Minntu á mikilvægi sitt við upphaf fyrsta fundar í Karphúsinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 13:36 Félagsmenn Eflingar með borðana í Karphúsinu í morgun. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar er mætt til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu. Félagsmenn mættu með spjöld til að minna á mikilvægi sitt í samfélaginu. Um er að ræða fyrsta fundinn undir stjórn Ríkissáttasemjara síðan kjaradeilunni var vísað þangað á dögunum. Samninganefndin telur að Eflingarfélögum hafi markvisst verið haldið frá viðræðum um kjarasamninga að undanförnu. SA hefur þegar landað kjarasamningum við VR og Starfsgreinasambandið til fimmtán mánaða. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, með teymi sínu.Vísir/Vilhelm Á vef Ríkissáttasemjara má sjá að fundurinn er áætlaður á milli klukkan 13 og 14 í Karphúsinu. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu er það þó eingöngu óformlegt viðmið, og því gæti fundurinn staðið lengur. Í ályktun sem samninganefnd Eflingar samþykkti í vikunni og send var á fjölmiðla í morgun, er lítið gefið fyrir þá kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins hafa undirritað að undanförnu. Samninganefndirnar rétt áður en fundarherberginu var lokað.Vísir/Vilhelm „Hundakúnstum hefur verið beitt í umræðunni til að láta kjarsamningana líta betur út en efni standa til. Þessir samningar eru kallaðir framhald á Lífskjarasamningum, en eru þó algjörlega andstæðir þeim enda byggðir á prósentuhækkunum auk þess að tryggja enga kaupmáttaraukningu. Hagvaxtarauki, sem félagsfólk hefði fengið hvað sem öðru líður, er markaðssettur sem árangur þessarar kjarasamningagerðar. Félagsfólk er þannig látið sæta þeirri niðurlægingu að ganga tvisvar til atkvæða um sömu launahækkunina,“ segir í ályktuninni. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Eflingu hafi markvisst verið haldið frá viðræðum Samninganefnd Eflingar og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hittast í Karphúsinu klukkan eitt í dag, á fyrsta fundi undir stjórn ríkissáttasemjara frá því að kjaradeilunni var vísað þangað. Samninganefndin telur að Eflingarfélögum hafi markvisst verið haldið frá viðræðum um kjarasamninga að undanförnu. 16. desember 2022 10:33 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Um er að ræða fyrsta fundinn undir stjórn Ríkissáttasemjara síðan kjaradeilunni var vísað þangað á dögunum. Samninganefndin telur að Eflingarfélögum hafi markvisst verið haldið frá viðræðum um kjarasamninga að undanförnu. SA hefur þegar landað kjarasamningum við VR og Starfsgreinasambandið til fimmtán mánaða. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, með teymi sínu.Vísir/Vilhelm Á vef Ríkissáttasemjara má sjá að fundurinn er áætlaður á milli klukkan 13 og 14 í Karphúsinu. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu er það þó eingöngu óformlegt viðmið, og því gæti fundurinn staðið lengur. Í ályktun sem samninganefnd Eflingar samþykkti í vikunni og send var á fjölmiðla í morgun, er lítið gefið fyrir þá kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins hafa undirritað að undanförnu. Samninganefndirnar rétt áður en fundarherberginu var lokað.Vísir/Vilhelm „Hundakúnstum hefur verið beitt í umræðunni til að láta kjarsamningana líta betur út en efni standa til. Þessir samningar eru kallaðir framhald á Lífskjarasamningum, en eru þó algjörlega andstæðir þeim enda byggðir á prósentuhækkunum auk þess að tryggja enga kaupmáttaraukningu. Hagvaxtarauki, sem félagsfólk hefði fengið hvað sem öðru líður, er markaðssettur sem árangur þessarar kjarasamningagerðar. Félagsfólk er þannig látið sæta þeirri niðurlægingu að ganga tvisvar til atkvæða um sömu launahækkunina,“ segir í ályktuninni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Eflingu hafi markvisst verið haldið frá viðræðum Samninganefnd Eflingar og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hittast í Karphúsinu klukkan eitt í dag, á fyrsta fundi undir stjórn ríkissáttasemjara frá því að kjaradeilunni var vísað þangað. Samninganefndin telur að Eflingarfélögum hafi markvisst verið haldið frá viðræðum um kjarasamninga að undanförnu. 16. desember 2022 10:33 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Eflingu hafi markvisst verið haldið frá viðræðum Samninganefnd Eflingar og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hittast í Karphúsinu klukkan eitt í dag, á fyrsta fundi undir stjórn ríkissáttasemjara frá því að kjaradeilunni var vísað þangað. Samninganefndin telur að Eflingarfélögum hafi markvisst verið haldið frá viðræðum um kjarasamninga að undanförnu. 16. desember 2022 10:33