Ætlaði að skila tæpu tonni kókaíns til glæpagengis Valur Páll Eiríksson skrifar 22. desember 2022 14:00 Orlando Rollo ásamt Robinho þegar sá síðarnefndi samdi við Santos árið 2020. Hann yfirgaf félagið skömmu síðar vegna viðbragða stuðningsmanna og styrktaraðila við kaupunum. Twitter Orlando Rollo, fyrrum forseti brasilíska stórliðsins Santos, sem jafnframt vann fyrir lögregluna, er sakaður um að hafa tekið við greiðslu frá stærstu glæpasamtökum Brasilíu með það fyrir augum að skila þeim gríðarlegu magni kókaíns úr vörslu lögreglu. Rollo var handtekinn í síðasta mánuði og hafa brasilískir fjölmiðlar komist yfir sönnunargögn gegn honum, þar á meðal símaskilaboð, myndbands- og hljóðupptökur sem sýna samskipti hans við fulltrúa PCC-glæpasamtakanna - sem eru á meðal þeirra stærstu í Brasilíu. Þau samskipti sýni að hann hafi tekið við greiðslu fyrir tilætlun sína um að skila 800 kílóum af kókaíni til glæpasamtakanna úr vörslu lögreglu. Samskipti og fundir Rollo voru með lögmanninum João Armôa Neto, sem er lögmaður Vinycius Soares da Costa. Vinycius er hægri hönd André do Rap í PCC. André do Rap er á meðal þeirra hæst settu í PCC, sem eru talin vera á meðal stærstu eiturlyfjasmyglara heims. Do Rap hefur síðustu tvö ár forðast handtöku brasilísku lögreglunnar og Interpol. Kaupin á Robinho vanhugsuð Forsetatíð Rollo hjá Santos varði skammt, aðeins nokkra mánuði árið 2020, en var þrátt fyrir það ekki áfallalaus. Hann samdi við brasilísku stjörnuna Robinho, sem hóf feril sinn hjá Santos áður en hann lék með Real Madrid, Manchester City og AC Milan á meðal annarra liða. Stuðningsfólk liðsins brást ókvæða við og fjölmargir styrktaraðilar Santos drógu stuðning sinn til baka vegna kaupanna á Robinho. Hann hafði verið dæmdur í níu ára fangelsi á Ítalíu fyrir nauðgun. Hætt var við samninginn og hætti hann í kjölfarið fótboltaiðkun. Líkt og eiturlyfjabaróninn André do Rap, er Robinho á flótta frá lögregluyfirvöldum en dómsmálaráðuneyti Ítalíu gaf út alþjóðlega handtökuskipun gagnvart Robinho í febrúar á þessu ári eftir að hann tapaði áfrýjun fyrir hæstarétti landsins. Brasilía Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Rollo var handtekinn í síðasta mánuði og hafa brasilískir fjölmiðlar komist yfir sönnunargögn gegn honum, þar á meðal símaskilaboð, myndbands- og hljóðupptökur sem sýna samskipti hans við fulltrúa PCC-glæpasamtakanna - sem eru á meðal þeirra stærstu í Brasilíu. Þau samskipti sýni að hann hafi tekið við greiðslu fyrir tilætlun sína um að skila 800 kílóum af kókaíni til glæpasamtakanna úr vörslu lögreglu. Samskipti og fundir Rollo voru með lögmanninum João Armôa Neto, sem er lögmaður Vinycius Soares da Costa. Vinycius er hægri hönd André do Rap í PCC. André do Rap er á meðal þeirra hæst settu í PCC, sem eru talin vera á meðal stærstu eiturlyfjasmyglara heims. Do Rap hefur síðustu tvö ár forðast handtöku brasilísku lögreglunnar og Interpol. Kaupin á Robinho vanhugsuð Forsetatíð Rollo hjá Santos varði skammt, aðeins nokkra mánuði árið 2020, en var þrátt fyrir það ekki áfallalaus. Hann samdi við brasilísku stjörnuna Robinho, sem hóf feril sinn hjá Santos áður en hann lék með Real Madrid, Manchester City og AC Milan á meðal annarra liða. Stuðningsfólk liðsins brást ókvæða við og fjölmargir styrktaraðilar Santos drógu stuðning sinn til baka vegna kaupanna á Robinho. Hann hafði verið dæmdur í níu ára fangelsi á Ítalíu fyrir nauðgun. Hætt var við samninginn og hætti hann í kjölfarið fótboltaiðkun. Líkt og eiturlyfjabaróninn André do Rap, er Robinho á flótta frá lögregluyfirvöldum en dómsmálaráðuneyti Ítalíu gaf út alþjóðlega handtökuskipun gagnvart Robinho í febrúar á þessu ári eftir að hann tapaði áfrýjun fyrir hæstarétti landsins.
Brasilía Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira