Gæsluvarðhaldi yfir mönnum í hryðjuverkamáli hafnað Bjarki Sigurðsson skrifar 16. desember 2022 12:00 Annar mannanna ákærðu þegar hann var leiddur fyrir dómara í október. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði rétt í þessu að mennirnir sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka og aðild að skipulagningu hryðjuverka yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mönnunum var nýlega sleppt úr haldi eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í rúmar ellefu vikur. Búið er að kveða upp úrskurð í máli beggja manna. Annar mannanna var í síðustu viku ákærður fyrir skipulagningu hryðjuverka og hinn fyrir aðild að skipulagningu hryðjuverka. Þeim var í kjölfar þess sleppt úr haldi þar sem Landsréttur taldi mennina ekki vera hættulegir sér eða öðrum. Fréttastofa náði tali af Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni annars mannsins, í héraðsdómi eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp. Hann segir næstu skref velta á því hvað héraðssaksóknari gerir. „Hann tók sér frest til að ákveða það hvort þessum úrskurði yrði unað eða honum skotið til Landsréttar. Ef þetta stendur svona óbreytt þá má segja að málið fari í hinn hefðbundna farveg sakamáls hér fyrir dómnum,“ segir Sveinn Andri. Klippa: Segir þann ákærða nánast í gjörgæslu hjá foreldrum sínum Óskað var eftir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna en til þess að það fari í gegn þarf að vera sterkur grunur um að almenningur hafi hagsmuni á því að einstaklingurinn sé í gæsluvarðhaldi. Aðspurður segir Sveinn Andri að hann vonist til þess að þetta létti aðeins á skjólstæðingi sínum. „Hann er bara í foreldraranni, nánast í gjörgæslu hjá þeim. Þetta hefur verið gríðarlegt álag á hann og ég vona að þetta létti aðeins á honum,“ segir Sveinn Andri. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort niðurstaðan verði kærð til Landsréttar. Fréttin hefur verið uppfærð. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Úrskurðað í hryðjuverkamáli í dag Úrskurður verður kveðinn upp klukkan 11:45 varðandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mönnunum var sleppt úr haldi á þriðjudaginn eftir rúmlega ellefu vikna gæsluvarðhald. 16. desember 2022 10:39 Vill mennina aftur í gæsluvarðhald Héraðssaksóknari er sagður hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem er ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka aðeins nokkrum dögum eftir að þeim var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þá taldi dómstóll ekki líklegt að þeir hyggðu á árás. 15. desember 2022 23:38 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Búið er að kveða upp úrskurð í máli beggja manna. Annar mannanna var í síðustu viku ákærður fyrir skipulagningu hryðjuverka og hinn fyrir aðild að skipulagningu hryðjuverka. Þeim var í kjölfar þess sleppt úr haldi þar sem Landsréttur taldi mennina ekki vera hættulegir sér eða öðrum. Fréttastofa náði tali af Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni annars mannsins, í héraðsdómi eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp. Hann segir næstu skref velta á því hvað héraðssaksóknari gerir. „Hann tók sér frest til að ákveða það hvort þessum úrskurði yrði unað eða honum skotið til Landsréttar. Ef þetta stendur svona óbreytt þá má segja að málið fari í hinn hefðbundna farveg sakamáls hér fyrir dómnum,“ segir Sveinn Andri. Klippa: Segir þann ákærða nánast í gjörgæslu hjá foreldrum sínum Óskað var eftir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna en til þess að það fari í gegn þarf að vera sterkur grunur um að almenningur hafi hagsmuni á því að einstaklingurinn sé í gæsluvarðhaldi. Aðspurður segir Sveinn Andri að hann vonist til þess að þetta létti aðeins á skjólstæðingi sínum. „Hann er bara í foreldraranni, nánast í gjörgæslu hjá þeim. Þetta hefur verið gríðarlegt álag á hann og ég vona að þetta létti aðeins á honum,“ segir Sveinn Andri. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort niðurstaðan verði kærð til Landsréttar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Úrskurðað í hryðjuverkamáli í dag Úrskurður verður kveðinn upp klukkan 11:45 varðandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mönnunum var sleppt úr haldi á þriðjudaginn eftir rúmlega ellefu vikna gæsluvarðhald. 16. desember 2022 10:39 Vill mennina aftur í gæsluvarðhald Héraðssaksóknari er sagður hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem er ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka aðeins nokkrum dögum eftir að þeim var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þá taldi dómstóll ekki líklegt að þeir hyggðu á árás. 15. desember 2022 23:38 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Úrskurðað í hryðjuverkamáli í dag Úrskurður verður kveðinn upp klukkan 11:45 varðandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mönnunum var sleppt úr haldi á þriðjudaginn eftir rúmlega ellefu vikna gæsluvarðhald. 16. desember 2022 10:39
Vill mennina aftur í gæsluvarðhald Héraðssaksóknari er sagður hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem er ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka aðeins nokkrum dögum eftir að þeim var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þá taldi dómstóll ekki líklegt að þeir hyggðu á árás. 15. desember 2022 23:38