„Ég bara get ekki útskýrt af hverju“ Atli Arason skrifar 11. desember 2022 08:01 Berglind Rós Ágústsdóttir í leik með Örebro á síðasta leiktímabili. Rasmus Ohlsson Knattspyrnukonan Berglind Rós Ágústsdóttir er án félags þessa stundina eftir að samningur hennar við sænska liðið Örebo rann út um síðustu mánaðamót. Berglind vakti mikla athygli undir lok síðasta tímabils í Svíþjóð þegar hún fór óvænt að raða inn mörkum sem framherji Örebro, eftir að hafa leikið sem miðvörður félagsins allar götur fram að því. Berglind skoraði fimm mörk fyrir Örebro í alls 48 leikjum. Öll mörk Berglindar komu í fimm leikjum í röð í síðustu átta leikjum tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni. „Þjálfarinn hafði áður sagt við mig að ef við værum að tapa leik og okkur vantaði mark með lítinn tíma eftir af leiknum þá ætti ég bara að fara fram,“ sagði Berglind í viðtali við Vísi á dögunum. Þegar aðal framherji Örebro var fjarverandi í nokkrum leikjum prófaði þjálfari liðsins að setja Berglindi upp á topp þar sem hún stóð sig með prýði. „Það var smá landsleikjapása í september og við vorum framherjalausar. Af einhverri ástæðu þá bað þjálfarinn mig um að spila sem framherji og ég bara gerði það. Ég bara get ekki útskýrt af hverju. Hann allavegana tók áhættuna og setti mig fram og það gekk bara nokkuð vel,“ sagði Berglind og hló. Berglind fagnar einu af fimm mörkum sínum fyrir Örebro.Örebro Hjá Örebro hefur Berglind spilað nánast allar leikstöður á vellinum, að markverði frátöldum, en Berglind hóf knattspyrnuferill sinn hjá Fylki sem miðjumaður. „Liðin hérna á Íslandi þekkja mig allavegana mest sem miðvörð eða miðjumann þar sem þau hafa lítið séð mig spila frammi, en ég veit það svo sem ekki. Persónulega finnst mér skemmtilegast að spila á miðjunni en ég mun alltaf spila í þeirri stöðu sem þjálfarinn vill að ég spili í.“ Berglind hefur oftast leikið sem miðvörður á sínum ferli en það var hrein tilviljun sem varð til þess að hún fór að leika miðvörð fyrir uppeldisfélagið sitt. „Það voru rosalega margir miðjumenn hjá Fylki á þeim tíma og það vantaði miðvörð. Ég var sett þangað og tók það bara á mig og hef verið þar alla tíð síðan. Svo fór ég út til Örebro á sínum tíma sem miðvörður,“ svaraði Berglind, aðspurð út í leikstöður sínar á leikvellinum. Berglind Rós (t.h.) í leik með Fylki árið 2020. Með á myndinni eru landsliðskonurnar Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir.Vísir/Bára Dröfn Samningamál í skoðun Berglind er þessa stundina á Íslandi að sinna verknámi í hjúkrunarfræði en skoðar með fram því næstu skref sín á knattspyrnuferlinum. „Ég er að skoða mín mál og það mun vonandi koma í ljós á næstu vikum. Ég má ekki segja of mikið eins og staðan er akkúrat núna, þetta kemur allt í ljós,“ sagði Berglind en hún hefur heyrt í einhverjum félögum hér á landi og erlendis. „Það er alltaf gott að vita af áhuga einhvers staðar, að félög vilji fá mann til liðs við sig. Það er stórt hrós og ég tek því alveg með bros á vör.“ Berglind stefnir á að útskrifast sem hjúkrunarfræðingur vorið 2024. Berglind var upphaflega ekki að pæla í hjúkrunarfræðinni í einhverjum tengslum við fótboltann en aðspurð telur hún það vera heppilegt fyrir lið að hafa leikmann með læknisfræðilega menntun í leikmannahóp sínum. „Ég er sjúkraliði að mennt og mig langaði að bæta hjúkrunarfræði við. Mér finnst gott að geta hjálpað fólki,“ sagði Berglind og bætti við. „Það er ein í leikmannahópnum hjá Örebro sem er hjúkrunarfræðingur og margir aðrir leikmenn leituðu til hennar þegar þær fengu brunasár, sýkingu eða eitthvað annað. Þannig það gæti kannski alveg verið góður kostur að hafa einn leikmann í liðinu sem er hjúkrunarfræðingur, læknir eða eitthvað þannig háttar.“ Berglind fagnar marki með liðsfélögum sínum hjá Örebro.Twitter@KIFOrebro „Mig langar að spila áfram erlendis en bara ef það virkar með skólanum. Ef það virkar ekki þá reyni ég að finna mér lið hérna á Íslandi. Efst á lista er samt að vera erlendis, að vera í atvinnumennsku á meðan ég get það.“ „Ef þú ert að stefna á landsliðiðsæti þá held ég að maður ætti að miða á að spila erlendis,“ sagði Berglind, sem er með skýr markmið. Landsliðið Berglind var ekki valin í síðasta landsliðshóp í nóvember, sem var æfingarhópur skipaður leikmönnum sem spila bara á Íslandi. „Ég er mjög ánægð fyrir þeirra hönd að fá tækifæri til að sýna sig og eitthvað svoleiðis en það er erfitt þegar þú ert almennt ekki í landsliðhópnum og ert ekki að spila heima, þá fær maður ekki þennan séns. Við erum alveg nokkrar, eins og ég, Diljá [Ýr Zomers], Hildur Antons og fleiri sem erum þarna á milli. Við komust ekki í landsliðshópinn skipaður leikmanna sem spila á Íslandi en ekki heldur í aðal landsliðshópinn. Það er náttúrlega gífurleg samkeppni um sæti í þessum hóp þar sem við eigum svo mikið af framúrskarandi leikmönnum. Maður getur ekki annað gert en halda áfram og gera sitt besta, það þýðir ekkert annað. Svo er það bara í höndum þjálfarans að velja hópinn.“ Berglind hefur leikið fjóra leiki fyrir A-landsliðið og á alls 18 landsleiki fyrir Ísland ef yngri landslið eru tekin með í myndina. Berglind stefnir hátt og ætlar sér að vinna sér inn sæti í A-landsliðinu og leyfir sér því að vera svekkt yfir því þegar hún fær ekki kallið. „Ég er mjög svekkt [þegar kallið kemur ekki] sem er alveg eðlilegt og ég held að ég megi alveg vera svekkt yfir því. Mér finnst ég vera að standa mig vel en þetta er svo gífurlega sterkur hópur og það er mjög erfitt að komast í hann. Núna er ég líka búinn að vera að spila fleiri stöður á vellinum og ég veit ekki alveg hvort hann [Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari] sjái mig sem framherja eða eitthvað annað. Maður heldur samt bara áfram, reynir að gera vel og láta taka eftir sér. Það er það eina sem ég get gert og svo vonað það besta,“ sagði Berglind Rós Ágústsdóttir að endingu. Berglind vonast til þess að fá fleiri tækifæri með íslenska landsliðinu.Bildbryån Sænski boltinn Besta deild kvenna Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sjá meira
Berglind skoraði fimm mörk fyrir Örebro í alls 48 leikjum. Öll mörk Berglindar komu í fimm leikjum í röð í síðustu átta leikjum tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni. „Þjálfarinn hafði áður sagt við mig að ef við værum að tapa leik og okkur vantaði mark með lítinn tíma eftir af leiknum þá ætti ég bara að fara fram,“ sagði Berglind í viðtali við Vísi á dögunum. Þegar aðal framherji Örebro var fjarverandi í nokkrum leikjum prófaði þjálfari liðsins að setja Berglindi upp á topp þar sem hún stóð sig með prýði. „Það var smá landsleikjapása í september og við vorum framherjalausar. Af einhverri ástæðu þá bað þjálfarinn mig um að spila sem framherji og ég bara gerði það. Ég bara get ekki útskýrt af hverju. Hann allavegana tók áhættuna og setti mig fram og það gekk bara nokkuð vel,“ sagði Berglind og hló. Berglind fagnar einu af fimm mörkum sínum fyrir Örebro.Örebro Hjá Örebro hefur Berglind spilað nánast allar leikstöður á vellinum, að markverði frátöldum, en Berglind hóf knattspyrnuferill sinn hjá Fylki sem miðjumaður. „Liðin hérna á Íslandi þekkja mig allavegana mest sem miðvörð eða miðjumann þar sem þau hafa lítið séð mig spila frammi, en ég veit það svo sem ekki. Persónulega finnst mér skemmtilegast að spila á miðjunni en ég mun alltaf spila í þeirri stöðu sem þjálfarinn vill að ég spili í.“ Berglind hefur oftast leikið sem miðvörður á sínum ferli en það var hrein tilviljun sem varð til þess að hún fór að leika miðvörð fyrir uppeldisfélagið sitt. „Það voru rosalega margir miðjumenn hjá Fylki á þeim tíma og það vantaði miðvörð. Ég var sett þangað og tók það bara á mig og hef verið þar alla tíð síðan. Svo fór ég út til Örebro á sínum tíma sem miðvörður,“ svaraði Berglind, aðspurð út í leikstöður sínar á leikvellinum. Berglind Rós (t.h.) í leik með Fylki árið 2020. Með á myndinni eru landsliðskonurnar Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir.Vísir/Bára Dröfn Samningamál í skoðun Berglind er þessa stundina á Íslandi að sinna verknámi í hjúkrunarfræði en skoðar með fram því næstu skref sín á knattspyrnuferlinum. „Ég er að skoða mín mál og það mun vonandi koma í ljós á næstu vikum. Ég má ekki segja of mikið eins og staðan er akkúrat núna, þetta kemur allt í ljós,“ sagði Berglind en hún hefur heyrt í einhverjum félögum hér á landi og erlendis. „Það er alltaf gott að vita af áhuga einhvers staðar, að félög vilji fá mann til liðs við sig. Það er stórt hrós og ég tek því alveg með bros á vör.“ Berglind stefnir á að útskrifast sem hjúkrunarfræðingur vorið 2024. Berglind var upphaflega ekki að pæla í hjúkrunarfræðinni í einhverjum tengslum við fótboltann en aðspurð telur hún það vera heppilegt fyrir lið að hafa leikmann með læknisfræðilega menntun í leikmannahóp sínum. „Ég er sjúkraliði að mennt og mig langaði að bæta hjúkrunarfræði við. Mér finnst gott að geta hjálpað fólki,“ sagði Berglind og bætti við. „Það er ein í leikmannahópnum hjá Örebro sem er hjúkrunarfræðingur og margir aðrir leikmenn leituðu til hennar þegar þær fengu brunasár, sýkingu eða eitthvað annað. Þannig það gæti kannski alveg verið góður kostur að hafa einn leikmann í liðinu sem er hjúkrunarfræðingur, læknir eða eitthvað þannig háttar.“ Berglind fagnar marki með liðsfélögum sínum hjá Örebro.Twitter@KIFOrebro „Mig langar að spila áfram erlendis en bara ef það virkar með skólanum. Ef það virkar ekki þá reyni ég að finna mér lið hérna á Íslandi. Efst á lista er samt að vera erlendis, að vera í atvinnumennsku á meðan ég get það.“ „Ef þú ert að stefna á landsliðiðsæti þá held ég að maður ætti að miða á að spila erlendis,“ sagði Berglind, sem er með skýr markmið. Landsliðið Berglind var ekki valin í síðasta landsliðshóp í nóvember, sem var æfingarhópur skipaður leikmönnum sem spila bara á Íslandi. „Ég er mjög ánægð fyrir þeirra hönd að fá tækifæri til að sýna sig og eitthvað svoleiðis en það er erfitt þegar þú ert almennt ekki í landsliðhópnum og ert ekki að spila heima, þá fær maður ekki þennan séns. Við erum alveg nokkrar, eins og ég, Diljá [Ýr Zomers], Hildur Antons og fleiri sem erum þarna á milli. Við komust ekki í landsliðshópinn skipaður leikmanna sem spila á Íslandi en ekki heldur í aðal landsliðshópinn. Það er náttúrlega gífurleg samkeppni um sæti í þessum hóp þar sem við eigum svo mikið af framúrskarandi leikmönnum. Maður getur ekki annað gert en halda áfram og gera sitt besta, það þýðir ekkert annað. Svo er það bara í höndum þjálfarans að velja hópinn.“ Berglind hefur leikið fjóra leiki fyrir A-landsliðið og á alls 18 landsleiki fyrir Ísland ef yngri landslið eru tekin með í myndina. Berglind stefnir hátt og ætlar sér að vinna sér inn sæti í A-landsliðinu og leyfir sér því að vera svekkt yfir því þegar hún fær ekki kallið. „Ég er mjög svekkt [þegar kallið kemur ekki] sem er alveg eðlilegt og ég held að ég megi alveg vera svekkt yfir því. Mér finnst ég vera að standa mig vel en þetta er svo gífurlega sterkur hópur og það er mjög erfitt að komast í hann. Núna er ég líka búinn að vera að spila fleiri stöður á vellinum og ég veit ekki alveg hvort hann [Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari] sjái mig sem framherja eða eitthvað annað. Maður heldur samt bara áfram, reynir að gera vel og láta taka eftir sér. Það er það eina sem ég get gert og svo vonað það besta,“ sagði Berglind Rós Ágústsdóttir að endingu. Berglind vonast til þess að fá fleiri tækifæri með íslenska landsliðinu.Bildbryån
Sænski boltinn Besta deild kvenna Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sjá meira