Með miklar fjárhagsáhyggjur og sitja eftir ein án samnings Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2022 14:52 Frá baráttufundi Eflingar í Iðnó. Vísir/Vilhelm Tveir þriðju félagsfólks Eflingar með undir 500 þúsund krónur í mánaðarlaun er með miklar fjárhagsáhyggjur. Yfir þriðjungur allra Eflingarfélaga hafa þurft að leita sér aðstoðar vegna bágrar fjárhagsstöðu og fjórðungur gerði það hjá vinum eða ættingum. Margir eiga í erfiðleikum með afborganir lána. Þetta kemur fram í kjarakönnun sem unnin var fyrir félagið af Gallup í haust og var hluti af undirbúningi vegna kröfugerðar fyrir nýjan kjarasamning, að því er segir í tilkynningu frá Eflingu. Efling vísaði á dögunum kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Starfsgreinasambandið og VR hafa þegar komist að samkomulagi um kjarasamninga við SA. Félagsmenn greiða atkvæði um samninginn á næstu dögum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur gagnrýnt samningana harðlega. Fyrst þegar SGS samdi við SA og í framhaldinu ylvolgan samning SA við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknimanna frá í gær. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, var á meðal þeirra sem gæddi sér á vöfflu eftir að kjarasamningar voru innsiglaðir eftir langa og stranga lotu undanfarna sólarhringa.Vísir/Vilhelm „Ég get ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að þarna hafi menn látið smala sér inn í rétt smíðaða af Samtökum atvinnulífsins og ég bara harma það,“ sagði Sólveig í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Kjarasamningur Eflingar við SA rann út þann 1. nóvember. SGS og VR hafa samið til rúms árs um 6,75 prósenta almenna launahækkun sem er afturvirk frá 1. nóvember, en þó að hámarki um 66 þúsund krónur á mánuði. Hann felur einnig í sér 103 þúsund króna desemberuppbót, 56 þúsund króna orlofsuppbót og þá er hagvaxtarauka flýtt. Telja má að fjárhagsáhyggjur liðsmanna Eflingar, sem vísað er til í kjarakönnuninni í haust, hafi síst minnkað síðan þá. Stýrivextir hafa hækkað og verðbólga sömuleiðis. Fróðlegt verður að sjá hvernig framvindur í viðræðum Eflingar við SA í Karphúsinu. Nánar má lesa tilkynningu Eflingar að neðan þar sem kjarakönnunin frá því í haust er greind frekar. Konur, leigjendur og erlendir félagsmenn í verstri stöðu Um 58% allra Eflingarfélaga hafa mjög eða frekar miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni og fjölskyldunnar. Staðan er áberandi verri meðal kvenna en þar er hlutfallið 65% á móti 52% meðal karla. Vandinn er einnig meiri meðal leigjenda en þeirra sem búa í eigin húsnæði (65% á móti 53%) og meðal erlendra félagsmanna samanborið við íslenska (59% á móti 55%). Áhyggjur Eflingarfólks af fjárhagsstöðu sinni. Á súluritinu má sjá yfirlit um svör við spurningu um áhyggjur af eigin fjárhagsstöðu, greint eftir helstu undirhópum, þ.e. kyni, þjóðerni, húsnæðisstöðu og tekjuhópum.Efling Áhyggjur ekki bundnar við þá tekjulægstu Þá er mjög sterkt samband við tekjur viðkomandi, en í lægsta tekjuhópnum (þeim sem eru með minna en 500 þúsund kr. á mánuði) höfðu 66% mjög eða frekar miklar áhyggjur. Hlutfallið er síðan lækkandi með hærri tekjum eins og sjá má á myndinni. Frekar fáir Eflingafélagar hafa meira en 700 þúsund krónur á mánuði og þá oftast með mikilli aukavinnu, en samt eru um 40% þeirra með mjög eða frekar miklar áhyggjur af fjárhag fjölskyldunnar. Um 37% félagsmanna hafa leitað sér aðstoðar vegna fjárhagsstöðu sinnar á síðastliðnum 12 mánuðum, flestir hjá ættingjum eða vinum (26%) og hjá viðskiptabanka (14%). Yfirdrættir, raðgreiðslur og smálán sliga félagsfólk Um 28% félagsmanna eru með yfirdráttarlán og 23% eru með raðgreiðslulán hjá greiðslukortafyrirtækjum, sem krefjast hárra vaxtagreiðslna. Þá eru tæp 29% með bílalán og um 12% eru að greiða af smálánum frá smálánafyrirtækjum, sem rukka óheyrilega háa okurvexti. Tæplega 30% Eflingarfólks hefur átt í erfiðleikum með að standa skil á afborgunum af lánum sínum á síðastliðnum 12 mánuðum. Þeir sem eru yngri og á lægri launum hafa almennt átt í meiri erfiðleikum með greiðslu afborgana af skuldum. Langflestir vilja hækka lægstu laun sérstaklega Í könnuninni koma fram skýrar vísbendingar um erfiða fjárhagsstöðu Eflingarfélaga, en Stefán Ólafsson fjallaði um viðvarandi hallarekstur á heimilum láglaunafólks í 4. tölublaði Kjarafrétta Eflingar fyrr á árinu. Þessi raunveruleiki rímar við þá niðurstöðu könnunarinnar að langflest Eflingarfólk (rúmlega 90%) vill leggja sérstaka áherslu á hækkun lægstu launa í kjarasamningum og frekari jöfnun tekna í samfélaginu. Gallup framkvæmdi könnunina og var metþátttaka í henni, en 4.632 félagsmenn tóku þátt, sem er um fjórum sinnum fleiri en mest hefur áður náðst. Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08 Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu. 12. desember 2022 14:37 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Þetta kemur fram í kjarakönnun sem unnin var fyrir félagið af Gallup í haust og var hluti af undirbúningi vegna kröfugerðar fyrir nýjan kjarasamning, að því er segir í tilkynningu frá Eflingu. Efling vísaði á dögunum kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Starfsgreinasambandið og VR hafa þegar komist að samkomulagi um kjarasamninga við SA. Félagsmenn greiða atkvæði um samninginn á næstu dögum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur gagnrýnt samningana harðlega. Fyrst þegar SGS samdi við SA og í framhaldinu ylvolgan samning SA við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknimanna frá í gær. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, var á meðal þeirra sem gæddi sér á vöfflu eftir að kjarasamningar voru innsiglaðir eftir langa og stranga lotu undanfarna sólarhringa.Vísir/Vilhelm „Ég get ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að þarna hafi menn látið smala sér inn í rétt smíðaða af Samtökum atvinnulífsins og ég bara harma það,“ sagði Sólveig í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Kjarasamningur Eflingar við SA rann út þann 1. nóvember. SGS og VR hafa samið til rúms árs um 6,75 prósenta almenna launahækkun sem er afturvirk frá 1. nóvember, en þó að hámarki um 66 þúsund krónur á mánuði. Hann felur einnig í sér 103 þúsund króna desemberuppbót, 56 þúsund króna orlofsuppbót og þá er hagvaxtarauka flýtt. Telja má að fjárhagsáhyggjur liðsmanna Eflingar, sem vísað er til í kjarakönnuninni í haust, hafi síst minnkað síðan þá. Stýrivextir hafa hækkað og verðbólga sömuleiðis. Fróðlegt verður að sjá hvernig framvindur í viðræðum Eflingar við SA í Karphúsinu. Nánar má lesa tilkynningu Eflingar að neðan þar sem kjarakönnunin frá því í haust er greind frekar. Konur, leigjendur og erlendir félagsmenn í verstri stöðu Um 58% allra Eflingarfélaga hafa mjög eða frekar miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni og fjölskyldunnar. Staðan er áberandi verri meðal kvenna en þar er hlutfallið 65% á móti 52% meðal karla. Vandinn er einnig meiri meðal leigjenda en þeirra sem búa í eigin húsnæði (65% á móti 53%) og meðal erlendra félagsmanna samanborið við íslenska (59% á móti 55%). Áhyggjur Eflingarfólks af fjárhagsstöðu sinni. Á súluritinu má sjá yfirlit um svör við spurningu um áhyggjur af eigin fjárhagsstöðu, greint eftir helstu undirhópum, þ.e. kyni, þjóðerni, húsnæðisstöðu og tekjuhópum.Efling Áhyggjur ekki bundnar við þá tekjulægstu Þá er mjög sterkt samband við tekjur viðkomandi, en í lægsta tekjuhópnum (þeim sem eru með minna en 500 þúsund kr. á mánuði) höfðu 66% mjög eða frekar miklar áhyggjur. Hlutfallið er síðan lækkandi með hærri tekjum eins og sjá má á myndinni. Frekar fáir Eflingafélagar hafa meira en 700 þúsund krónur á mánuði og þá oftast með mikilli aukavinnu, en samt eru um 40% þeirra með mjög eða frekar miklar áhyggjur af fjárhag fjölskyldunnar. Um 37% félagsmanna hafa leitað sér aðstoðar vegna fjárhagsstöðu sinnar á síðastliðnum 12 mánuðum, flestir hjá ættingjum eða vinum (26%) og hjá viðskiptabanka (14%). Yfirdrættir, raðgreiðslur og smálán sliga félagsfólk Um 28% félagsmanna eru með yfirdráttarlán og 23% eru með raðgreiðslulán hjá greiðslukortafyrirtækjum, sem krefjast hárra vaxtagreiðslna. Þá eru tæp 29% með bílalán og um 12% eru að greiða af smálánum frá smálánafyrirtækjum, sem rukka óheyrilega háa okurvexti. Tæplega 30% Eflingarfólks hefur átt í erfiðleikum með að standa skil á afborgunum af lánum sínum á síðastliðnum 12 mánuðum. Þeir sem eru yngri og á lægri launum hafa almennt átt í meiri erfiðleikum með greiðslu afborgana af skuldum. Langflestir vilja hækka lægstu laun sérstaklega Í könnuninni koma fram skýrar vísbendingar um erfiða fjárhagsstöðu Eflingarfélaga, en Stefán Ólafsson fjallaði um viðvarandi hallarekstur á heimilum láglaunafólks í 4. tölublaði Kjarafrétta Eflingar fyrr á árinu. Þessi raunveruleiki rímar við þá niðurstöðu könnunarinnar að langflest Eflingarfólk (rúmlega 90%) vill leggja sérstaka áherslu á hækkun lægstu launa í kjarasamningum og frekari jöfnun tekna í samfélaginu. Gallup framkvæmdi könnunina og var metþátttaka í henni, en 4.632 félagsmenn tóku þátt, sem er um fjórum sinnum fleiri en mest hefur áður náðst.
Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08 Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu. 12. desember 2022 14:37 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08
Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu. 12. desember 2022 14:37