Ellefu á topp tíu listanum í kjöri íþróttamanns ársins í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2022 06:00 Hér eru þau ellefu sem urðu í tíu efstu sætunum í kjörinu. Ríkjandi Íþróttamaður ársins, Ómar Ingi Magnússon er með styttuna. Aðrir á myndinni eru: Efri röð frá vinstri: Sandra Sigurðardóttir, Kristín Þórhallsdóttir, Anton Sveinn McKee, Viktor Gísli Hallgrímsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Neðri röð frá vinstri: Hilmar Örn Jónsson, Elvar Már Friðriksson, Glódís Perla Viggósdóttir, Tryggvi Snær Hlinason og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Samsett Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólks ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna en aðeins í áttunda skiptið í 67 ára sögu kjörsins voru íþróttamenn jafnir í 10. til 11. sæti. Það eru því ellefu sem eru tilnefnd í ár. Samtök íþróttafréttamanna hafa nú opinberað það hvaða tíu íþróttamenn fengu flest atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins fyrir árið 2022 en eins eru fjórir tilnefndir sem þjálfari ársins 2022 og þrjú lið sem lið ársins 2022. Eins og venjan er þá er topp tíu listinn kynntur á Þorláksmessu en valið síðan gert opinbert á milli jóla og nýárs. Þetta var mjög spennandi kjör í ár sem sést á því að ellefu eru á topp tíu listanum yfir besta íþróttafólk ársins og fjórir eru á topp þrjú listanum yfir bestu þjálfarann. Ástæðan er að tveir voru jafnir í tíunda og ellefta sæti í kjöri íþróttamanns ársins og tveir þjálfarar voru jafnir í þriðja sæti í kjörinu á besta þjálfara ársins. Tveir jafnir í 10. og 11. sæti Ómar Ingi Magnússon var kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrra.Vísir Í ár gerðist það að tveir íþróttamenn urðu jafnir að stigum í 10. - 11. sæti. Reglur kjörsins segja aðeins til um hvað gera eigi séu tveir jafnir í fyrsta sæti. Reglurnar ná ekki yfir sætin fyrir neðan. Það eru því ellefu íþróttamenn á topp listanum í ár. Það gerðist síðast árið 2000. Alls hefur það sjö sinnum gerst að topp ellefu listi hefur verið birtur í stað topp tíu. Árin 1963, 1978, 1982, 1984, 1985, 1988 og 2000 var topp 11 listi, þ.e. tveir jafnir í 10. sæti. Íþróttamaður ársins verður valinn fimmtudaginn 29. desember næstkomandi. 31 meðlimur úr Samtökum íþróttafréttamanna hafði atkvæðisrétt og tóku allir þátt í kjörinu. Kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni, liði og þjálfara ársins 2022 verður lýst í Hörpu 29. desember næstkomandi. Sýnt verður beint frá hófinu á RÚV klukkan 19:40. Kjörið fer fram í 67. sinn Þetta verður í 67. sinn sem Íþróttamaður ársins er útnefndur af Samtökum Íþróttafréttamanna en fyrstur til að hljóta þessa viðurkenningu var Vilhjálmur Einarsson árið 1956 en hann vann það ár silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Ríkjandi Íþróttamaður ársins er handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon og hann er einnig tilnefndur í ár. Ómar Ingi er einn af þremur handboltamönnum á topp tíu listanum en þar eru einnig liðsfélagi hans hjá Magdeburg, Gísli Þorgeir Kristjánsson, og liðfélagi hans í landsliðinu, Viktor Gísli Hallgrímsson. Tvær knattspyrnukonur eru einnig á topp tíu listanum en það eru landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Sandra Sigurðardóttir. Þær eru tvær af þremur konum á listanum en sú þriðja er kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir. Sandra er nýliði á listanum en Glódís Perla er þar í þriðja sinn. Tveir körfuboltamenn eru á listanum eða þeir Tryggvi Snær Hlinason og Elvar Már Friðriksson. Tryggvi er í annað sinn á topp tíu en Elvar er nýliði. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er á listanum í þriðja sinn en þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem hann er í hópi þeirra bestu. Anton er ásamt Glódísi Perlu sá sem hefur oftast verið í hópi þeirra tíu bestu af þeim sem eru tilnefnd í ár. Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er nú á topp tíu listanum í annað skiptið en hann var einnig á honum fyrir þremur árum síðan. Aðeins tvö voru á listanum í fyrra Aðeins tvö af ellefu á listanum yfir besta íþróttafólk ársins í ár var einnig á topp tíu listanum í fyrra. Þau sem voru einnig á listanum í fyrra eru Kristín Þórhallsdóttir og Ómar Ingi Magnússon. Kristín slær met sitt frá því fyrra yfir að vera elsta konan til að komast á topp tíu listann en hún er 38 ára gömul. Sandra Sigurðardóttir er aðeins tveimur árum yngri eða 36 ára. Fimm eru aftur á móti algjörir nýliðar í hópi þeirra tíu bestu eða það eru þau Elvar Már Friðriksson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Hilmar Örn Jónsson, Sandra Sigurðardóttir og Viktor Gísli Hallgrímsson. Þjálfarnir sem koma til greina sem þjálfari ársins eru Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta karla, Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals í handbolta karla og Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópu- og heimsmeistara Noregs í handbolta kvenna. Ellefu efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2022 eru í stafrófsröð: Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir Kristín Þórhallsdóttir, kraflyftingar Ómar Ingi Magnússon, handbolti Sandra Sigurðardóttir, fótbolti Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti --- Efstu fjórir í kjörinu á þjálfara ársins 2022: Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta --- Efstu þrjú í kjörinu á liði ársins 2022: Íslenska karlalandsliðið í handbolta Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Valur, meistaraflokkur karla í handbolta Hér fyrir neðan má sjá ellefu efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2022. Anton Sveinn McKee, 29 ára sundmaður Vísir Elvar Már Friðriksson, 28 ára körfuboltamaður Vísuir/Bára Dröfn Gísli Þorgeir Kristjánsson, 23 ára handboltamaður Getty/Sanjin Strukic Glódís Perla Viggósdóttir, 27 ára knattspyrnukona Vísir/Jónína Guðmundur Ágúst Kristjánsson, 30 ára kylfingur Getty/Angel Martinez Hilmar Örn Jónsson, 26 ára sleggjukastari Getty/Maja Hitij Kristín Þórhallsdóttir, 38 ára kraflyftingakona Vísir/Vilhelm Ómar Ingi Magnússon, 25 ára handboltamaður Getty/Martin Rose Sandra Sigurðardóttir, 36 ára fótboltakona Vísir/Diego Tryggvi Snær Hlinason, 27 ára körfuboltamaður VÍSIR/HULDA MARGRÉT Viktor Gísli Hallgrímsson, 22 ára handboltamaður EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Íþróttamaður ársins Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Samtök íþróttafréttamanna hafa nú opinberað það hvaða tíu íþróttamenn fengu flest atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins fyrir árið 2022 en eins eru fjórir tilnefndir sem þjálfari ársins 2022 og þrjú lið sem lið ársins 2022. Eins og venjan er þá er topp tíu listinn kynntur á Þorláksmessu en valið síðan gert opinbert á milli jóla og nýárs. Þetta var mjög spennandi kjör í ár sem sést á því að ellefu eru á topp tíu listanum yfir besta íþróttafólk ársins og fjórir eru á topp þrjú listanum yfir bestu þjálfarann. Ástæðan er að tveir voru jafnir í tíunda og ellefta sæti í kjöri íþróttamanns ársins og tveir þjálfarar voru jafnir í þriðja sæti í kjörinu á besta þjálfara ársins. Tveir jafnir í 10. og 11. sæti Ómar Ingi Magnússon var kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrra.Vísir Í ár gerðist það að tveir íþróttamenn urðu jafnir að stigum í 10. - 11. sæti. Reglur kjörsins segja aðeins til um hvað gera eigi séu tveir jafnir í fyrsta sæti. Reglurnar ná ekki yfir sætin fyrir neðan. Það eru því ellefu íþróttamenn á topp listanum í ár. Það gerðist síðast árið 2000. Alls hefur það sjö sinnum gerst að topp ellefu listi hefur verið birtur í stað topp tíu. Árin 1963, 1978, 1982, 1984, 1985, 1988 og 2000 var topp 11 listi, þ.e. tveir jafnir í 10. sæti. Íþróttamaður ársins verður valinn fimmtudaginn 29. desember næstkomandi. 