Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - FH 29-29 | Gestunum tókst ekki að vinna níunda leikinn í röð Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. desember 2022 21:46 Það var hart tekið á mönnum í Garðabæ í kvöld. Hér fær Hergeir Grímsson létta flugferð. Vísir/Diego Í kvöld mættust nágrannaliðin Stjarnan og FH í TM höllinni í Garðabæ í síðasta leik beggja liða í Olís-deildinni árið 2022. Var leikurinn spennandi í síðari hálfleik og endaði með sanngjörnu jafntefli að lokum, lokatölur 29-29 í TM höllinni. FH var án Phil Döhler í leiknum en þýski markmaðurinn var tognaður á ökkla. Í hans stað kom Kristján Rafn Oddsson inn í leikmannahóp FH en hann er markvörður í 3. flokki Hafnafjarðarliðsins. Hjá Stjörnunni vantaði aðstoðarþjálfarann og leikstjórnandann Gunnar Stein Jónsson en hann lá heima veikur. Markvörður Stjörnunnar Arnór Freyr Stefánsson mætti í stuði til leiks í kvöld en hann varði sex af fyrstu níu skotum FH-inga. Það skilaði þó ekki eins miklu fyrir Stjörnuna eins og við mátti búast þar sem sóknarleikur liðsins var bitlaus gegn kröftugri vörn FH. Staðan 4-5 fyrir FH eftir tíu mínútna leik. Leonharð Þorgeiri Harðarsyni undirbýr skot en Arnór Freyr var í fantaformi í upphafi leiks.Vísir/Diego Liðin fylgdust að í markaskorun næstu tíu mínútur, þá tókst gestunum loksins að mynda sér þriggja marka forystu sem var verðskulduð. Sú forysta FH-inga hélst fram að hálfleik. Staðan 10-13 í hálfleik. Stjörnumenn mættu mun grimmari til leiks í síðari hálfleik og varð leikurinn sífellt hraðari. Endaði það með að heimamenn jöfnuðu leikinn eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik, 16-16. „Hingað og ekki lengra kallinn minn.“Vísir/Diego Sigursteini Arndal, þjálfara FH, leist ekkert á blikuna og tók leikhlé þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum og staðan jöfn. Ung útilína FH, án Ásbjörns Friðrikssonar, var í miklu basli með ágenga vörn Stjörnunnar á þessum kafla og endaði það með því að Stjarnan náði yfirhöndinni. Staðan 20-19 heimamönnum í vil. Stjarnan var ávallt einu skrefi á undan FH-ingum það sem eftir lifði leiks en aldrei varð munurinn meira en eitt mark fyrr en að tæpar tvær mínútur lifðu leiks. Þá náði Stjarnan tveggja marka forystu 29-27 og sigurinn í sjónmáli. Jóhannes Berg Andrason, leikmaður FH, tókst að minnka muninn og Ásbjörn jafnaði svo metin í 29-29, fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan jafntefli í Garðabænum í kvöld. Jóhannes Berg Andrason bjargaði því sem bjargað var fyrir FH.Vísir/Diego Af hverju fór jafntefli? Varnarleikur FH-inga ásamt markvörslu dalaði allsvakalega í síðari hálfleik og gaf heimamönnum tækifæri á að ná yfirhöndinni í leiknum. Stjarnan nýtti sér það og keyrðu vel á gestina í síðari hálfleik en það hafði vantað í fyrri hálfleiknum. Það var hart barist í kvöld.Vísir/Diego Hverjir stóðu upp úr? Hergeir Grímsson, leikstjórnandi Stjörnunnar, var hvað öflugastur í liði heimamanna þegar þeir þjörmuðu hvað mest að FH-ingum. Endaði hann sem markahæsti leikmaður liðsins með átta mörk. Hjá FH var það Jóhannes Berg Andrason sem stóð hvað helst upp úr en hann tók af skarið þegar mest á reyndi á lokakaflanum. Jóhannes Berg ásamt Einari Braga Aðalsteinssyni og Ásbirni Friðrikssyni voru markahæstu leikmenn FH í kvöld með sex mörk hver. Ásbjörn Friðriksson í leik kvöldsins.Vísir/Diego Hvað gekk illa? Varnarleikur Stjörnunnar í fyrri hálfleik og svo FH-inga í þeim síðari. Einnig hrundi markvarsla FH niður í síðari hálfleik, en hún var mjög jöfn yfir allan leikinn hjá heimamönnum. Hvað gerist næst? Eins og fyrr segir var þetta síðasti leikur beggja liða í Olís-deildinni árið 2022. Þau eiga þó einn bikarleik eftir áður en þau komast í jólafrí, en í þeim leik mæta þau hvor öðru aftur. Sá leikur fer fram í Kaplakrika 15. desember klukkan 19:30. „Við reyndum ýmislegt sem gekk ekki upp“ Sigursteinn Arndal gefur skipanir til sinna manna.Vísir/Diego „Svo sem allt í lagi. Þetta var erfiður leikur á móti góðu liði en við gáfum eftir varnarlega í seinni hálfleik og þar af leiðandi fáum við allt of mikið af mörkum á okkur í seinni hálfleik. Annars ánægður með liðið mitt. Við vorum komnir í smá brekku og náðum bara í þetta, við erum bara að safna stigum,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, um frammistöðu síns liðs í kvöld. FH missti niður þriggja marka forystu í síðari hálfleik en Sigursteinn var þó nokkuð sáttur með stigið í svekkjandi jafntefli. „Við reyndum ýmislegt sem gekk ekki upp. Ég ætla bara að taka það út úr því að við gáfumst ekki upp og náðum bara í stig hérna í lokin, þó að ég sé drullu svekktur með það að fá ekki bæði tvö, “ sagði Sigursteinn og bætti við. „Við förum inn í alla leiki til að vinna en unnum því miður ekki í dag. Við ætlum bara að virða þetta stig og ánægður með það hvernig við náðum þó í það.“ Einar Bragi Aðalsteinsson keyrir á vörn Stjörnunnar.Vísir/Diego Þessi tvö lið mætast aftur á fimmtudaginn og er Sigursteinn strax byrjaður að horfa í áttina að þeim leik. „Við ætlum að ná okkur í kvöld. Við eigum gríðarlega mikilvægan leik á móti Stjörnunni á fimmtudaginn í bikarnum og við hugsum ekki um neitt annað en þann leik áður en við förum að pæla í einhverju öðru.“ FH er í öðru sæti Olís-deildarinnar þegar jólin ganga í garð, fjórum stigum á eftir Val. aðspurður hvort það sé á pari við það sem FH stefndi að fyrir tímabil hafði Sigursteinn þetta að segja. „Ég er mjög ánægður með hvernig við unnum okkur út úr erfiðri byrjun. Við erum búnir að vera að reyna að bæta okkur viku fyrir viku. Við gerum okkur grein fyrir því að til þess að ná árangri þarf stöðugleiki að vera til staðar og þetta er búið að vera í framför og stöðugleikinn verið meiri og meiri. Þannig að við erum ánægðir með staðinn á okkur í dag en við erum hvergi nærri hættir. Við ætlum að halda áfram að vinna vel í okkar málum,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, að lokum. Jóhannes Berg Andrason keyrði og keyrði á vörn Stjörnunnar í kvöld.Vísir/Diego Olís-deild karla Stjarnan FH
Í kvöld mættust nágrannaliðin Stjarnan og FH í TM höllinni í Garðabæ í síðasta leik beggja liða í Olís-deildinni árið 2022. Var leikurinn spennandi í síðari hálfleik og endaði með sanngjörnu jafntefli að lokum, lokatölur 29-29 í TM höllinni. FH var án Phil Döhler í leiknum en þýski markmaðurinn var tognaður á ökkla. Í hans stað kom Kristján Rafn Oddsson inn í leikmannahóp FH en hann er markvörður í 3. flokki Hafnafjarðarliðsins. Hjá Stjörnunni vantaði aðstoðarþjálfarann og leikstjórnandann Gunnar Stein Jónsson en hann lá heima veikur. Markvörður Stjörnunnar Arnór Freyr Stefánsson mætti í stuði til leiks í kvöld en hann varði sex af fyrstu níu skotum FH-inga. Það skilaði þó ekki eins miklu fyrir Stjörnuna eins og við mátti búast þar sem sóknarleikur liðsins var bitlaus gegn kröftugri vörn FH. Staðan 4-5 fyrir FH eftir tíu mínútna leik. Leonharð Þorgeiri Harðarsyni undirbýr skot en Arnór Freyr var í fantaformi í upphafi leiks.Vísir/Diego Liðin fylgdust að í markaskorun næstu tíu mínútur, þá tókst gestunum loksins að mynda sér þriggja marka forystu sem var verðskulduð. Sú forysta FH-inga hélst fram að hálfleik. Staðan 10-13 í hálfleik. Stjörnumenn mættu mun grimmari til leiks í síðari hálfleik og varð leikurinn sífellt hraðari. Endaði það með að heimamenn jöfnuðu leikinn eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik, 16-16. „Hingað og ekki lengra kallinn minn.“Vísir/Diego Sigursteini Arndal, þjálfara FH, leist ekkert á blikuna og tók leikhlé þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum og staðan jöfn. Ung útilína FH, án Ásbjörns Friðrikssonar, var í miklu basli með ágenga vörn Stjörnunnar á þessum kafla og endaði það með því að Stjarnan náði yfirhöndinni. Staðan 20-19 heimamönnum í vil. Stjarnan var ávallt einu skrefi á undan FH-ingum það sem eftir lifði leiks en aldrei varð munurinn meira en eitt mark fyrr en að tæpar tvær mínútur lifðu leiks. Þá náði Stjarnan tveggja marka forystu 29-27 og sigurinn í sjónmáli. Jóhannes Berg Andrason, leikmaður FH, tókst að minnka muninn og Ásbjörn jafnaði svo metin í 29-29, fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan jafntefli í Garðabænum í kvöld. Jóhannes Berg Andrason bjargaði því sem bjargað var fyrir FH.Vísir/Diego Af hverju fór jafntefli? Varnarleikur FH-inga ásamt markvörslu dalaði allsvakalega í síðari hálfleik og gaf heimamönnum tækifæri á að ná yfirhöndinni í leiknum. Stjarnan nýtti sér það og keyrðu vel á gestina í síðari hálfleik en það hafði vantað í fyrri hálfleiknum. Það var hart barist í kvöld.Vísir/Diego Hverjir stóðu upp úr? Hergeir Grímsson, leikstjórnandi Stjörnunnar, var hvað öflugastur í liði heimamanna þegar þeir þjörmuðu hvað mest að FH-ingum. Endaði hann sem markahæsti leikmaður liðsins með átta mörk. Hjá FH var það Jóhannes Berg Andrason sem stóð hvað helst upp úr en hann tók af skarið þegar mest á reyndi á lokakaflanum. Jóhannes Berg ásamt Einari Braga Aðalsteinssyni og Ásbirni Friðrikssyni voru markahæstu leikmenn FH í kvöld með sex mörk hver. Ásbjörn Friðriksson í leik kvöldsins.Vísir/Diego Hvað gekk illa? Varnarleikur Stjörnunnar í fyrri hálfleik og svo FH-inga í þeim síðari. Einnig hrundi markvarsla FH niður í síðari hálfleik, en hún var mjög jöfn yfir allan leikinn hjá heimamönnum. Hvað gerist næst? Eins og fyrr segir var þetta síðasti leikur beggja liða í Olís-deildinni árið 2022. Þau eiga þó einn bikarleik eftir áður en þau komast í jólafrí, en í þeim leik mæta þau hvor öðru aftur. Sá leikur fer fram í Kaplakrika 15. desember klukkan 19:30. „Við reyndum ýmislegt sem gekk ekki upp“ Sigursteinn Arndal gefur skipanir til sinna manna.Vísir/Diego „Svo sem allt í lagi. Þetta var erfiður leikur á móti góðu liði en við gáfum eftir varnarlega í seinni hálfleik og þar af leiðandi fáum við allt of mikið af mörkum á okkur í seinni hálfleik. Annars ánægður með liðið mitt. Við vorum komnir í smá brekku og náðum bara í þetta, við erum bara að safna stigum,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, um frammistöðu síns liðs í kvöld. FH missti niður þriggja marka forystu í síðari hálfleik en Sigursteinn var þó nokkuð sáttur með stigið í svekkjandi jafntefli. „Við reyndum ýmislegt sem gekk ekki upp. Ég ætla bara að taka það út úr því að við gáfumst ekki upp og náðum bara í stig hérna í lokin, þó að ég sé drullu svekktur með það að fá ekki bæði tvö, “ sagði Sigursteinn og bætti við. „Við förum inn í alla leiki til að vinna en unnum því miður ekki í dag. Við ætlum bara að virða þetta stig og ánægður með það hvernig við náðum þó í það.“ Einar Bragi Aðalsteinsson keyrir á vörn Stjörnunnar.Vísir/Diego Þessi tvö lið mætast aftur á fimmtudaginn og er Sigursteinn strax byrjaður að horfa í áttina að þeim leik. „Við ætlum að ná okkur í kvöld. Við eigum gríðarlega mikilvægan leik á móti Stjörnunni á fimmtudaginn í bikarnum og við hugsum ekki um neitt annað en þann leik áður en við förum að pæla í einhverju öðru.“ FH er í öðru sæti Olís-deildarinnar þegar jólin ganga í garð, fjórum stigum á eftir Val. aðspurður hvort það sé á pari við það sem FH stefndi að fyrir tímabil hafði Sigursteinn þetta að segja. „Ég er mjög ánægður með hvernig við unnum okkur út úr erfiðri byrjun. Við erum búnir að vera að reyna að bæta okkur viku fyrir viku. Við gerum okkur grein fyrir því að til þess að ná árangri þarf stöðugleiki að vera til staðar og þetta er búið að vera í framför og stöðugleikinn verið meiri og meiri. Þannig að við erum ánægðir með staðinn á okkur í dag en við erum hvergi nærri hættir. Við ætlum að halda áfram að vinna vel í okkar málum,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, að lokum. Jóhannes Berg Andrason keyrði og keyrði á vörn Stjörnunnar í kvöld.Vísir/Diego