Mæla ekki með því að nefna örnefni eftir núlifandi fólki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2022 19:15 Helgi Björnsson hefur á starfsferli sínum rannsakað jökla um allan heim. Hinn nafnlausi tindur sem um ræðir er 1.374 metra hár. Stöð 2/Snævarr Guðmundsson Örnefnanefnd telur ekki rétt að mæla með því að ónefndur fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Ekki sé hefð fyrir því að nefna náttúrufyrirbæri eftir núlifandi fólki. Nefndin bendir þó að það sé ekki hlutverk hennar að taka ákvörðun um ný nöfn á náttúrufyrirbærum. Málið má rekja til þess að Gunnar Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, Snævarr Guðmundsson, sviðsstjóri Náttúrustofa Suðausturlands, og Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður sendu á dögunum inn erindi til sveitarstjórnar Skaftárhrepps. Tindurinn sem um ræðir er innan marka Þóðarhyrnu-eldstöðvakerfisins.Úr bréfi Gunnars, Snævarrs og Leifs. Þar leggja þeir til að umræddur tindur, sem er 1.374 metra hár, um 2,5 kílómetra vestan frá Geirvörtum og um fjórum kílómetrum norðaustur af Hágöngum, verði nefndur í höfuðið á Helga. Vildu þeir með því heiðra Helga fyrir hans merku vísindastörf. Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti fyrir sitt leyti tillöguna, en vísaði henni til nafnfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum „til ákvörðunartöku". Stofnunin áframsendi málið til örnafnanefndar. Sérfræðingar mæla ekki með að nefna örnefni eftir lifandi fólki Umsögn nefndarinnar hefur nú borist og var hún kynnt í sveitarstjórn Skaftárhrepss í síðustu viku. Í umsögninni vekur nefndin athygli á því að það sé ekki hlutverk Árnastofnunar eða örnefnanefnd að taka ákvörðun um ný nöfn á náttúrufyrirbærum. Afrit af umsögninni var einnig sent Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. Í umsögninni er vísað í lög um örnefni þar sem fram kemur að hlutverk nefndarinnar sé að veita umsögn um nöfn á nýjum náttúrufyrirbærum, frumkvæðið komi frá sveitarfélögum og endanlega ákvörðun taki menningar- og viðskiptaráðherra. Tindurinn sem um ræðir er hér til hægri. Geirvörtur eru fjær á myndinni.Snævarr Guðmundsson Ekki sé fullljóst hvort að umræddur teljist nýr, en líklegt er að hann hafi komið undan jökli á síðustu öld. Þá segir nefndin að hún starfi eftir því meginsjónarmiði að ekki skuli nefna náttúrufyrirbæri eftir núlifandi fólki. Þetta byggi á tilmælum í ályktun sérfræðingahóps um örnefni, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Telur nefndin því ekki rétt að mæla með nafngift sem gangi í berhöggi við þau tilmæli. Skaftárhreppur Stjórnsýsla Vatnajökulsþjóðgarður Vísindi Háskólar Tengdar fréttir Ræða hvort nafnlaus tindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga jöklafræðing Örnefnanefnd mun síðar í dag taka fyrir tillögu um að nafnlaus fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Í tillögunni er lagt til að Helgi verði heiðraður með þessum hætti, meðal annars vegna kortlagningar hans á botni Vatnajökuls sem sé mikið vísindalegt afrek sem hafi haft „ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum.“ 1. desember 2022 11:02 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Málið má rekja til þess að Gunnar Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, Snævarr Guðmundsson, sviðsstjóri Náttúrustofa Suðausturlands, og Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður sendu á dögunum inn erindi til sveitarstjórnar Skaftárhrepps. Tindurinn sem um ræðir er innan marka Þóðarhyrnu-eldstöðvakerfisins.Úr bréfi Gunnars, Snævarrs og Leifs. Þar leggja þeir til að umræddur tindur, sem er 1.374 metra hár, um 2,5 kílómetra vestan frá Geirvörtum og um fjórum kílómetrum norðaustur af Hágöngum, verði nefndur í höfuðið á Helga. Vildu þeir með því heiðra Helga fyrir hans merku vísindastörf. Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti fyrir sitt leyti tillöguna, en vísaði henni til nafnfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum „til ákvörðunartöku". Stofnunin áframsendi málið til örnafnanefndar. Sérfræðingar mæla ekki með að nefna örnefni eftir lifandi fólki Umsögn nefndarinnar hefur nú borist og var hún kynnt í sveitarstjórn Skaftárhrepss í síðustu viku. Í umsögninni vekur nefndin athygli á því að það sé ekki hlutverk Árnastofnunar eða örnefnanefnd að taka ákvörðun um ný nöfn á náttúrufyrirbærum. Afrit af umsögninni var einnig sent Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. Í umsögninni er vísað í lög um örnefni þar sem fram kemur að hlutverk nefndarinnar sé að veita umsögn um nöfn á nýjum náttúrufyrirbærum, frumkvæðið komi frá sveitarfélögum og endanlega ákvörðun taki menningar- og viðskiptaráðherra. Tindurinn sem um ræðir er hér til hægri. Geirvörtur eru fjær á myndinni.Snævarr Guðmundsson Ekki sé fullljóst hvort að umræddur teljist nýr, en líklegt er að hann hafi komið undan jökli á síðustu öld. Þá segir nefndin að hún starfi eftir því meginsjónarmiði að ekki skuli nefna náttúrufyrirbæri eftir núlifandi fólki. Þetta byggi á tilmælum í ályktun sérfræðingahóps um örnefni, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Telur nefndin því ekki rétt að mæla með nafngift sem gangi í berhöggi við þau tilmæli.
Skaftárhreppur Stjórnsýsla Vatnajökulsþjóðgarður Vísindi Háskólar Tengdar fréttir Ræða hvort nafnlaus tindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga jöklafræðing Örnefnanefnd mun síðar í dag taka fyrir tillögu um að nafnlaus fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Í tillögunni er lagt til að Helgi verði heiðraður með þessum hætti, meðal annars vegna kortlagningar hans á botni Vatnajökuls sem sé mikið vísindalegt afrek sem hafi haft „ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum.“ 1. desember 2022 11:02 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Ræða hvort nafnlaus tindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga jöklafræðing Örnefnanefnd mun síðar í dag taka fyrir tillögu um að nafnlaus fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Í tillögunni er lagt til að Helgi verði heiðraður með þessum hætti, meðal annars vegna kortlagningar hans á botni Vatnajökuls sem sé mikið vísindalegt afrek sem hafi haft „ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum.“ 1. desember 2022 11:02