Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2022 19:21 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og fjölmenn samninganefnd félagsins mættu með nýtt og breytt tilboð til SA hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. Efling mætti með breytt tilboð frá kröfum sem lagðar voru fram í síðustu viku til Samtaka atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Launahækkanir verði á bilinu 57.500 til 65.558 krónur að meðtalinni 15.000 króna framfærsluuppbót. Grafík/Hjalti Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið hafa fallist á að hagvaxtarauki sem koma átti til greiðslu í vor samkvæmt nýútrunnum samningum falli niður en verði bættur upp með öðrum launaliðshækkunum. Formaður Eflingar segir að nú verði samninganefnd félagsins að leggjast yfir málin eftir að SA hafnaði nýju tilboði félagsins í morgun.Vísir/Vilhelm „Samtök atvinnulífsins féllust ekki á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Þannig að það var bara niðurstaða fundarins,“ sagði Sólveig Anna að loknum fundi. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA mætti hálfstiginn upp úr flensu til fundarins og minnti á að nú lægju fyrir samþykktir kjarasamningar við um 80 þúsund manns í landinu. Kröfur Eflingar vikju í öllum meginatriðum frá þeim línum sem þar hefðu verið lagðar. Halldór Benjamín Þorbergsson hefur legið í flensu undanfarna daga en lét sig hafa það að mæta til fundar við samninganefnd Eflingar í morgun.Vísir/Vilhelm „Frá þeirri línu geta Samtök atvinnulífsins ekki hvikað. Vegna þess að þá værum við að bregðast trúnaði fólksins í landinu. Á þeim grunni lýsti ég því yfir með mjög afdráttarlausum hætti að það tilboð sem lagt var fram gæti aldrei orðið grundvöllur að kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór Benjamín. Formaður Eflingar segir tilboð félagsins þýða að mest yrði launahækkun upp á 66 tæplega þúsund krónur. „Þeir samningar sem náðst hafa og nú hafa verið samþykktir hjá iðnaðarmönnum og verslunarmönnum þar er einmitt hæsta hækkunin 66 þúsund. Þannig að við erum þarna að vinna með þær nálganir sem niðurstaða hefur náðst um á vinnumarkaði,“ segir Sólveig Anna. Nú þurfi samninganefnd Eflingar að setjast yfir málin og meta næstu skref. Ríkissáttasemjari og aðstoðarsáttasemjari fyrir miðju ásamt samninganefnd SA (tv) og framlínu samninganefndar Eflingar.Vísir/Vilhelm „Það er alveg sjálfsagt að sýna sveigjanleika og útsjónarsemi til að koma sérstaklega til móts við einstaka viðsemjendur. En við getum aldrei hvikað frá þessu kostnaðarmati. Á þeim grunni kaus ríkissáttasemjari að boða til nýs fundar milli jóla og nýárs, að morgni 27. desember, og ég kýs að túlka þau orð með þeim hætti að Efling hafi fallist á viðræður á þeim grundvelli sem ég tel að sé risastórt skref í rétta átt,“ segir framkvæmdastjóri SA. Þá verða aðeins fimm dagar til áramóta. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Eflingar og SA aftur til fundar á þriðjudagsmorgun, fimm dögum fyrir áramót.Vísir/Vilhelm „Með því að semja fyrir áramót hef ég sagt að við getum tryggt afturvirkni kjarasamningsins til 1. nóvember. En því lengur sem kjaraviðræður tefjast, því erfiðara verður að tryggja slíka afturvirkni,“ segir Halldór Benjamín. Formaður Eflingar óttast ekki að félagar hennar tapi afturvirkni samninga til 1. nóvember. „Nei, ég hræðist það ekki. Enda væri það náttúrlega fráleitt að fara að refsa sérstaklega verka- og láglaunafólki höfuðborgarsvæðisins sem knýr hér áfram hjól hagvaxtarins, sem heldur öllu gangandi, fyrir það að standa í öflugri kjarabaráttu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59 Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Sólveig Anna segir Eflingu hafa komið til móts við SA en vill meiri hækkanir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að félagið hafi komið til móts við Samtök atvinnulífsins með nýju samningstilboði sem kynnt var í gær. Hún segir þó alveg ljóst að verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkanir en samið hafi verið um í samningum við Starfsgreinasambandið. 22. desember 2022 09:58 86 prósent sögðu já við nýjum kjarasamningi SGS við SA Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna hjá sautján af nítján félögum Starfsgreinasambandsins sögðu já við nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Í fimmtán af sautján félögum var samningurinn samþykktur með yfir áttatíu prósent atkvæða. Þáttaka var lítil í kosningunum en aðeins sautján prósent félagsmanna tóku afstöðu til samningsins. 