Eflingu hafi markvisst verið haldið frá viðræðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2022 10:33 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hittast í Karphúsinu klukkan eitt í dag, á fyrsta fundi undir stjórn ríkissáttasemjara frá því að kjaradeilunni var vísað þangað. Samninganefndin telur að Eflingarfélögum hafi markvisst verið haldið frá viðræðum um kjarasamninga að undanförnu. Á vef Ríkissáttasemjara má sjá að fundurinn er áætlaður á milli klukkan 13 og 14 í Karphúsinu. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu er það þó eingöngu óformlegt viðmið, og því gæti fundurinn staðið lengur. Samtök atvinnulífsins koma inn í viðræðurnar eftir að hafa gengið frá kjarasamningum við Starfsgreinasambandið og samflot VR,LÍV og iðnaðar- og tæknimanna. Ná þeir samningar til um áttatíu þúsund manns á almennum vinnumarkaði. Lítið hefur þó þokast í viðræðum Eflingar og SA. Í ályktun sem samninganefnd Eflingar samþykkti í vikunni og send var á fjölmiðla í morgun, er lítið gefið fyrir þá kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins hafa undirritað að undanförnu. „Hundakúnstum hefur verið beitt í umræðunni til að láta kjarsamninganna líta betur út en efni standa til. Þessir samningar eru kallaðir framhald á Lífskjarasamningum, en eru þó algjörlega andstæðir þeim enda byggðir á prósentuhækkunum auk þess að tryggja enga kaupmáttaraukningu. Hagvaxtarauki, sem félagsfólk hefði fengið hvað sem öðru líður, er markaðssettur sem árangur þessarar kjarasamningagerðar. Félagsfólk er þannig látið sæta þeirri niðurlægingu að ganga tvisvar til atkvæða um sömu launahækkunina,“ segir í ályktuninni. Þá telur samninganefndin að félagsmönnum Eflingar hafi verið markvisst haldið frá kjaraviðræðum að undanförnu. „Beiðnum um samningafundi hefur verið svarað seint og illa. Forsætisráðherra hunsaði bæði samninganefnd og formann Eflingar þegar boðið var til fundahalda og viðræðna um aðkomu stjórn¬valda. Það er ekki tilviljun: fulltrúar atvinnurekenda og valdhafa óttast ekkert meira en stóra, sterka og sameinaða hópa verkafólks.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Efnahagsmál Tengdar fréttir „Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23 Með miklar fjárhagsáhyggjur og sitja eftir ein án samnings Tveir þriðju félagsfólks Eflingar með undir 500 þúsund krónur í mánaðarlaun er með miklar fjárhagsáhyggjur. Yfir þriðjungur allra Eflingarfélaga hafa þurft að leita sér aðstoðar vegna bágrar fjárhagsstöðu og fjórðungur gerði það hjá vinum eða ættingum. Margir eiga í erfiðleikum með afborganir lána. 13. desember 2022 14:52 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Á vef Ríkissáttasemjara má sjá að fundurinn er áætlaður á milli klukkan 13 og 14 í Karphúsinu. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu er það þó eingöngu óformlegt viðmið, og því gæti fundurinn staðið lengur. Samtök atvinnulífsins koma inn í viðræðurnar eftir að hafa gengið frá kjarasamningum við Starfsgreinasambandið og samflot VR,LÍV og iðnaðar- og tæknimanna. Ná þeir samningar til um áttatíu þúsund manns á almennum vinnumarkaði. Lítið hefur þó þokast í viðræðum Eflingar og SA. Í ályktun sem samninganefnd Eflingar samþykkti í vikunni og send var á fjölmiðla í morgun, er lítið gefið fyrir þá kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins hafa undirritað að undanförnu. „Hundakúnstum hefur verið beitt í umræðunni til að láta kjarsamninganna líta betur út en efni standa til. Þessir samningar eru kallaðir framhald á Lífskjarasamningum, en eru þó algjörlega andstæðir þeim enda byggðir á prósentuhækkunum auk þess að tryggja enga kaupmáttaraukningu. Hagvaxtarauki, sem félagsfólk hefði fengið hvað sem öðru líður, er markaðssettur sem árangur þessarar kjarasamningagerðar. Félagsfólk er þannig látið sæta þeirri niðurlægingu að ganga tvisvar til atkvæða um sömu launahækkunina,“ segir í ályktuninni. Þá telur samninganefndin að félagsmönnum Eflingar hafi verið markvisst haldið frá kjaraviðræðum að undanförnu. „Beiðnum um samningafundi hefur verið svarað seint og illa. Forsætisráðherra hunsaði bæði samninganefnd og formann Eflingar þegar boðið var til fundahalda og viðræðna um aðkomu stjórn¬valda. Það er ekki tilviljun: fulltrúar atvinnurekenda og valdhafa óttast ekkert meira en stóra, sterka og sameinaða hópa verkafólks.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Efnahagsmál Tengdar fréttir „Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23 Með miklar fjárhagsáhyggjur og sitja eftir ein án samnings Tveir þriðju félagsfólks Eflingar með undir 500 þúsund krónur í mánaðarlaun er með miklar fjárhagsáhyggjur. Yfir þriðjungur allra Eflingarfélaga hafa þurft að leita sér aðstoðar vegna bágrar fjárhagsstöðu og fjórðungur gerði það hjá vinum eða ættingum. Margir eiga í erfiðleikum með afborganir lána. 13. desember 2022 14:52 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
„Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23
Með miklar fjárhagsáhyggjur og sitja eftir ein án samnings Tveir þriðju félagsfólks Eflingar með undir 500 þúsund krónur í mánaðarlaun er með miklar fjárhagsáhyggjur. Yfir þriðjungur allra Eflingarfélaga hafa þurft að leita sér aðstoðar vegna bágrar fjárhagsstöðu og fjórðungur gerði það hjá vinum eða ættingum. Margir eiga í erfiðleikum með afborganir lána. 13. desember 2022 14:52