Uppáhaldsdómari íslenska landsliðsins dæmir úrslitaleik HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2022 09:01 Szymon Marciniak með þeim Lionel Messi og Aroni Einari Gunnarssyni fyrir leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi 2018. Getty/Lukasz Laskowski Pólverjinn Szymon Marciniak verður með flautuna í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Katar. Marciniak hefur dæmt tvo leiki á mótinu, einn hjá Frakklandi (á móti Danmörku) og einn hjá Argentínu (á móti Ástralíu). Bæði liðin unnu leikinn 2-1, Kylian Mbappé skoraði tvö á móti Dönum og Lionel Messi og Julián Álvarez skoruðu báðir á móti Ástralíu. Szymon Marciniak's third game as a referee at #WorldCup2022 will be the final. Argentina vs. Australia France vs. Denmark Argentina vs. France pic.twitter.com/mZ7gRMZIA8— DW Sports (@dw_sports) December 15, 2022 Ef Ísland væri að spila þennan leik þá værum við í skýjunum með val dómaranefndar FIFA. Íslenska landsliðið fékk hann í fjórum leikjum frá árinu 2016 til 2019 og það hægt að kalla hann uppáhaldsdómara íslenska landsliðsins. Ísland vann þrjá af fjórum þessara leikja og einn þeirra endaði með jafntefli. Ísland tapaði aldrei þegar Marciniak mætti með flautuna. Marciniak hefur dæmt þrjá af eftirminnilegustu leikjum gullkynslóðarinnar. Fyrst dæmdi hann lokaleik Ísland í riðlakeppni EM 2016 þegar Ísland vann 2-1 sigur á Austurríki í París og tryggði sér leik á móti Englandi í sextán liða úrslitum. Austurríkismenn fengu víti í stöðunni 1-0 fyrir Ísland en skutu í stöngina. Szymon Marciniak poprowadzi fina mundialu pic.twitter.com/E0sVmTO57c— TVP SPORT (@sport_tvppl) December 15, 2022 Næst dæmdi Marciniak útileik Íslands í Tyrklandi í október 2017 sem endaði með frábærum 3-0 sigri Íslands. Marciniak dæmdi síðan 1-1 jafnteflisleik Íslands á móti Argentínu sem var fyrstu leikur þjóðanna á HM í Rússlandi 2018. Messi fékk víti í leiknum en Hannes Halldórson varði. Síðast dæmi Marciniak hjá Íslandi þegar Íslenska liðið vann 2-1 sigur á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 en leikurinn fór fram í júní 2019. HM 2022 í Katar Pólland Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fleiri fréttir Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Sjá meira
Marciniak hefur dæmt tvo leiki á mótinu, einn hjá Frakklandi (á móti Danmörku) og einn hjá Argentínu (á móti Ástralíu). Bæði liðin unnu leikinn 2-1, Kylian Mbappé skoraði tvö á móti Dönum og Lionel Messi og Julián Álvarez skoruðu báðir á móti Ástralíu. Szymon Marciniak's third game as a referee at #WorldCup2022 will be the final. Argentina vs. Australia France vs. Denmark Argentina vs. France pic.twitter.com/mZ7gRMZIA8— DW Sports (@dw_sports) December 15, 2022 Ef Ísland væri að spila þennan leik þá værum við í skýjunum með val dómaranefndar FIFA. Íslenska landsliðið fékk hann í fjórum leikjum frá árinu 2016 til 2019 og það hægt að kalla hann uppáhaldsdómara íslenska landsliðsins. Ísland vann þrjá af fjórum þessara leikja og einn þeirra endaði með jafntefli. Ísland tapaði aldrei þegar Marciniak mætti með flautuna. Marciniak hefur dæmt þrjá af eftirminnilegustu leikjum gullkynslóðarinnar. Fyrst dæmdi hann lokaleik Ísland í riðlakeppni EM 2016 þegar Ísland vann 2-1 sigur á Austurríki í París og tryggði sér leik á móti Englandi í sextán liða úrslitum. Austurríkismenn fengu víti í stöðunni 1-0 fyrir Ísland en skutu í stöngina. Szymon Marciniak poprowadzi fina mundialu pic.twitter.com/E0sVmTO57c— TVP SPORT (@sport_tvppl) December 15, 2022 Næst dæmdi Marciniak útileik Íslands í Tyrklandi í október 2017 sem endaði með frábærum 3-0 sigri Íslands. Marciniak dæmdi síðan 1-1 jafnteflisleik Íslands á móti Argentínu sem var fyrstu leikur þjóðanna á HM í Rússlandi 2018. Messi fékk víti í leiknum en Hannes Halldórson varði. Síðast dæmi Marciniak hjá Íslandi þegar Íslenska liðið vann 2-1 sigur á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 en leikurinn fór fram í júní 2019.
HM 2022 í Katar Pólland Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fleiri fréttir Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Sjá meira