Gæsluvarðhaldi yfir mönnum í hryðjuverkamáli hafnað Bjarki Sigurðsson skrifar 16. desember 2022 12:00 Annar mannanna ákærðu þegar hann var leiddur fyrir dómara í október. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði rétt í þessu að mennirnir sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka og aðild að skipulagningu hryðjuverka yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mönnunum var nýlega sleppt úr haldi eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í rúmar ellefu vikur. Búið er að kveða upp úrskurð í máli beggja manna. Annar mannanna var í síðustu viku ákærður fyrir skipulagningu hryðjuverka og hinn fyrir aðild að skipulagningu hryðjuverka. Þeim var í kjölfar þess sleppt úr haldi þar sem Landsréttur taldi mennina ekki vera hættulegir sér eða öðrum. Fréttastofa náði tali af Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni annars mannsins, í héraðsdómi eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp. Hann segir næstu skref velta á því hvað héraðssaksóknari gerir. „Hann tók sér frest til að ákveða það hvort þessum úrskurði yrði unað eða honum skotið til Landsréttar. Ef þetta stendur svona óbreytt þá má segja að málið fari í hinn hefðbundna farveg sakamáls hér fyrir dómnum,“ segir Sveinn Andri. Klippa: Segir þann ákærða nánast í gjörgæslu hjá foreldrum sínum Óskað var eftir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna en til þess að það fari í gegn þarf að vera sterkur grunur um að almenningur hafi hagsmuni á því að einstaklingurinn sé í gæsluvarðhaldi. Aðspurður segir Sveinn Andri að hann vonist til þess að þetta létti aðeins á skjólstæðingi sínum. „Hann er bara í foreldraranni, nánast í gjörgæslu hjá þeim. Þetta hefur verið gríðarlegt álag á hann og ég vona að þetta létti aðeins á honum,“ segir Sveinn Andri. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort niðurstaðan verði kærð til Landsréttar. Fréttin hefur verið uppfærð. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Úrskurðað í hryðjuverkamáli í dag Úrskurður verður kveðinn upp klukkan 11:45 varðandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mönnunum var sleppt úr haldi á þriðjudaginn eftir rúmlega ellefu vikna gæsluvarðhald. 16. desember 2022 10:39 Vill mennina aftur í gæsluvarðhald Héraðssaksóknari er sagður hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem er ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka aðeins nokkrum dögum eftir að þeim var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þá taldi dómstóll ekki líklegt að þeir hyggðu á árás. 15. desember 2022 23:38 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Búið er að kveða upp úrskurð í máli beggja manna. Annar mannanna var í síðustu viku ákærður fyrir skipulagningu hryðjuverka og hinn fyrir aðild að skipulagningu hryðjuverka. Þeim var í kjölfar þess sleppt úr haldi þar sem Landsréttur taldi mennina ekki vera hættulegir sér eða öðrum. Fréttastofa náði tali af Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni annars mannsins, í héraðsdómi eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp. Hann segir næstu skref velta á því hvað héraðssaksóknari gerir. „Hann tók sér frest til að ákveða það hvort þessum úrskurði yrði unað eða honum skotið til Landsréttar. Ef þetta stendur svona óbreytt þá má segja að málið fari í hinn hefðbundna farveg sakamáls hér fyrir dómnum,“ segir Sveinn Andri. Klippa: Segir þann ákærða nánast í gjörgæslu hjá foreldrum sínum Óskað var eftir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna en til þess að það fari í gegn þarf að vera sterkur grunur um að almenningur hafi hagsmuni á því að einstaklingurinn sé í gæsluvarðhaldi. Aðspurður segir Sveinn Andri að hann vonist til þess að þetta létti aðeins á skjólstæðingi sínum. „Hann er bara í foreldraranni, nánast í gjörgæslu hjá þeim. Þetta hefur verið gríðarlegt álag á hann og ég vona að þetta létti aðeins á honum,“ segir Sveinn Andri. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort niðurstaðan verði kærð til Landsréttar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Úrskurðað í hryðjuverkamáli í dag Úrskurður verður kveðinn upp klukkan 11:45 varðandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mönnunum var sleppt úr haldi á þriðjudaginn eftir rúmlega ellefu vikna gæsluvarðhald. 16. desember 2022 10:39 Vill mennina aftur í gæsluvarðhald Héraðssaksóknari er sagður hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem er ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka aðeins nokkrum dögum eftir að þeim var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þá taldi dómstóll ekki líklegt að þeir hyggðu á árás. 15. desember 2022 23:38 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Úrskurðað í hryðjuverkamáli í dag Úrskurður verður kveðinn upp klukkan 11:45 varðandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mönnunum var sleppt úr haldi á þriðjudaginn eftir rúmlega ellefu vikna gæsluvarðhald. 16. desember 2022 10:39
Vill mennina aftur í gæsluvarðhald Héraðssaksóknari er sagður hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem er ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka aðeins nokkrum dögum eftir að þeim var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þá taldi dómstóll ekki líklegt að þeir hyggðu á árás. 15. desember 2022 23:38