31 meðlimur úr Samtökum íþróttafréttamanna hafði atkvæðisrétt og tóku allir þátt í kjörinu. Kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni, liði og þjálfara ársins 2022 verður lýst í Hörpu 29. desember næstkomandi. Sýnt verður beint frá hófinu á RÚV klukkan 19:40. Kjörið fer fram í 67. sinn Þetta verður í 67. sinn sem Íþróttamaður ársins er útnefndur af Samtökum Íþróttafréttamanna en fyrstur til að hljóta þessa viðurkenningu var Vilhjálmur Einarsson árið 1956 en hann vann það ár silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Ríkjandi Íþróttamaður ársins er handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon og hann er einnig tilnefndur í ár. Ómar Ingi er einn af þremur handboltamönnum á topp tíu listanum en þar eru einnig liðsfélagi hans hjá Magdeburg, Gísli Þorgeir Kristjánsson, og liðfélagi hans í landsliðinu, Viktor Gísli Hallgrímsson. Tvær knattspyrnukonur eru einnig á topp tíu listanum en það eru landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Sandra Sigurðardóttir. Þær eru tvær af þremur konum á listanum en sú þriðja er kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir. Sandra er nýliði á listanum en Glódís Perla er þar í þriðja sinn. Tveir körfuboltamenn eru á listanum eða þeir Tryggvi Snær Hlinason og Elvar Már Friðriksson. Tryggvi er í annað sinn á topp tíu en Elvar er nýliði. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er á listanum í þriðja sinn en þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem hann er í hópi þeirra bestu. Anton er ásamt Glódísi Perlu sá sem hefur oftast verið í hópi þeirra tíu bestu af þeim sem eru tilnefnd í ár. Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er nú á topp tíu listanum í annað skiptið en hann var einnig á honum fyrir þremur árum síðan. Aðeins tvö voru á listanum í fyrra Aðeins tvö af ellefu á listanum yfir besta íþróttafólk ársins í ár var einnig á topp tíu listanum í fyrra. Þau sem voru einnig á listanum í fyrra eru Kristín Þórhallsdóttir og Ómar Ingi Magnússon. Kristín slær met sitt frá því fyrra yfir að vera elsta konan til að komast á topp tíu listann en hún er 38 ára gömul. Sandra Sigurðardóttir er aðeins tveimur árum yngri eða 36 ára. Fimm eru aftur á móti algjörir nýliðar í hópi þeirra tíu bestu eða það eru þau Elvar Már Friðriksson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Hilmar Örn Jónsson, Sandra Sigurðardóttir og Viktor Gísli Hallgrímsson. Þjálfarnir sem koma til greina sem þjálfari ársins eru Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta karla, Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals í handbolta karla og Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópu- og heimsmeistara Noregs í handbolta kvenna. Ellefu efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2022 eru í stafrófsröð: Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir Kristín Þórhallsdóttir, kraflyftingar Ómar Ingi Magnússon, handbolti Sandra Sigurðardóttir, fótbolti Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti --- Efstu fjórir í kjörinu á þjálfara ársins 2022: Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta --- Efstu þrjú í kjörinu á liði ársins 2022: Íslenska karlalandsliðið í handbolta Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Valur, meistaraflokkur karla í handbolta Hér fyrir neðan má sjá ellefu efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2022. Anton Sveinn McKee, 29 ára sundmaður Vísir Elvar Már Friðriksson, 28 ára körfuboltamaður Vísuir/Bára Dröfn Gísli Þorgeir Kristjánsson, 23 ára handboltamaður Getty/Sanjin Strukic Glódís Perla Viggósdóttir, 27 ára knattspyrnukona Vísir/Jónína Guðmundur Ágúst Kristjánsson, 30 ára kylfingur Getty/Angel Martinez Hilmar Örn Jónsson, 26 ára sleggjukastari Getty/Maja Hitij Kristín Þórhallsdóttir, 38 ára kraflyftingakona Vísir/Vilhelm Ómar Ingi Magnússon, 25 ára handboltamaður Getty/Martin Rose Sandra Sigurðardóttir, 36 ára fótboltakona Vísir/Diego Tryggvi Snær Hlinason, 27 ára körfuboltamaður VÍSIR/HULDA MARGRÉT Viktor Gísli Hallgrímsson, 22 ára handboltamaður EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat
Ellefu efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2022 eru í stafrófsröð: Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir Kristín Þórhallsdóttir, kraflyftingar Ómar Ingi Magnússon, handbolti Sandra Sigurðardóttir, fótbolti Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti --- Efstu fjórir í kjörinu á þjálfara ársins 2022: Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta --- Efstu þrjú í kjörinu á liði ársins 2022: Íslenska karlalandsliðið í handbolta Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Valur, meistaraflokkur karla í handbolta
Íþróttamaður ársins Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn