Segir stjórnarliða tefja eingreiðslu til öryrkja Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 9. desember 2022 19:30 Vísir/Egill Umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga var sett aftur á dagskrá þingsins í dag en tímasetning umræðunnar var harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni sem segir mikilvæg mál eins og eingreiðslu til öryrkja tefjast í kjölfarið. Mikil umræða skapaðist á Alþingi í dag í kjölfar þess að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var sett á dagskrá í fimmta sinn. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ekki bara frumvarpið heldur tímasetningu þess. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, flutti tillögu að dagskrárbreytingu og vildi salta málið fram yfir áramót. „Í því ljósi er í rauninni óskiljanlegt að forseti tefli í tvísýnu farsælum lokum þingársins með því að setja útlendingafrumvarpið á dagskrá á þessum tímapunkti. Mál sem er hvorki brýnt né háð sérstakri tímasetningu“, sagði Andrés á alþingi í dag. Andstaða stjórnarandstöðunnar við frumvarpið er ekki ný af nálinni og eitt þeirra atriða sem helst hefur verið gagnrýnt er heimild stjórnvalda til þess að fella niður rétt fólks til heilbrigðisþjónustu ef þau eru enn á landinu 30 dögum eftir lokasynjun. Þá gerði meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar breytingartillögu við frumvarpið sem felur í sér að fólk sem ekki tókst að vísa á brott vegna heimsfaraldurs kórónuveiru fái möguleika til þess að sækja um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþáttöku í stað þess að sækja um alþjóðlega vernd. Ekki er ljóst á þessu stigi hversu margir falla undir þessa nýju breytingu. Annar þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, segir málið tefja fyrir öðrum mikilvægum málum sem væri brýnt að afgreiða sem fyrst. „Ég er svona að reyna að sjá hvað þeim gengur til. Vegna þess að á meðan við erum að ræða þetta mjög svo umdeilda mál þá bíða öryrkjar eftir eingreiðslunni sinni sem allir eru sammála um. Við erum öll sammála um það.“ Alþingi Píratar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira
Mikil umræða skapaðist á Alþingi í dag í kjölfar þess að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var sett á dagskrá í fimmta sinn. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ekki bara frumvarpið heldur tímasetningu þess. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, flutti tillögu að dagskrárbreytingu og vildi salta málið fram yfir áramót. „Í því ljósi er í rauninni óskiljanlegt að forseti tefli í tvísýnu farsælum lokum þingársins með því að setja útlendingafrumvarpið á dagskrá á þessum tímapunkti. Mál sem er hvorki brýnt né háð sérstakri tímasetningu“, sagði Andrés á alþingi í dag. Andstaða stjórnarandstöðunnar við frumvarpið er ekki ný af nálinni og eitt þeirra atriða sem helst hefur verið gagnrýnt er heimild stjórnvalda til þess að fella niður rétt fólks til heilbrigðisþjónustu ef þau eru enn á landinu 30 dögum eftir lokasynjun. Þá gerði meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar breytingartillögu við frumvarpið sem felur í sér að fólk sem ekki tókst að vísa á brott vegna heimsfaraldurs kórónuveiru fái möguleika til þess að sækja um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþáttöku í stað þess að sækja um alþjóðlega vernd. Ekki er ljóst á þessu stigi hversu margir falla undir þessa nýju breytingu. Annar þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, segir málið tefja fyrir öðrum mikilvægum málum sem væri brýnt að afgreiða sem fyrst. „Ég er svona að reyna að sjá hvað þeim gengur til. Vegna þess að á meðan við erum að ræða þetta mjög svo umdeilda mál þá bíða öryrkjar eftir eingreiðslunni sinni sem allir eru sammála um. Við erum öll sammála um það.“
Alþingi Píratar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira