Sakar stjórnarþingmenn um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2022 19:17 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar sakar meirihluta fjárlaganefndar um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils með hundrað milljón króna styrk sem hún leggur til að verði í fjárlögum næsta árs. Ákvörðun um styrkinn hafi ekki byggt á leikreglum í lögum. Meirihluti fjárlaganefndar lagði til að veita hundrað milljónir króna styrk vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð í breytingartillögum sínum við fjárlagafrumvarpið í áliti sem voru lagðar fram á Alþingi í byrjun síðustu viku. Styrknum var bætt inn í nefndarálitið í kjölfar beiðnar frá framkvæmdastjóra norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4 um að stöðinni yrði veittur hundrað milljóna styrkur til að halda úti fjölmiðlun, að því er kom fram í umfjöllun vefmiðilsins Kjarnans í dag. Stefán Vagn Stefánsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd, stóð að nefndarálitinu en hann er mágur framkvæmdastjóra N4. Bjarkey Olsen, formaður fjárlaganefndar úr Vinstri grænum, gat aðeins nefnt einn annan landsbyggðarfjölmiðil, Víkurfréttir, sem gæti átt rétt á styrknum í viðtali við Fréttablaðið. Formaður Blaðamannafélagsins sagði í dag erfitt að réttlæta að styrk væri útdeilt á svo duttlungafullan hátt. Byggir ekki á leikreglum í lögum um fjölmiðla Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í morgun. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði hún að meirihluti fjárlaganefndar hefði tekið úr sambandi gott ferli utan um styrki til fjölmiðla. Vísaði hún til þess að skýrt væri í lögum að sérstök úthlutunarnefnd annist umsóknir fjölmiðla um stuðning. Í þessu tilfelli hafi meirihluti fjárlaganefndar ákveðið að veita einum tilteknum fjölmiðli styrk sem samsvari nærri því þriðjungi allra styrkja til frjálsra fjölmiðla á landinu. „Þetta er auðvitað mjög sérkennilegt og byggir ekki á þeim leikreglum sem við erum með í lögum,“ sagði Helga Vala. Breytingatillagan var samþykkt á Alþingi í vikunni og því sagði Helga Vala erfitt að sjá að ákvörðuninni yrði snúið við. Stjórnarandstaðan hafi talið að í tillögunni fælist að auka stuðning við alla fjölmiðla en ekki aðeins eins tiltekins fyrirtækis. „Þetta er bara vont á svo marga vegu. Fjölmiðlar eru nauðsynlegir í lýðræðissamfélagi til að veita aðhald. Þarna er verið að kaupa ákveðna velvild frá einum fjölmiðli og það er bara ekki í lagi,“ sagði þingmaðurinn. Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar lagði til að veita hundrað milljónir króna styrk vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð í breytingartillögum sínum við fjárlagafrumvarpið í áliti sem voru lagðar fram á Alþingi í byrjun síðustu viku. Styrknum var bætt inn í nefndarálitið í kjölfar beiðnar frá framkvæmdastjóra norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4 um að stöðinni yrði veittur hundrað milljóna styrkur til að halda úti fjölmiðlun, að því er kom fram í umfjöllun vefmiðilsins Kjarnans í dag. Stefán Vagn Stefánsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd, stóð að nefndarálitinu en hann er mágur framkvæmdastjóra N4. Bjarkey Olsen, formaður fjárlaganefndar úr Vinstri grænum, gat aðeins nefnt einn annan landsbyggðarfjölmiðil, Víkurfréttir, sem gæti átt rétt á styrknum í viðtali við Fréttablaðið. Formaður Blaðamannafélagsins sagði í dag erfitt að réttlæta að styrk væri útdeilt á svo duttlungafullan hátt. Byggir ekki á leikreglum í lögum um fjölmiðla Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í morgun. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði hún að meirihluti fjárlaganefndar hefði tekið úr sambandi gott ferli utan um styrki til fjölmiðla. Vísaði hún til þess að skýrt væri í lögum að sérstök úthlutunarnefnd annist umsóknir fjölmiðla um stuðning. Í þessu tilfelli hafi meirihluti fjárlaganefndar ákveðið að veita einum tilteknum fjölmiðli styrk sem samsvari nærri því þriðjungi allra styrkja til frjálsra fjölmiðla á landinu. „Þetta er auðvitað mjög sérkennilegt og byggir ekki á þeim leikreglum sem við erum með í lögum,“ sagði Helga Vala. Breytingatillagan var samþykkt á Alþingi í vikunni og því sagði Helga Vala erfitt að sjá að ákvörðuninni yrði snúið við. Stjórnarandstaðan hafi talið að í tillögunni fælist að auka stuðning við alla fjölmiðla en ekki aðeins eins tiltekins fyrirtækis. „Þetta er bara vont á svo marga vegu. Fjölmiðlar eru nauðsynlegir í lýðræðissamfélagi til að veita aðhald. Þarna er verið að kaupa ákveðna velvild frá einum fjölmiðli og það er bara ekki í lagi,“ sagði þingmaðurinn.
Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01
Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48