Neitaði fjölskyldum frá Úkraínu um hjálp út árið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. desember 2022 20:17 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Vísir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, neitar fjölskyldum frá Úkraínu um aðstoð út árið í tölvupóstsamskiptum við Íslending sem tengist fjölskyldunum fyrr í desember. „Ég varð auðvitað bara mjög reiður og svekktur. Á maður ekki að hjálpa öllum ef maður er í þessu á annað borð?“ spyr Árni Hilmarsson sem vakti athygli fréttastofu á málinu í kjölfar fréttaflutnings af mismunun Fjölskylduhjálpar Íslands. Fjölskylduhjálp hefur sætt mikilli gagnrýni vegna tilkynningar á Facebook þar sem segir að byrjað verði á Íslendingum við matarúthlutun en að erlendir ríkisborgarar með íslenskar kennitölur yrðu næstir. Sjá einnig: Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Í tölvupósti sem Árni sendir Ásgerði 14. desember spyr hann hvort hægt sé að nýta ferð til Reykjavíkur, til þess að sækja matarpoka fyrir flóttafjölskyldur á Selfossi og nærumhverfi. Alls telur hann upp átta úkraínskar konur og kennitölur þeirra, sem hafa börn með sér, ýmist tvö eða þrjú. „Sæl því miður getum við ekki aðstoðað ykkur meira á þessu ári,“ svarar Ásgerður Jóna. Svar Ásgerðar við beiðni Árna.skjáskot Eftir að hafa fengið neitun út árið fannst Árna sérstakt þegar tilkynning um forgangsröðun matarúthlutunar birtist. Kalt viðmót „Við höfum fengið aðstoð tvisvar sinnum en tvisvar sinnum fengið neitun á mjög skrýtnum forsendum,“ segir Árni í samtali við fréttastofu og bætir við að kona hans sé frá Úkraínu og að þau hafi verið að aðstoða fjölskyldurnar sem séu búsettar á Selfossi og í nágrenni. „Þetta er mjög skringilega orðað, að segjast ekki geta aðstoðað okkur út árið. Mér sýnist þetta vera einhver illkvitni, jafnvel rasismi.“ Fjölskyldurnar voru ansi hissa að fá þær fréttir að þessi sama fjölskylduhjálp yrði veitt íslenskum fjölskyldum núna og að flóttafólk þyrfti að bíða. „Við fórum þangað líka í lok nóvember, þá sendi ég póst á undan og spurði hvort það væri hægt að hjálpa þessu fólki. Við renndum síðan við og fengum bara mjög kalt viðmót, bara nei.“ Konurnar fá einhverja aðstoð frá bæjarfélaginu að sögn Árna en hann segir að ískápurinn sé jafnan hálftómur. „Svona fjölskylduhjálp kæmi sér mjög vel fyrir þessar fjölskyldur,“ segir hann að lokum. Hjálparstarf Félagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Ég varð auðvitað bara mjög reiður og svekktur. Á maður ekki að hjálpa öllum ef maður er í þessu á annað borð?“ spyr Árni Hilmarsson sem vakti athygli fréttastofu á málinu í kjölfar fréttaflutnings af mismunun Fjölskylduhjálpar Íslands. Fjölskylduhjálp hefur sætt mikilli gagnrýni vegna tilkynningar á Facebook þar sem segir að byrjað verði á Íslendingum við matarúthlutun en að erlendir ríkisborgarar með íslenskar kennitölur yrðu næstir. Sjá einnig: Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Í tölvupósti sem Árni sendir Ásgerði 14. desember spyr hann hvort hægt sé að nýta ferð til Reykjavíkur, til þess að sækja matarpoka fyrir flóttafjölskyldur á Selfossi og nærumhverfi. Alls telur hann upp átta úkraínskar konur og kennitölur þeirra, sem hafa börn með sér, ýmist tvö eða þrjú. „Sæl því miður getum við ekki aðstoðað ykkur meira á þessu ári,“ svarar Ásgerður Jóna. Svar Ásgerðar við beiðni Árna.skjáskot Eftir að hafa fengið neitun út árið fannst Árna sérstakt þegar tilkynning um forgangsröðun matarúthlutunar birtist. Kalt viðmót „Við höfum fengið aðstoð tvisvar sinnum en tvisvar sinnum fengið neitun á mjög skrýtnum forsendum,“ segir Árni í samtali við fréttastofu og bætir við að kona hans sé frá Úkraínu og að þau hafi verið að aðstoða fjölskyldurnar sem séu búsettar á Selfossi og í nágrenni. „Þetta er mjög skringilega orðað, að segjast ekki geta aðstoðað okkur út árið. Mér sýnist þetta vera einhver illkvitni, jafnvel rasismi.“ Fjölskyldurnar voru ansi hissa að fá þær fréttir að þessi sama fjölskylduhjálp yrði veitt íslenskum fjölskyldum núna og að flóttafólk þyrfti að bíða. „Við fórum þangað líka í lok nóvember, þá sendi ég póst á undan og spurði hvort það væri hægt að hjálpa þessu fólki. Við renndum síðan við og fengum bara mjög kalt viðmót, bara nei.“ Konurnar fá einhverja aðstoð frá bæjarfélaginu að sögn Árna en hann segir að ískápurinn sé jafnan hálftómur. „Svona fjölskylduhjálp kæmi sér mjög vel fyrir þessar fjölskyldur,“ segir hann að lokum.
Hjálparstarf Félagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira