Aftur geta Króatar gert hið ómögulega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2022 10:00 Luka Modrić er allt í öllu hjá Króatíu þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára gamall. Alex Grimm/Getty Images Annað heimsmeistaramótið í röð er karlalandsliðið Króatíu komið í undanúrslit. Fyrir þjóð sem telur rétt tæplega fjórar milljónir er um magnað afrek að ræða. Króatía hefur lengi vel verið með fremstu íþróttaþjóðum í heimi, allavega í karlaflokki. Ásamt því að vera með fótboltalandslið í fremstu röð þá var handboltalandsliðið lengi vel með þeim bestu í heimi. Einnig er vert að taka fram að Króatía er með sigursælustu þjóðum í sögu sundknattleiks. Hvað varðar fótboltann þá má segja að leikir Króatíu á HM sem nú fer fram í Katar sem og í Rússlandi fyrir fjórum árum minni á handboltaleiki liðsins þegar þjóðin var upp á sitt besta. Hraðinn er ekki mikill og það er líkt og Króatar vonist til að andstæðingar sínir sofni á endanum. Mögulega er það ástæðan fyrir að báðir leikir Króatíu í útsláttarkeppninni á HM í Katar hafa endað með vítaspyrnukeppni. Það sama var upp á teningnum í Rússlandi en alls fór Króatía í þrjár framlengingar - og tvær vítaspyrnukeppnir - á leið sinni í úrslitaleikinn gegn Frakklandi. Að gagnrýna leikstíl Króatíu er í raun ógerlegt þar sem um er að ræða þjóð sem telur fjórar milljónir. Síðasti leikur liðsins í Katar var gegn Brasilíu, þjóð sem telur vel yfir 200 milljónir. Þar áður var það Japan sem lá í valnum. Þó Japan sé lítið land að flatarmáli þá búa rúmlega 125 milljónir í landinu. Eftir að Króatía vann til bronsverðlauna á HM 1998 kom smá lægð er varðar árangur á stórmótum í fótbolta. Það er þangað til 2018 í Rússlandi er liðið komst alla leið í úrslit. Þrátt fyrir töluverðar mannabreytingar og að öflugir leikmenn hafi verið skildir eftir heima getur Króatía endurtekið leikinn í Katar. Króatar virðast kunna best við sig á stærsta sviðinu en liðið hefur aldrei náð álíka árangri á Evrópumótinu. Þar hefur Króatía lengst komist í 8-liða úrslit, árin 1996 og 2008. Töframaðurinn Luka Modrić Þó hann sé orðinn 37 ára gamall þá er fyrirliðinn Luka Modrić bæði hjartað og heilinn í liði Króata. Hann stýrir öllu þeirra spili á miðjunni og minnir um margt á Ivano Balić en sá stýrði handboltaliði þjóðarinnar um árabil. Báðir hafa reynst íslenska landsliðinu, hvort sem um ræðir fótbolta eða handbolta, erfiður ljár í þúfu. Það voru fáir ef einhverjir betri en Ivano Balić þegar hann var upp á sitt besta.Nordic Photos/Getty Images Það er erfitt að bera saman árangur á stórmótum í fótbolta og handbolta þar sem þau eru árlegur viðburður í handboltaheiminum. Það verður þó ekki tekið af Balić og handboltalandsliðinu að árangurinn var hreint út sagt ótrúlegur til fjölda ára. Króatía hefur unnið Ólympíuleikana tvisvar [Atlanta, 1996 og Aþenu, 2004] ásamt því að næla í brons einu sinni [Lundúnir, 2012]. Króatía varð heimsmeistari árið 2003 [Portúgal] en hefur alls fjórum sinnum farið alla leið í úrslitaleik HM. Þá endaði liðið í 3. sæti á HM árið 2013. Króatíu hefur ekki enn tekist að vinna Evrópumótið en hefur þrívegis komit í úrslitaleikinn; 2008, 2010 og 2020. Þrisvar hefur Króatía svo unnið til bronsverðlauna á EM; 1994, 2012 og 2016. Sagt það áður og segi enn. Króatar. Besta íþróttaþjóð heims pund fyrir pund. Ótrúlegir.— Henry Birgir (@henrybirgir) December 9, 2022 Þó Modrić og félagar munu aldrei ná sama árangri og handboltalandsliðið er ljóst að hann og liðsfélagar sínir geta komist í guðatölu - ef þeir eru það nú ekki þegar - með því að slá Lionel Messi og félaga út í undanúrslitum HM. Miðað við árangur Króatíu til þessa og í Rússlandi væri heimskulegt að veðja gegn því. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Króatar fyrstir í undanúrslit eftir dramatík og vítaspyrnukeppni Króatía varð í dag fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Katar er liðið hafði betur gegn Brasilíu í vítapyrnukeppni, 4-3. Markalaust var að venjulegum leiktíma loknum og liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. 9. desember 2022 17:51 Livaković hetjan þegar Króatía fór áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni Mörkvörðurinn Dominik Livaković reyndist hetja Króatíu þegar liðið tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta með sigri á Japan í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og þegar framlengingunni lauk. 5. desember 2022 17:45 Frábær endurkoma Króatíu sem ætlar sér langt í Katar Þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks þá sneri Króatía taflinu sér í við og vann á endanum magnaðan 4-1 sigur á Kanada í F-riðli HM karla í fótbolta. 27. nóvember 2022 18:00 Króatar óska eftir virðingu eftir að þjálfari Kanada sagðist ætla að ríða þeim Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðið kollega sinn hjá kanadíska landsliðinu, John Herdman, um að sýna liðinu sem hafnaði í öðru sæti á seinasta heimsmeistaramóti virðingu eftir að sá síðarnefndi sagði að hann og leikmenn hans myndu ríða Króötum í leik liðanna sem fram fer í dag. 27. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þýskaland - Danmörk | Strákarnir hans Alfreðs geta tryggt sér sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Króatía hefur lengi vel verið með fremstu íþróttaþjóðum í heimi, allavega í karlaflokki. Ásamt því að vera með fótboltalandslið í fremstu röð þá var handboltalandsliðið lengi vel með þeim bestu í heimi. Einnig er vert að taka fram að Króatía er með sigursælustu þjóðum í sögu sundknattleiks. Hvað varðar fótboltann þá má segja að leikir Króatíu á HM sem nú fer fram í Katar sem og í Rússlandi fyrir fjórum árum minni á handboltaleiki liðsins þegar þjóðin var upp á sitt besta. Hraðinn er ekki mikill og það er líkt og Króatar vonist til að andstæðingar sínir sofni á endanum. Mögulega er það ástæðan fyrir að báðir leikir Króatíu í útsláttarkeppninni á HM í Katar hafa endað með vítaspyrnukeppni. Það sama var upp á teningnum í Rússlandi en alls fór Króatía í þrjár framlengingar - og tvær vítaspyrnukeppnir - á leið sinni í úrslitaleikinn gegn Frakklandi. Að gagnrýna leikstíl Króatíu er í raun ógerlegt þar sem um er að ræða þjóð sem telur fjórar milljónir. Síðasti leikur liðsins í Katar var gegn Brasilíu, þjóð sem telur vel yfir 200 milljónir. Þar áður var það Japan sem lá í valnum. Þó Japan sé lítið land að flatarmáli þá búa rúmlega 125 milljónir í landinu. Eftir að Króatía vann til bronsverðlauna á HM 1998 kom smá lægð er varðar árangur á stórmótum í fótbolta. Það er þangað til 2018 í Rússlandi er liðið komst alla leið í úrslit. Þrátt fyrir töluverðar mannabreytingar og að öflugir leikmenn hafi verið skildir eftir heima getur Króatía endurtekið leikinn í Katar. Króatar virðast kunna best við sig á stærsta sviðinu en liðið hefur aldrei náð álíka árangri á Evrópumótinu. Þar hefur Króatía lengst komist í 8-liða úrslit, árin 1996 og 2008. Töframaðurinn Luka Modrić Þó hann sé orðinn 37 ára gamall þá er fyrirliðinn Luka Modrić bæði hjartað og heilinn í liði Króata. Hann stýrir öllu þeirra spili á miðjunni og minnir um margt á Ivano Balić en sá stýrði handboltaliði þjóðarinnar um árabil. Báðir hafa reynst íslenska landsliðinu, hvort sem um ræðir fótbolta eða handbolta, erfiður ljár í þúfu. Það voru fáir ef einhverjir betri en Ivano Balić þegar hann var upp á sitt besta.Nordic Photos/Getty Images Það er erfitt að bera saman árangur á stórmótum í fótbolta og handbolta þar sem þau eru árlegur viðburður í handboltaheiminum. Það verður þó ekki tekið af Balić og handboltalandsliðinu að árangurinn var hreint út sagt ótrúlegur til fjölda ára. Króatía hefur unnið Ólympíuleikana tvisvar [Atlanta, 1996 og Aþenu, 2004] ásamt því að næla í brons einu sinni [Lundúnir, 2012]. Króatía varð heimsmeistari árið 2003 [Portúgal] en hefur alls fjórum sinnum farið alla leið í úrslitaleik HM. Þá endaði liðið í 3. sæti á HM árið 2013. Króatíu hefur ekki enn tekist að vinna Evrópumótið en hefur þrívegis komit í úrslitaleikinn; 2008, 2010 og 2020. Þrisvar hefur Króatía svo unnið til bronsverðlauna á EM; 1994, 2012 og 2016. Sagt það áður og segi enn. Króatar. Besta íþróttaþjóð heims pund fyrir pund. Ótrúlegir.— Henry Birgir (@henrybirgir) December 9, 2022 Þó Modrić og félagar munu aldrei ná sama árangri og handboltalandsliðið er ljóst að hann og liðsfélagar sínir geta komist í guðatölu - ef þeir eru það nú ekki þegar - með því að slá Lionel Messi og félaga út í undanúrslitum HM. Miðað við árangur Króatíu til þessa og í Rússlandi væri heimskulegt að veðja gegn því.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Króatar fyrstir í undanúrslit eftir dramatík og vítaspyrnukeppni Króatía varð í dag fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Katar er liðið hafði betur gegn Brasilíu í vítapyrnukeppni, 4-3. Markalaust var að venjulegum leiktíma loknum og liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. 9. desember 2022 17:51 Livaković hetjan þegar Króatía fór áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni Mörkvörðurinn Dominik Livaković reyndist hetja Króatíu þegar liðið tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta með sigri á Japan í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og þegar framlengingunni lauk. 5. desember 2022 17:45 Frábær endurkoma Króatíu sem ætlar sér langt í Katar Þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks þá sneri Króatía taflinu sér í við og vann á endanum magnaðan 4-1 sigur á Kanada í F-riðli HM karla í fótbolta. 27. nóvember 2022 18:00 Króatar óska eftir virðingu eftir að þjálfari Kanada sagðist ætla að ríða þeim Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðið kollega sinn hjá kanadíska landsliðinu, John Herdman, um að sýna liðinu sem hafnaði í öðru sæti á seinasta heimsmeistaramóti virðingu eftir að sá síðarnefndi sagði að hann og leikmenn hans myndu ríða Króötum í leik liðanna sem fram fer í dag. 27. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þýskaland - Danmörk | Strákarnir hans Alfreðs geta tryggt sér sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Króatar fyrstir í undanúrslit eftir dramatík og vítaspyrnukeppni Króatía varð í dag fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Katar er liðið hafði betur gegn Brasilíu í vítapyrnukeppni, 4-3. Markalaust var að venjulegum leiktíma loknum og liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. 9. desember 2022 17:51
Livaković hetjan þegar Króatía fór áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni Mörkvörðurinn Dominik Livaković reyndist hetja Króatíu þegar liðið tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta með sigri á Japan í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og þegar framlengingunni lauk. 5. desember 2022 17:45
Frábær endurkoma Króatíu sem ætlar sér langt í Katar Þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks þá sneri Króatía taflinu sér í við og vann á endanum magnaðan 4-1 sigur á Kanada í F-riðli HM karla í fótbolta. 27. nóvember 2022 18:00
Króatar óska eftir virðingu eftir að þjálfari Kanada sagðist ætla að ríða þeim Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðið kollega sinn hjá kanadíska landsliðinu, John Herdman, um að sýna liðinu sem hafnaði í öðru sæti á seinasta heimsmeistaramóti virðingu eftir að sá síðarnefndi sagði að hann og leikmenn hans myndu ríða Króötum í leik liðanna sem fram fer í dag. 27. nóvember 2022 08:01