhiti í Reykjavík síðustu níu daga ársins verið um -5 gráður en á Akureyri -7 til -8 gráður. Gangi þær spár eftir gæti meðalhitinn í Reykjavík í desember verið á bilinu -3 til -3,5 gráður. Aðeins einu sinni hefur meðalhitinn vetrarmánaðar farið niður fyrir -3 gráður á þessari öld, í febrúar 2002. Þá náði hann -3,3 gráðum. Á Akureyri gæti meðalhitinn endað í -4,5 til -5 gráðum. „Ef fram fer sem horfir gæti þessi yfirstandandi desember orðið sá kaldasti frá 1973,“ skrifar Einar í færslu á Facebook-síðu sinni og vísar til meðalhitans á landsvísu. Í samtali við Vísi segir Einar ekkert benda til þess að veðráttan sé við það að snúast í aðra átt „Það er alveg sama hvaða spár maður skoðar, það er bara miskalt,“ segir Einar. Helsta óvissan sé um frekari snjókomu og hversu mikil hún kann að verða. Einar segist að líklega muni víðast hvar bæta eitthvað í snjó. Veðurstofan spáir éljum norðan- og austanlands í dag og lítilsháttar snjókomu við suðurströndina seint í kvöld. Á aðfangadag gerir hún ráð fyrir snjókomu eða éljum víða. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Stöð 2 Óvenjulangvarandi frost Einar segir sérstakt hversu lengi frostið hafi varað. Gangi spár eftir muni verða komnar þrjár vikur án nokkurrar hláku. „Í seinni tíð vekur það athygli. Frosthörkur sem voru hérna í tengslum við hafískomur stóðu gjarnan lengi. Það hefur enginn hafís verið nærri landinu lengi eins og við vitum,“ segir hann. Þessi mikla hitasveifla frá nóvember leiði hugann að hversu vetrarveðráttan á Íslandi geti verið breytileg. Líklega sé hún tilviljun en mögulega séu tengsl á milli. Of snemmt sé að segja til um það. „Við fáum eiginlega aldrei einhverja heila vetur sem bera sama svipmót. Það eru alltaf ólíkir kaflar innan vetrarins og svo tölum við um kannski eitthvert einkenni sem við munum betur en annað, einhvern illviðrabálk, einhverja óvenjulega hláku eða eitthvað slíkt,“ segir Einar.
Veður Tengdar fréttir Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54