Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 15. desember 2022 19:06 Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Vísir/Vilhelm Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. Tillögu meirihluta fjárlaganefndar um hundrað milljón króna stuðning við rekstur fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigin efni fyrir sjónvarpsstöð var mætt með verulegri gagnrýni þegar upplýst var í gær að hún var lögð fram í kjölfar beiðnar framkvæmdastjóra norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4. Eins og tillagan var orðuð mátti ætla að N4 væri eina fyrirtækið sem fengi styrkinn og yrði þannig styrkjahæsta fjölmiðlafyrirtæki landsins. Framleiðsla N4 er að verulegu leyti kostuð af umfjöllunarefnum stöðvarinnar. Þá kom fram að framkvæmdastjóri N4 er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, sem var skrifaður fyrir nefndarálitinu þar sem tillagan var lögð fram. Í gærkvöldi var lagt fram nýtt álit meirihluta nefndarinnar þar sem menningar- og viðskiptaráðherra var falið að endurskoða reglur um stuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni til að aukið tillit yrði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Vísað var sérstaklega til umræðu í fjölmiðlum um tillögu meirihlutans. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir við Vísi að hundrað milljóna króna viðbótin sem meirihluti fjárlaganefndar lagði til renni inn í almenna styrkjakerfið til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Þeir hefðu numið tæpum fjögur hundruð milljónum en viðbótin þýðir að þeir verði nær fimm hundruð milljónum, um fjórðungshækkun. Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Sjá meira
Tillögu meirihluta fjárlaganefndar um hundrað milljón króna stuðning við rekstur fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigin efni fyrir sjónvarpsstöð var mætt með verulegri gagnrýni þegar upplýst var í gær að hún var lögð fram í kjölfar beiðnar framkvæmdastjóra norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4. Eins og tillagan var orðuð mátti ætla að N4 væri eina fyrirtækið sem fengi styrkinn og yrði þannig styrkjahæsta fjölmiðlafyrirtæki landsins. Framleiðsla N4 er að verulegu leyti kostuð af umfjöllunarefnum stöðvarinnar. Þá kom fram að framkvæmdastjóri N4 er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, sem var skrifaður fyrir nefndarálitinu þar sem tillagan var lögð fram. Í gærkvöldi var lagt fram nýtt álit meirihluta nefndarinnar þar sem menningar- og viðskiptaráðherra var falið að endurskoða reglur um stuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni til að aukið tillit yrði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Vísað var sérstaklega til umræðu í fjölmiðlum um tillögu meirihlutans. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir við Vísi að hundrað milljóna króna viðbótin sem meirihluti fjárlaganefndar lagði til renni inn í almenna styrkjakerfið til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Þeir hefðu numið tæpum fjögur hundruð milljónum en viðbótin þýðir að þeir verði nær fimm hundruð milljónum, um fjórðungshækkun.
Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Sjá meira
Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01