Gísli fór á kostum í sigri gegn toppliðinu | Teitur hafði betur í Íslendingaslag Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. desember 2022 16:52 Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur verið algjörlega frábær fyrir Magdeburg undanfarið. Andreas Gora/picture alliance via Getty Images Íslensku landsliðsmennirnir í handbolta voru áberandi þegar fimm leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Gísli Þorgeir Kristjánsson var þar fremstur meðal jafningja þegar hann skoraði tíu mörk fyrir Magdeburg í eins marks sigri gegn toppliði Füchse Berlin, 31-32. Þeir félagar, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, hafa verið algjörlega frábærir í liði Þýskalandsmeistara Magdeburg í vetur. Í dag var það Gísli Þorgeir sem átti sviðið, en líklega eru fáir miðjumenn, ef einhverjir, að spila jafn vel og hann um þessar mundir. Gísli Þorgeir skoraði tíu mörk fyrir Magdeburg í dag úr tólf skotum og var markahæsti maður vallarins. Hann gaf einnig þrjár stoðsendingar á liðsfélaga sína og kom þar með beinum hætti að þrettán mörkum fyrir liðið. Ómar Ingi átti einnig góðan dag fyrir liðið og skoraði sex mörk, ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Magdeburg vann að lokum nauman eins marks sigur, 31-32, og liðið er nú í fjórða sæti þýsku deildarinnar með 23 stig eftir 14 leiki, fjórum stigum minna en Füchse Berlin sem trónir á toppnum. Magdeburg hefur þó leikið tveimur leikjum minna og getur því jafnað toppliðið að stigum með sigrum í þeim leikjum. 💚❤️ AUSWÄRTSSIEG IN BERLIN! Wir gewinnen mit 32:31 gegen die @FuechseBerlin Was für eine Stimmung von euch #gruenrotewand - Danke!Spielbericht ➡️ https://t.co/BU08JSPX3ATickets ➡️ https://t.co/EVJrBrgD57_____I #schmhuja I 📸 Gora pic.twitter.com/6XsaHMdRu4— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) December 11, 2022 Þá unnu Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg öruggan 13 marka sigur er liðið heimsótti Arnór Þór Gunnarsson og félaga í Bergischer, 18-31. Gestirnir í Flensburg leiddu í hálfleik 5-14 og sigur þeirra því í raun aldrei í hættu. Teitur komst ekki á blað fyrir Flensburg sem situr í fimmta sæti deildarinnar með 22 stig eftir 16 leiki, en Arnór skoraði tvö fyrir Bergischer sem situr í 12. sæti með 12 stig. Að lokum mátti Íslendingalið Melsungen, með þá Elvar Örn Jónsson og Arnar Frey Arnarsson innanborðs, þola tveggja marka tap gegn Kiel, 24-22, en Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu góðan þriggja marka sigur gegn Göppingen, 36-33. Þýski handboltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Þeir félagar, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, hafa verið algjörlega frábærir í liði Þýskalandsmeistara Magdeburg í vetur. Í dag var það Gísli Þorgeir sem átti sviðið, en líklega eru fáir miðjumenn, ef einhverjir, að spila jafn vel og hann um þessar mundir. Gísli Þorgeir skoraði tíu mörk fyrir Magdeburg í dag úr tólf skotum og var markahæsti maður vallarins. Hann gaf einnig þrjár stoðsendingar á liðsfélaga sína og kom þar með beinum hætti að þrettán mörkum fyrir liðið. Ómar Ingi átti einnig góðan dag fyrir liðið og skoraði sex mörk, ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Magdeburg vann að lokum nauman eins marks sigur, 31-32, og liðið er nú í fjórða sæti þýsku deildarinnar með 23 stig eftir 14 leiki, fjórum stigum minna en Füchse Berlin sem trónir á toppnum. Magdeburg hefur þó leikið tveimur leikjum minna og getur því jafnað toppliðið að stigum með sigrum í þeim leikjum. 💚❤️ AUSWÄRTSSIEG IN BERLIN! Wir gewinnen mit 32:31 gegen die @FuechseBerlin Was für eine Stimmung von euch #gruenrotewand - Danke!Spielbericht ➡️ https://t.co/BU08JSPX3ATickets ➡️ https://t.co/EVJrBrgD57_____I #schmhuja I 📸 Gora pic.twitter.com/6XsaHMdRu4— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) December 11, 2022 Þá unnu Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg öruggan 13 marka sigur er liðið heimsótti Arnór Þór Gunnarsson og félaga í Bergischer, 18-31. Gestirnir í Flensburg leiddu í hálfleik 5-14 og sigur þeirra því í raun aldrei í hættu. Teitur komst ekki á blað fyrir Flensburg sem situr í fimmta sæti deildarinnar með 22 stig eftir 16 leiki, en Arnór skoraði tvö fyrir Bergischer sem situr í 12. sæti með 12 stig. Að lokum mátti Íslendingalið Melsungen, með þá Elvar Örn Jónsson og Arnar Frey Arnarsson innanborðs, þola tveggja marka tap gegn Kiel, 24-22, en Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu góðan þriggja marka sigur gegn Göppingen, 36-33.
Þýski handboltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira