Neitaði fjölskyldum frá Úkraínu um hjálp út árið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. desember 2022 20:17 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Vísir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, neitar fjölskyldum frá Úkraínu um aðstoð út árið í tölvupóstsamskiptum við Íslending sem tengist fjölskyldunum fyrr í desember. „Ég varð auðvitað bara mjög reiður og svekktur. Á maður ekki að hjálpa öllum ef maður er í þessu á annað borð?“ spyr Árni Hilmarsson sem vakti athygli fréttastofu á málinu í kjölfar fréttaflutnings af mismunun Fjölskylduhjálpar Íslands. Fjölskylduhjálp hefur sætt mikilli gagnrýni vegna tilkynningar á Facebook þar sem segir að byrjað verði á Íslendingum við matarúthlutun en að erlendir ríkisborgarar með íslenskar kennitölur yrðu næstir. Sjá einnig: Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Í tölvupósti sem Árni sendir Ásgerði 14. desember spyr hann hvort hægt sé að nýta ferð til Reykjavíkur, til þess að sækja matarpoka fyrir flóttafjölskyldur á Selfossi og nærumhverfi. Alls telur hann upp átta úkraínskar konur og kennitölur þeirra, sem hafa börn með sér, ýmist tvö eða þrjú. „Sæl því miður getum við ekki aðstoðað ykkur meira á þessu ári,“ svarar Ásgerður Jóna. Svar Ásgerðar við beiðni Árna.skjáskot Eftir að hafa fengið neitun út árið fannst Árna sérstakt þegar tilkynning um forgangsröðun matarúthlutunar birtist. Kalt viðmót „Við höfum fengið aðstoð tvisvar sinnum en tvisvar sinnum fengið neitun á mjög skrýtnum forsendum,“ segir Árni í samtali við fréttastofu og bætir við að kona hans sé frá Úkraínu og að þau hafi verið að aðstoða fjölskyldurnar sem séu búsettar á Selfossi og í nágrenni. „Þetta er mjög skringilega orðað, að segjast ekki geta aðstoðað okkur út árið. Mér sýnist þetta vera einhver illkvitni, jafnvel rasismi.“ Fjölskyldurnar voru ansi hissa að fá þær fréttir að þessi sama fjölskylduhjálp yrði veitt íslenskum fjölskyldum núna og að flóttafólk þyrfti að bíða. „Við fórum þangað líka í lok nóvember, þá sendi ég póst á undan og spurði hvort það væri hægt að hjálpa þessu fólki. Við renndum síðan við og fengum bara mjög kalt viðmót, bara nei.“ Konurnar fá einhverja aðstoð frá bæjarfélaginu að sögn Árna en hann segir að ískápurinn sé jafnan hálftómur. „Svona fjölskylduhjálp kæmi sér mjög vel fyrir þessar fjölskyldur,“ segir hann að lokum. Hjálparstarf Félagsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Ég varð auðvitað bara mjög reiður og svekktur. Á maður ekki að hjálpa öllum ef maður er í þessu á annað borð?“ spyr Árni Hilmarsson sem vakti athygli fréttastofu á málinu í kjölfar fréttaflutnings af mismunun Fjölskylduhjálpar Íslands. Fjölskylduhjálp hefur sætt mikilli gagnrýni vegna tilkynningar á Facebook þar sem segir að byrjað verði á Íslendingum við matarúthlutun en að erlendir ríkisborgarar með íslenskar kennitölur yrðu næstir. Sjá einnig: Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Í tölvupósti sem Árni sendir Ásgerði 14. desember spyr hann hvort hægt sé að nýta ferð til Reykjavíkur, til þess að sækja matarpoka fyrir flóttafjölskyldur á Selfossi og nærumhverfi. Alls telur hann upp átta úkraínskar konur og kennitölur þeirra, sem hafa börn með sér, ýmist tvö eða þrjú. „Sæl því miður getum við ekki aðstoðað ykkur meira á þessu ári,“ svarar Ásgerður Jóna. Svar Ásgerðar við beiðni Árna.skjáskot Eftir að hafa fengið neitun út árið fannst Árna sérstakt þegar tilkynning um forgangsröðun matarúthlutunar birtist. Kalt viðmót „Við höfum fengið aðstoð tvisvar sinnum en tvisvar sinnum fengið neitun á mjög skrýtnum forsendum,“ segir Árni í samtali við fréttastofu og bætir við að kona hans sé frá Úkraínu og að þau hafi verið að aðstoða fjölskyldurnar sem séu búsettar á Selfossi og í nágrenni. „Þetta er mjög skringilega orðað, að segjast ekki geta aðstoðað okkur út árið. Mér sýnist þetta vera einhver illkvitni, jafnvel rasismi.“ Fjölskyldurnar voru ansi hissa að fá þær fréttir að þessi sama fjölskylduhjálp yrði veitt íslenskum fjölskyldum núna og að flóttafólk þyrfti að bíða. „Við fórum þangað líka í lok nóvember, þá sendi ég póst á undan og spurði hvort það væri hægt að hjálpa þessu fólki. Við renndum síðan við og fengum bara mjög kalt viðmót, bara nei.“ Konurnar fá einhverja aðstoð frá bæjarfélaginu að sögn Árna en hann segir að ískápurinn sé jafnan hálftómur. „Svona fjölskylduhjálp kæmi sér mjög vel fyrir þessar fjölskyldur,“ segir hann að lokum.
Hjálparstarf Félagsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent