Myrkrið byrjar að hopa eftir stysta dag ársins Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2022 12:18 Skuggavera á vappi við Elliðavatn skömmu eftir sólarupprás á stysta degi ársins. Vísir/Vilhelm Vetrarsólstöður á norðurhveli verða klukkan 21:48 í kvöld og byrjar daginn nú að lengja aftur. Dagurinn í Reykjavík er aðeins rétt rúmar fjórar klukkustundir og á Akureyri rúmir þrír tímar. Á þessum stysta degi ársins á norðurhveli jarðar rís sólin í Reykjavík klukkan 11:21 en gengur til viðar rétt rúmum fjórum tímum síðar, klukkan 15:31 samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands. Myrkur skellur á klukkan 16:48. Á Akureyri er dagurinn enn styttri. Þar rís sól klukkan 11:38 en sólarlag er klukkan 14:44. Þar er orðið myrkur klukkan 16:19. Á næstum dögum byrjar daginn að lengja, þó aðeins um nokkrar sekúndur fyrst um sinn en svo mínútur. Hann verður orðinn jafnlangur nóttunni á vorjafndægrum 20. mars. Kaldasti tími ársins er þó enn framundan. Þó að framboð á sólarljósi aukist nú eru janúar og febrúar að jafnaði köldustu mánuðir ársins. Orsök svartnættisins og árstíðanna almennt eru sú að möndull jarðar, ásinn sem hún snýst um, hallar um 23,5 gráður miðað við sporbraut hennar um sólina. Hallinn helst alla brautina í kringum sólina og í sömu átt þannig að magn sólarljóss á hverjum stað breytist eftir því hvar jörðin er stödd á braut sinni. Vetur gerir á norðurhveli þegar það hallar frá sólinni. Á sama tíma hallar suðurhvelið að sólinni og þar er sumar. Kaldhæðnislega fyrir okkur á norðurhjara veraldar er jörðin aldrei nær sólinni en á þessum árstíma. Eins og Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, bendir á ferðast jörðin ögn hraðar um sólina en á sumrin. Því er veturinn, skilgreindur sem tíminn milli vetrarsólstaða og vorjafndægurs, stysta árstíðin. Hann er 89 dagar, fjórum dögum styttri en sumarið. Norðurhvelsbúar kætist. Klukkan 21:48 í kvöld, miðvikudaginn 21. desember, verða vetrarsólstöður. Eftir það byrjar daginn að lengja á ný, fyrst um nokkrar sekúndur og svo mínútur. Jibbí! Í dag hefst stysta árstíðin, veturinn, hefst formlega. Jei! pic.twitter.com/K2bCevtVe7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 21, 2022 Sólin Vísindi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Á þessum stysta degi ársins á norðurhveli jarðar rís sólin í Reykjavík klukkan 11:21 en gengur til viðar rétt rúmum fjórum tímum síðar, klukkan 15:31 samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands. Myrkur skellur á klukkan 16:48. Á Akureyri er dagurinn enn styttri. Þar rís sól klukkan 11:38 en sólarlag er klukkan 14:44. Þar er orðið myrkur klukkan 16:19. Á næstum dögum byrjar daginn að lengja, þó aðeins um nokkrar sekúndur fyrst um sinn en svo mínútur. Hann verður orðinn jafnlangur nóttunni á vorjafndægrum 20. mars. Kaldasti tími ársins er þó enn framundan. Þó að framboð á sólarljósi aukist nú eru janúar og febrúar að jafnaði köldustu mánuðir ársins. Orsök svartnættisins og árstíðanna almennt eru sú að möndull jarðar, ásinn sem hún snýst um, hallar um 23,5 gráður miðað við sporbraut hennar um sólina. Hallinn helst alla brautina í kringum sólina og í sömu átt þannig að magn sólarljóss á hverjum stað breytist eftir því hvar jörðin er stödd á braut sinni. Vetur gerir á norðurhveli þegar það hallar frá sólinni. Á sama tíma hallar suðurhvelið að sólinni og þar er sumar. Kaldhæðnislega fyrir okkur á norðurhjara veraldar er jörðin aldrei nær sólinni en á þessum árstíma. Eins og Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, bendir á ferðast jörðin ögn hraðar um sólina en á sumrin. Því er veturinn, skilgreindur sem tíminn milli vetrarsólstaða og vorjafndægurs, stysta árstíðin. Hann er 89 dagar, fjórum dögum styttri en sumarið. Norðurhvelsbúar kætist. Klukkan 21:48 í kvöld, miðvikudaginn 21. desember, verða vetrarsólstöður. Eftir það byrjar daginn að lengja á ný, fyrst um nokkrar sekúndur og svo mínútur. Jibbí! Í dag hefst stysta árstíðin, veturinn, hefst formlega. Jei! pic.twitter.com/K2bCevtVe7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 21, 2022
Sólin Vísindi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira