Messi lét Van Gaal heyra það og segir Maradona fylgjast með frá himnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2022 09:30 Maradona og Messi. Sky Sports Argentína komst í undanúrslit á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar eftir að sigra Holland í vítaspyrnukeppni. Lionel Messi lét Louis Van Gaal, þjálfara Hollands, fá það óþvegið eftir leik. Þá nýtti markvörðurinn Emi Martinez tækifærið og lét dómarann heyra það sem og Van Gaal. Holland kom á dramatískan hátt til baka eftir að lenda 2-0 undir en máttu síns lítið í vítaspyrnukeppninni þar sem Martinez lokaði einfaldlega markinu. Messi stráði salti í sár Hollendinga að leik loknum á meðan markvörðurinn lét dómara leiksins, Antonio Mateu Lahoz, heyra það. Bæði lið, sem og hlutlausir áhorfendur, voru ósátt með Lahozen hann átti ekki sinn besta leik. „Van Gaal segir að Holland spili fallegan fótbolta en það sem hann gerði var að setja inn á hávaxna leikmenn og dæla löngum boltum,“ sagði Messi er hann sneri hnífnum í sárinu eftir leik. „Ég vil ekki tala um dómarann því við megum ekki vera hreinskilnir. Ef þú tjáir þig geta þeir sektað þig eða sett þig í leikbann. FIFA verður að hugsa um þetta, þeir geta ekki sett dómara á leiki sem eru ekki starfi sínu hæfir,“ bætti Messi við. Messi telur að andi Diego Maradona, eins besta knattspyrnumanns fyrr og síðar, sé með Argentínu á mótinu. „Diego horfir á okkur frá himnum Hann styður við bakið á okkur og ég vona að það verði þannig þangað til mótinu lýkur.“ Argentína mætir Króatíu í undanúrslitum en Króatía lagði Brasilíu einkar óvænt í gær, föstudag. Sá leikur fór einnig í vítaspyrnukeppni. „Argentína er meðal fjögurra bestu liða í heimi því við spilum hvern leik af sömu ástríðu og ákefð. Gleðin er mikil, hamingjan er mikil. Við þurftum ekki að fara í framlengingu né vítaspyrnukeppni, við þurftum að þjást. En við fórum áfram og það er afrek.“ Lionel Messi sendi skýr skilaboð með fagni sínu.Sky Sports „Dómarinn var gagnslaus“ Martinez var hetjan í vítaspyrnukeppninni en hann var mjög svo ósáttur með Lahoz dómara og sagði öllum sem vildu heyra það eftir leik. Virðist sem magn gulra spjalda hafi farið í taugarnar á Martinez en það fór alls 15 sinnum á loft, þar af fékk Argentína níu. „Mér fannst við stýra leiknum vel, komumst 2-0 yfir og þá fór dómarinn að dæma með þeim. Það var engin ástæða fyrir tíu mínútna uppbótartíma. Hann vildi bara að þeir myndu skora svo vonandi fáum við þennan dómara ekki aftur, hann var gagnslaus.“ „Ég heyrði Van Gaal segja að Holland hefði yfirhöndina ef leikurinn færi í vítaspyrnukeppni, þá myndu þeir fara áfram. Ég held að hann þurfi að halda kjafti,“ sagði Martinez að endingu. Emi Martinez hafði sitt að segja um dómarann og Van Gaal eftir leik.Sky Sports Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Sjá meira
Holland kom á dramatískan hátt til baka eftir að lenda 2-0 undir en máttu síns lítið í vítaspyrnukeppninni þar sem Martinez lokaði einfaldlega markinu. Messi stráði salti í sár Hollendinga að leik loknum á meðan markvörðurinn lét dómara leiksins, Antonio Mateu Lahoz, heyra það. Bæði lið, sem og hlutlausir áhorfendur, voru ósátt með Lahozen hann átti ekki sinn besta leik. „Van Gaal segir að Holland spili fallegan fótbolta en það sem hann gerði var að setja inn á hávaxna leikmenn og dæla löngum boltum,“ sagði Messi er hann sneri hnífnum í sárinu eftir leik. „Ég vil ekki tala um dómarann því við megum ekki vera hreinskilnir. Ef þú tjáir þig geta þeir sektað þig eða sett þig í leikbann. FIFA verður að hugsa um þetta, þeir geta ekki sett dómara á leiki sem eru ekki starfi sínu hæfir,“ bætti Messi við. Messi telur að andi Diego Maradona, eins besta knattspyrnumanns fyrr og síðar, sé með Argentínu á mótinu. „Diego horfir á okkur frá himnum Hann styður við bakið á okkur og ég vona að það verði þannig þangað til mótinu lýkur.“ Argentína mætir Króatíu í undanúrslitum en Króatía lagði Brasilíu einkar óvænt í gær, föstudag. Sá leikur fór einnig í vítaspyrnukeppni. „Argentína er meðal fjögurra bestu liða í heimi því við spilum hvern leik af sömu ástríðu og ákefð. Gleðin er mikil, hamingjan er mikil. Við þurftum ekki að fara í framlengingu né vítaspyrnukeppni, við þurftum að þjást. En við fórum áfram og það er afrek.“ Lionel Messi sendi skýr skilaboð með fagni sínu.Sky Sports „Dómarinn var gagnslaus“ Martinez var hetjan í vítaspyrnukeppninni en hann var mjög svo ósáttur með Lahoz dómara og sagði öllum sem vildu heyra það eftir leik. Virðist sem magn gulra spjalda hafi farið í taugarnar á Martinez en það fór alls 15 sinnum á loft, þar af fékk Argentína níu. „Mér fannst við stýra leiknum vel, komumst 2-0 yfir og þá fór dómarinn að dæma með þeim. Það var engin ástæða fyrir tíu mínútna uppbótartíma. Hann vildi bara að þeir myndu skora svo vonandi fáum við þennan dómara ekki aftur, hann var gagnslaus.“ „Ég heyrði Van Gaal segja að Holland hefði yfirhöndina ef leikurinn færi í vítaspyrnukeppni, þá myndu þeir fara áfram. Ég held að hann þurfi að halda kjafti,“ sagði Martinez að endingu. Emi Martinez hafði sitt að segja um dómarann og Van Gaal eftir leik.Sky Sports
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Sjá meira