19. desember 2022 13:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Efling mætti með breytt tilboð frá kröfum sem lagðar voru fram í síðustu viku til Samtaka atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Launahækkanir verði á bilinu 57.500 til 65.558 krónur að meðtalinni 15.000 króna framfærsluuppbót. Grafík/Hjalti Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið hafa fallist á að hagvaxtarauki sem koma átti til greiðslu í vor samkvæmt nýútrunnum samningum falli niður en verði bættur upp með öðrum launaliðshækkunum. Formaður Eflingar segir að nú verði samninganefnd félagsins að leggjast yfir málin eftir að SA hafnaði nýju tilboði félagsins í morgun.Vísir/Vilhelm „Samtök atvinnulífsins féllust ekki á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Þannig að það var bara niðurstaða fundarins,“ sagði Sólveig Anna að loknum fundi. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA mætti hálfstiginn upp úr flensu til fundarins og minnti á að nú lægju fyrir samþykktir kjarasamningar við um 80 þúsund manns í landinu. Kröfur Eflingar vikju í öllum meginatriðum frá þeim línum sem þar hefðu verið lagðar. Halldór Benjamín Þorbergsson hefur legið í flensu undanfarna daga en lét sig hafa það að mæta til fundar við samninganefnd Eflingar í morgun.Vísir/Vilhelm „Frá þeirri línu geta Samtök atvinnulífsins ekki hvikað. Vegna þess að þá værum við að bregðast trúnaði fólksins í landinu. Á þeim grunni lýsti ég því yfir með mjög afdráttarlausum hætti að það tilboð sem lagt var fram gæti aldrei orðið grundvöllur að kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór Benjamín. Formaður Eflingar segir tilboð félagsins þýða að mest yrði launahækkun upp á 66 tæplega þúsund krónur. „Þeir samningar sem náðst hafa og nú hafa verið samþykktir hjá iðnaðarmönnum og verslunarmönnum þar er einmitt hæsta hækkunin 66 þúsund. Þannig að við erum þarna að vinna með þær nálganir sem niðurstaða hefur náðst um á vinnumarkaði,“ segir Sólveig Anna. Nú þurfi samninganefnd Eflingar að setjast yfir málin og meta næstu skref. Ríkissáttasemjari og aðstoðarsáttasemjari fyrir miðju ásamt samninganefnd SA (tv) og framlínu samninganefndar Eflingar.Vísir/Vilhelm „Það er alveg sjálfsagt að sýna sveigjanleika og útsjónarsemi til að koma sérstaklega til móts við einstaka viðsemjendur. En við getum aldrei hvikað frá þessu kostnaðarmati. Á þeim grunni kaus ríkissáttasemjari að boða til nýs fundar milli jóla og nýárs, að morgni 27. desember, og ég kýs að túlka þau orð með þeim hætti að Efling hafi fallist á viðræður á þeim grundvelli sem ég tel að sé risastórt skref í rétta átt,“ segir framkvæmdastjóri SA. Þá verða aðeins fimm dagar til áramóta. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Eflingar og SA aftur til fundar á þriðjudagsmorgun, fimm dögum fyrir áramót.Vísir/Vilhelm „Með því að semja fyrir áramót hef ég sagt að við getum tryggt afturvirkni kjarasamningsins til 1. nóvember. En því lengur sem kjaraviðræður tefjast, því erfiðara verður að tryggja slíka afturvirkni,“ segir Halldór Benjamín. Formaður Eflingar óttast ekki að félagar hennar tapi afturvirkni samninga til 1. nóvember. „Nei, ég hræðist það ekki. Enda væri það náttúrlega fráleitt að fara að refsa sérstaklega verka- og láglaunafólki höfuðborgarsvæðisins sem knýr hér áfram hjól hagvaxtarins, sem heldur öllu gangandi, fyrir það að standa í öflugri kjarabaráttu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59 Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Sólveig Anna segir Eflingu hafa komið til móts við SA en vill meiri hækkanir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að félagið hafi komið til móts við Samtök atvinnulífsins með nýju samningstilboði sem kynnt var í gær. Hún segir þó alveg ljóst að verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkanir en samið hafi verið um í samningum við Starfsgreinasambandið. 22. desember 2022 09:58 86 prósent sögðu já við nýjum kjarasamningi SGS við SA Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna hjá sautján af nítján félögum Starfsgreinasambandsins sögðu já við nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Í fimmtán af sautján félögum var samningurinn samþykktur með yfir áttatíu prósent atkvæða. Þáttaka var lítil í kosningunum en aðeins sautján prósent félagsmanna tóku afstöðu til samningsins. 19. desember 2022 13:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59
Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49
Sólveig Anna segir Eflingu hafa komið til móts við SA en vill meiri hækkanir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að félagið hafi komið til móts við Samtök atvinnulífsins með nýju samningstilboði sem kynnt var í gær. Hún segir þó alveg ljóst að verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkanir en samið hafi verið um í samningum við Starfsgreinasambandið. 22. desember 2022 09:58
86 prósent sögðu já við nýjum kjarasamningi SGS við SA Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna hjá sautján af nítján félögum Starfsgreinasambandsins sögðu já við nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Í fimmtán af sautján félögum var samningurinn samþykktur með yfir áttatíu prósent atkvæða. Þáttaka var lítil í kosningunum en aðeins sautján prósent félagsmanna tóku afstöðu til samningsins. 19. desember 2022 13:51